Heilablóðfall stendur ekki í vegi fyrir því að Ómar fari á HM Jakob Bjarnar skrifar 8. mars 2018 10:56 Ómar lenti heldur betur í hremmingum í Rússlandi hvar hann var að huga að aðstæðum ásamt öðrum í sendinefnd KSÍ. visir/gva „Já, ég lenti í smá veseni,“ segir Ómar Smárason, starfsmaður KSÍ í samtali við Vísi. Fæstir myndu reyndar flokka þetta sem „smá vesen“ því Ómar fékk á dögunum heilablóðfall þá er hann var staddur í Rússlandi ásamt sendinefnd KSÍ í aðdraganda HM í knattspyrnu sem fram fer þar í landi í sumar. Okkar strákar verða í fyrsta skipti meðal keppnisþjóða og að mörgu að hyggja fyrir starfsfólk KSÍ. „Þetta var ráðstefna og vinnuferð – við vorum að skoða hótel og æfingasvæðið. Þegar þangað var komið, en við vorum búin með vinnustofuna í Sochi og fórum þaðan niður eftir til Gelendzhik, þar sem æfingabúðirnar eru, þegar ég lenti í þessu.“Ætlar alls ekki að missa af HMÓmar segist hafa verið fluttur með þyrlu frá Gelendzhik á hátæknisjúkrahúsið í Krasnodar, þar sem hann eyddi nokkrum dögum á gjörgæsludeild. „Já, ég var aðeins lengur í Rússlandi en ég ætlaði mér.“Ómar í Rússlandi. Hann gefur rússneskri heilbrigðisþjónustu toppeinkunn.Ómar er brattur. Hann er nú í endurhæfingu, segist fílhraustur ungur maður, 45 ára gamall og þetta sé vissulega nokkuð sem hann hafði ekki reiknað með. Né hafi hann af þessu reynslu. Hann er þrekaður og orkulítill en það er allt að koma.En, þýðir þetta ekki óhjákvæmilega það að þú munir missa af HM í Rússlandi í sumar? „Nei,“ segir Ómar harðákveðinn. Og lýsir því yfir að það þurfi mannskap í það ef það á að halda honum frá HM. „Ég fer á HM. Þetta tekur mig nokkrar vikur að ná fullum styrk. Maður verður að vera skynsamur.“Rússnesk heilbrigðisþjónusta fær topp einkunnEitt er að fá heilablóðfall, annað er að fá heilablóðfall og vera staddur í Rússlandi. „Já, það var svolítið langt heim. Þetta var erfiðast fyrir konuna mína. En ég var í góðum höndum, góðum félagsskap og ég gef rússneskri heilbrigðisþjónustu topp einkunn. Ekki undan neinu að kvarta. Rússarnir hugsuðu vel um mig og þeim fannst stórmerkilegt að vera með Íslending hjá sér. Frændi minn og starfsfélagi Víðir Reynisson var mér svo til halds og trausts,“ segir Ómar. Og heldur áfram: „Bara vera með Google translate í símanum og tryggingaskírteini út prentað, þá eru manni allir vegir færir,“ segir Ómar og má líta á þetta sem ráðleggingu frá honum til handa öllum þeim Íslendingum sem eru á leið til Rússlands í sumar. Þar sem Ómar og auðvitað landsmenn allir, gera ráð fyrir að íslenska liðið sé að fara að gera góða hluti. Og styttist nú óðum í þá stóru stund. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sjá meira
„Já, ég lenti í smá veseni,“ segir Ómar Smárason, starfsmaður KSÍ í samtali við Vísi. Fæstir myndu reyndar flokka þetta sem „smá vesen“ því Ómar fékk á dögunum heilablóðfall þá er hann var staddur í Rússlandi ásamt sendinefnd KSÍ í aðdraganda HM í knattspyrnu sem fram fer þar í landi í sumar. Okkar strákar verða í fyrsta skipti meðal keppnisþjóða og að mörgu að hyggja fyrir starfsfólk KSÍ. „Þetta var ráðstefna og vinnuferð – við vorum að skoða hótel og æfingasvæðið. Þegar þangað var komið, en við vorum búin með vinnustofuna í Sochi og fórum þaðan niður eftir til Gelendzhik, þar sem æfingabúðirnar eru, þegar ég lenti í þessu.“Ætlar alls ekki að missa af HMÓmar segist hafa verið fluttur með þyrlu frá Gelendzhik á hátæknisjúkrahúsið í Krasnodar, þar sem hann eyddi nokkrum dögum á gjörgæsludeild. „Já, ég var aðeins lengur í Rússlandi en ég ætlaði mér.“Ómar í Rússlandi. Hann gefur rússneskri heilbrigðisþjónustu toppeinkunn.Ómar er brattur. Hann er nú í endurhæfingu, segist fílhraustur ungur maður, 45 ára gamall og þetta sé vissulega nokkuð sem hann hafði ekki reiknað með. Né hafi hann af þessu reynslu. Hann er þrekaður og orkulítill en það er allt að koma.En, þýðir þetta ekki óhjákvæmilega það að þú munir missa af HM í Rússlandi í sumar? „Nei,“ segir Ómar harðákveðinn. Og lýsir því yfir að það þurfi mannskap í það ef það á að halda honum frá HM. „Ég fer á HM. Þetta tekur mig nokkrar vikur að ná fullum styrk. Maður verður að vera skynsamur.“Rússnesk heilbrigðisþjónusta fær topp einkunnEitt er að fá heilablóðfall, annað er að fá heilablóðfall og vera staddur í Rússlandi. „Já, það var svolítið langt heim. Þetta var erfiðast fyrir konuna mína. En ég var í góðum höndum, góðum félagsskap og ég gef rússneskri heilbrigðisþjónustu topp einkunn. Ekki undan neinu að kvarta. Rússarnir hugsuðu vel um mig og þeim fannst stórmerkilegt að vera með Íslending hjá sér. Frændi minn og starfsfélagi Víðir Reynisson var mér svo til halds og trausts,“ segir Ómar. Og heldur áfram: „Bara vera með Google translate í símanum og tryggingaskírteini út prentað, þá eru manni allir vegir færir,“ segir Ómar og má líta á þetta sem ráðleggingu frá honum til handa öllum þeim Íslendingum sem eru á leið til Rússlands í sumar. Þar sem Ómar og auðvitað landsmenn allir, gera ráð fyrir að íslenska liðið sé að fara að gera góða hluti. Og styttist nú óðum í þá stóru stund.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sjá meira