Vildi ekki leggja á veröldina að upplýsa um skelfilegan dauðdaga Kim Wall Birgir Olgeirsson skrifar 8. mars 2018 12:55 Teikning úr réttarsal í Kaupmannahöfn þar sem ljósmyndarar eru bannaðir. Peter Madsen er til vinstri á teikningunni. Vísir/EPA „Það sem ég ætla að segja ykkur í dag er hrottaleg saga sem ég vildi ekki segja nokkrum,“ sagði Peter Madsen í réttarsal í dag. Hann er sakaður um að hafa myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall í kafbátnum Nautilus ágúst í fyrra.Sjá beina lýsingu Vísis frá réttarhöldunum hér. Réttarhöld hófust yfir honum í Kaupmannahöfn fyrr í dag. Hann var leiddur í vitnastúku í dómsalnum fyrir skömmu þangað sem hann gekk yfirvegaður og tilkynnti að hann neiti enn sök. „Ég vildi ekki leggja það á veröldina að upplýsa um hinn hræðilega dauðdaga Kim Wall. Sérstaklega vildi ég ekki deila því með fjölskyldu hennar,“ sagði Madsen í réttarsalnum þegar hann var spurður hvers vegna hann hefur logið ítrekað um dánarorsök Kim Wall. Neitar að hafa myrt hana Madsen hefur viðurkennt að hafa sundurlimað lík blaðakonunnar, sem var þrítug þegar hún lést, en neitar því að hafa myrt hana og segir hana hafa látist eftir að hafa fengið lúgu í höfuðið. Hann er ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði og þar að auki ákærður fyrir kynferðisbrot, að vanvirða lík og að brjóta öryggisreglur siglinga. Kim hafði ætlað að gera nærmynd um Madsen og uppfinningar hans. Hann hafði smíðað fjörutíu tonna kafbát, en hann hafði hópfjármagnað þá framkvæmd árið 2008. Kim hafði mælt sér mót við Madsen og höfðu þau ráðgert að sigla saman í kafbátnum Nautilus 10. ágúst síðastliðinn en úr þeirri ferð sneri Wall aldrei. Sagðist vera í sambandi við anda Kim Við réttarhöldin kom fram að Madsen skrifaði vinkonu Kim Wall bréf í september síðastliðnum. Í bréfinu sagðist Madsen finna fyrir anda Kims og að hún væri ekki reið. „Hún sagði mér að þetta örlagaríka kvöld hefði verið það besta sem hún hefði gert,“ sagði Madsen í bréfinu. Hann sagðist hafa viljað hugga vinkonu Kim með þessu bréfi. Sagði hann vinkonu Kim hafa gefið sig út fyrir að vera miðil og að hún væri í sambandi við anda Kim Wall. Hann sagðist hafa þannig viljað lina þjáningar vinkonu Kim með bréfinu. „Ég er nokkuð viss um að hún átti mjög yndislega nótt áður en slysið varð,“ sagði Madsen. Hló að spurningu um sæði Madsen var spurður hvers vegna sæði fannst í nærbuxum sem hann var í þetta örlagaríka kvöld. Madsen hló og sagði að það væri ekki fréttnæmt að finna sæði í nærbuxum í eigu jafn fjöllynds manns og hans. Hann taldi líklegt að rekja megi það til „erótískrar google-leitar“ þann 10. ágúst, daginn sem Madsen og Wall héldu af stað um borð í kafbátnum Nautilus. Við réttarhöldin sagðist Madsen hafa farið yfir 250 ferðir með konum í kafbátnum. Hann skrifaði vinkonu sinni bréf úr fangelsinu þar sem hann hafði sagðist hafa skotið 100 rakettum upp með öðru fólki, drukkið áfengi yfir 1.200 sinnum og legið með mörgum Pernillum og Beatrice-um. Hann sagði það til marks um hve fjöllyndur hann hefði verið. Einn daginn hafi það hins vegar farið úrskeiðis og vísaði hann þar í kvöldið með Kim Wall. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Í beinni: Réttarhöldin yfir Peter Madsen Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen hófust í dag. 8. mars 2018 09:35 Segja Wall hafa verið bundna í kafbátnum Talið að Madsen verði yfirheyrður í dag. 8. mars 2018 10:52 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
„Það sem ég ætla að segja ykkur í dag er hrottaleg saga sem ég vildi ekki segja nokkrum,“ sagði Peter Madsen í réttarsal í dag. Hann er sakaður um að hafa myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall í kafbátnum Nautilus ágúst í fyrra.Sjá beina lýsingu Vísis frá réttarhöldunum hér. Réttarhöld hófust yfir honum í Kaupmannahöfn fyrr í dag. Hann var leiddur í vitnastúku í dómsalnum fyrir skömmu þangað sem hann gekk yfirvegaður og tilkynnti að hann neiti enn sök. „Ég vildi ekki leggja það á veröldina að upplýsa um hinn hræðilega dauðdaga Kim Wall. Sérstaklega vildi ég ekki deila því með fjölskyldu hennar,“ sagði Madsen í réttarsalnum þegar hann var spurður hvers vegna hann hefur logið ítrekað um dánarorsök Kim Wall. Neitar að hafa myrt hana Madsen hefur viðurkennt að hafa sundurlimað lík blaðakonunnar, sem var þrítug þegar hún lést, en neitar því að hafa myrt hana og segir hana hafa látist eftir að hafa fengið lúgu í höfuðið. Hann er ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði og þar að auki ákærður fyrir kynferðisbrot, að vanvirða lík og að brjóta öryggisreglur siglinga. Kim hafði ætlað að gera nærmynd um Madsen og uppfinningar hans. Hann hafði smíðað fjörutíu tonna kafbát, en hann hafði hópfjármagnað þá framkvæmd árið 2008. Kim hafði mælt sér mót við Madsen og höfðu þau ráðgert að sigla saman í kafbátnum Nautilus 10. ágúst síðastliðinn en úr þeirri ferð sneri Wall aldrei. Sagðist vera í sambandi við anda Kim Við réttarhöldin kom fram að Madsen skrifaði vinkonu Kim Wall bréf í september síðastliðnum. Í bréfinu sagðist Madsen finna fyrir anda Kims og að hún væri ekki reið. „Hún sagði mér að þetta örlagaríka kvöld hefði verið það besta sem hún hefði gert,“ sagði Madsen í bréfinu. Hann sagðist hafa viljað hugga vinkonu Kim með þessu bréfi. Sagði hann vinkonu Kim hafa gefið sig út fyrir að vera miðil og að hún væri í sambandi við anda Kim Wall. Hann sagðist hafa þannig viljað lina þjáningar vinkonu Kim með bréfinu. „Ég er nokkuð viss um að hún átti mjög yndislega nótt áður en slysið varð,“ sagði Madsen. Hló að spurningu um sæði Madsen var spurður hvers vegna sæði fannst í nærbuxum sem hann var í þetta örlagaríka kvöld. Madsen hló og sagði að það væri ekki fréttnæmt að finna sæði í nærbuxum í eigu jafn fjöllynds manns og hans. Hann taldi líklegt að rekja megi það til „erótískrar google-leitar“ þann 10. ágúst, daginn sem Madsen og Wall héldu af stað um borð í kafbátnum Nautilus. Við réttarhöldin sagðist Madsen hafa farið yfir 250 ferðir með konum í kafbátnum. Hann skrifaði vinkonu sinni bréf úr fangelsinu þar sem hann hafði sagðist hafa skotið 100 rakettum upp með öðru fólki, drukkið áfengi yfir 1.200 sinnum og legið með mörgum Pernillum og Beatrice-um. Hann sagði það til marks um hve fjöllyndur hann hefði verið. Einn daginn hafi það hins vegar farið úrskeiðis og vísaði hann þar í kvöldið með Kim Wall.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Í beinni: Réttarhöldin yfir Peter Madsen Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen hófust í dag. 8. mars 2018 09:35 Segja Wall hafa verið bundna í kafbátnum Talið að Madsen verði yfirheyrður í dag. 8. mars 2018 10:52 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Í beinni: Réttarhöldin yfir Peter Madsen Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen hófust í dag. 8. mars 2018 09:35