Segja Wall hafa verið bundna í kafbátnum Birgir Olgeirsson skrifar 8. mars 2018 10:52 Peter Madsen. Vísir/AFP Búist er við því að danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen verði yfirheyrður í dómsal í dag. Réttarhöld yfir Madsen hófust í dag en hann er sakaður um að hafa myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall um borð í kafbáti sínum í ágúst síðastliðnum. Sundurlimað lík blaðakonunnar fannst nokkrum dögum síðar. Madsen hefur viðurkennt að hafa sundurlimað lík blaðakonunnar, sem var þrítug þegar hún lést, en neitar því að hafa myrt hana og segir hana hafa látist eftir að hafa fengið lúgu í höfuðið. Hann er þar að auki ákærður fyrir kynferðisbrot, að vanvirða lík og að brjóta öryggisreglur siglinga. Búist er við að 37 vitni verði leidd fyrir réttinn. Saksóknarinn mun krefjast lífstíðarfangelsis yfir Madsen, sem mun líklega þýða 15 til 17 ára fangelsisvist, en hvað verjandi hans mun gera kemur væntanlega í ljós síðar í dag.Hægt er að fylgjast með beinni lýsingu Vísis frá réttarhöldunum hér. Lögregla rannsakar kafbátinn hans Madsen.Vísir/EPA Málið hefur vakið heimsathygli Mál Madsens vakti heimsathygli og skal því engan undra að um 125 fjölmiðlamenn frá 15 löndum verði viðstaddir réttarhöldin. Aðeins tuttugu þeirra fá þó pláss í sjálfum réttarsalnum, hinir 105 þurfa að láta sér nægja að fylgjast með í hliðarherbergi. Búist er við því að réttarhöldin standi yfir í tólf daga og að dómur liggi fyrir 25. apríl næstkomandi. Ætla að sanna að hann hafi myrt hana Það sem komið hefur fram dómsal í morgun er að Peter Madsen hefur ekki rætt við lögreglu síðan í október í fyrra. Saksóknarar hafa í morgun farið yfir í smáatriðum hvernig þeir ætla að sanna að Madsen hafi myrt Kim Wall að yfirlögðu ráði. Sagði saksóknarinn Jakob Buch-Jensen, að ýmislegt bendi til þess að Wall hafi verið bundin um borð í kafbátnum. Hann sýnir myndir úr kafbátnum þar sem sjá má reipi sem bundið er við pípur í bátnum. Peter Madsen hefur neitað að hafa myrt blaðakonuna og segir hana hafa látist af slysförum.Vísir/EPA Hann sýndi myndir af reipisbútum sem fundust á hafsbotni. Segir hann að greining á reipisbútunum sýni að þeir komi úr sama reipinu. Þá sýnir hann einnig myndir af líkamshlutum Wall þar sem sjá má merki um að hún hafi verið bundin með reipi. Ætlaði að gera nærmynd af Madsen Kim Wall var mikilsvirt blaðakona sem var að vinna nærmynd af uppfinningamanninum Peter Madsen. Hann hafði boðið henni með í siglingu í 40 tonna kafbát sem hann smíðaði sjálfur eftir að hafa hópfjármagnað framkvæmdina árið 2006. Kafbátinn kallaði hann Nautilus. Kim Wall hafði skrifað fréttir fyrir New York Times, The Guardian, Vice og South China Morning Post. Hún og Madsen höfðu mælt sér mót á Refshaleoen-bryggju í Kaupmannahöfn klukkan sjö fimmtudagskvöldið 10. ágúst síðastliðinn. Sá síðasta sem sá þau saman var maðurinn sem var farþegi skemmtiferðaskips. Hann kom auga á þau í stjórnturni kafbátsins rétt fyrir sólarlag, eða um klukkan hálf níu, sama kvöld. Wall sneri ekki aftur úr þessari sjóferð en um klukkan hálf þrjú daginn eftir tilkynnti kærasti hennar að hennar væri saknað. Kafbáturinn sökk um klukkan hálf ellefu að morgni föstudagsins 11. ágúst en lögreglan tilkynnti þremur dögum síðar að kafbátnum hefði verið sökkt að yfirlögðu ráði. Sundurlimað lík Kim Wall fannst svo tíu dögum síðar við strönd Klydesoen, suður af Kaupmannahöfn. Líkamshlutar hennar fundust svo í plastpokum rúmum mánuði síðar í grennd við Klydesoen.Fylgst er með framvindu mála í Vaktinni á Vísi.
Búist er við því að danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen verði yfirheyrður í dómsal í dag. Réttarhöld yfir Madsen hófust í dag en hann er sakaður um að hafa myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall um borð í kafbáti sínum í ágúst síðastliðnum. Sundurlimað lík blaðakonunnar fannst nokkrum dögum síðar. Madsen hefur viðurkennt að hafa sundurlimað lík blaðakonunnar, sem var þrítug þegar hún lést, en neitar því að hafa myrt hana og segir hana hafa látist eftir að hafa fengið lúgu í höfuðið. Hann er þar að auki ákærður fyrir kynferðisbrot, að vanvirða lík og að brjóta öryggisreglur siglinga. Búist er við að 37 vitni verði leidd fyrir réttinn. Saksóknarinn mun krefjast lífstíðarfangelsis yfir Madsen, sem mun líklega þýða 15 til 17 ára fangelsisvist, en hvað verjandi hans mun gera kemur væntanlega í ljós síðar í dag.Hægt er að fylgjast með beinni lýsingu Vísis frá réttarhöldunum hér. Lögregla rannsakar kafbátinn hans Madsen.Vísir/EPA Málið hefur vakið heimsathygli Mál Madsens vakti heimsathygli og skal því engan undra að um 125 fjölmiðlamenn frá 15 löndum verði viðstaddir réttarhöldin. Aðeins tuttugu þeirra fá þó pláss í sjálfum réttarsalnum, hinir 105 þurfa að láta sér nægja að fylgjast með í hliðarherbergi. Búist er við því að réttarhöldin standi yfir í tólf daga og að dómur liggi fyrir 25. apríl næstkomandi. Ætla að sanna að hann hafi myrt hana Það sem komið hefur fram dómsal í morgun er að Peter Madsen hefur ekki rætt við lögreglu síðan í október í fyrra. Saksóknarar hafa í morgun farið yfir í smáatriðum hvernig þeir ætla að sanna að Madsen hafi myrt Kim Wall að yfirlögðu ráði. Sagði saksóknarinn Jakob Buch-Jensen, að ýmislegt bendi til þess að Wall hafi verið bundin um borð í kafbátnum. Hann sýnir myndir úr kafbátnum þar sem sjá má reipi sem bundið er við pípur í bátnum. Peter Madsen hefur neitað að hafa myrt blaðakonuna og segir hana hafa látist af slysförum.Vísir/EPA Hann sýndi myndir af reipisbútum sem fundust á hafsbotni. Segir hann að greining á reipisbútunum sýni að þeir komi úr sama reipinu. Þá sýnir hann einnig myndir af líkamshlutum Wall þar sem sjá má merki um að hún hafi verið bundin með reipi. Ætlaði að gera nærmynd af Madsen Kim Wall var mikilsvirt blaðakona sem var að vinna nærmynd af uppfinningamanninum Peter Madsen. Hann hafði boðið henni með í siglingu í 40 tonna kafbát sem hann smíðaði sjálfur eftir að hafa hópfjármagnað framkvæmdina árið 2006. Kafbátinn kallaði hann Nautilus. Kim Wall hafði skrifað fréttir fyrir New York Times, The Guardian, Vice og South China Morning Post. Hún og Madsen höfðu mælt sér mót á Refshaleoen-bryggju í Kaupmannahöfn klukkan sjö fimmtudagskvöldið 10. ágúst síðastliðinn. Sá síðasta sem sá þau saman var maðurinn sem var farþegi skemmtiferðaskips. Hann kom auga á þau í stjórnturni kafbátsins rétt fyrir sólarlag, eða um klukkan hálf níu, sama kvöld. Wall sneri ekki aftur úr þessari sjóferð en um klukkan hálf þrjú daginn eftir tilkynnti kærasti hennar að hennar væri saknað. Kafbáturinn sökk um klukkan hálf ellefu að morgni föstudagsins 11. ágúst en lögreglan tilkynnti þremur dögum síðar að kafbátnum hefði verið sökkt að yfirlögðu ráði. Sundurlimað lík Kim Wall fannst svo tíu dögum síðar við strönd Klydesoen, suður af Kaupmannahöfn. Líkamshlutar hennar fundust svo í plastpokum rúmum mánuði síðar í grennd við Klydesoen.Fylgst er með framvindu mála í Vaktinni á Vísi.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Í beinni: Réttarhöldin yfir Peter Madsen Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen hófust í dag. 8. mars 2018 09:35 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira
Í beinni: Réttarhöldin yfir Peter Madsen Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen hófust í dag. 8. mars 2018 09:35