Eina sem beið sérsveitarinnar á Ægisíðu var sofandi maður Birgir Olgeirsson skrifar 7. mars 2018 16:46 Frá aðgerðum sérsveitarinnar á Ægisíðu í morgun. Vísir/Egill „Þegar á öllu er á botninn hvolft snýst þetta um eina líkamsárás fyrr í nótt,“ segir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, um rannsókn á Ægisíðumálinu svokallaða þar sem sjö hafa verið handteknir. Jóhann Karl segir að kastast hafi í kekki á milli tveggja hópa í nótt. Einn á að hafa orðið fyrir líkamsárás á Grettisgötu vegna málsins en í Jóhann Karl segir það hafa undið upp á sig. „Og þeir töldu að það væri einhver frelsissvipting í gangi í einhverju húsi og einhver vopn,“ segir Jóhann Karl. Umrætt hús er á Ægisíðu þar sem aðgerðir lögreglu fóru fram í morgun. Fjöldi sérsveitarmanna mætti á vettvang vopnaðir skotvopnum þar sem tilkynning var tekin alvarlega og viðbúnaður því eftir því. Jóhann Karl segir hins vegar að í húsinu hafi engin vopn verið og enginn frelsissviptur. Hins vegar hafi þar verið einn karlmaður sem var sofandi. Jóhann Karl segir mennina marga hverja hafa verið í annarlegu ástandi eftir gleðskap. Sá var leiddur út í járnum af sérsveitarmönnum rétt um klukkan ellefu í morgun. Handtók lögreglan alls fjóra í tengslum við aðgerðirnar á Ægisíðu. Hún fór síðan á Grettisgötu þar sem þrír til viðbótar voru handteknir um hádegisbil í dag, þar á meðal sá sem á að bera ábyrgð á líkamsárásinni. „Þannig að eftir stendur í þessu máli þessi líkamsárás í nótt og fíkniefni sem fundust á flestum þeirra handteknu,“ segir Jóhann Karl en um var að ræða neysluskammta. Hann segir lögreglu hafa verið tilkynnt um skemmdarverk á bíl á Ægisíðu í morgun þar sem menn áttu að hafa notast við gangstéttarhellu. Jóhann Karl á von á því að flestum verði sleppt eftir yfirheyrslu í dag.
„Þegar á öllu er á botninn hvolft snýst þetta um eina líkamsárás fyrr í nótt,“ segir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, um rannsókn á Ægisíðumálinu svokallaða þar sem sjö hafa verið handteknir. Jóhann Karl segir að kastast hafi í kekki á milli tveggja hópa í nótt. Einn á að hafa orðið fyrir líkamsárás á Grettisgötu vegna málsins en í Jóhann Karl segir það hafa undið upp á sig. „Og þeir töldu að það væri einhver frelsissvipting í gangi í einhverju húsi og einhver vopn,“ segir Jóhann Karl. Umrætt hús er á Ægisíðu þar sem aðgerðir lögreglu fóru fram í morgun. Fjöldi sérsveitarmanna mætti á vettvang vopnaðir skotvopnum þar sem tilkynning var tekin alvarlega og viðbúnaður því eftir því. Jóhann Karl segir hins vegar að í húsinu hafi engin vopn verið og enginn frelsissviptur. Hins vegar hafi þar verið einn karlmaður sem var sofandi. Jóhann Karl segir mennina marga hverja hafa verið í annarlegu ástandi eftir gleðskap. Sá var leiddur út í járnum af sérsveitarmönnum rétt um klukkan ellefu í morgun. Handtók lögreglan alls fjóra í tengslum við aðgerðirnar á Ægisíðu. Hún fór síðan á Grettisgötu þar sem þrír til viðbótar voru handteknir um hádegisbil í dag, þar á meðal sá sem á að bera ábyrgð á líkamsárásinni. „Þannig að eftir stendur í þessu máli þessi líkamsárás í nótt og fíkniefni sem fundust á flestum þeirra handteknu,“ segir Jóhann Karl en um var að ræða neysluskammta. Hann segir lögreglu hafa verið tilkynnt um skemmdarverk á bíl á Ægisíðu í morgun þar sem menn áttu að hafa notast við gangstéttarhellu. Jóhann Karl á von á því að flestum verði sleppt eftir yfirheyrslu í dag.
Tengdar fréttir Þrír handteknir á Grettisgötu í tengslum við lögregluaðgerð á Ægisíðu Þrír menn voru handteknir í Grettisgötu um hádegisbil í dag. 7. mars 2018 13:29 Fjórir í haldi lögreglu eftir umfangsmiklar aðgerðir við Ægisíðu Fjórir menn eru í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir aðgerðir hennar við Ægisíðu í Reykjavík í morgun, en lögreglan var kölluð þar á vettvang á níunda tímanum. 7. mars 2018 11:01 Umfangsmikil lögregluaðgerð við Ægisíðu Mikill viðbúnaður er á svæðinu. 7. mars 2018 09:05 Skoða hvort málið tengist uppgjöri í undirheimum Grunur er um fíkniefnamisferli og hefur lögreglan lagt hald á fíkniefni í aðgerðum sínum. 7. mars 2018 14:21 Sérsveitin tók N1 yfir sem aðgerðastöð Starfsfólkinu bannað að fara á meðan því stendur. 7. mars 2018 10:04 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Sjá meira
Þrír handteknir á Grettisgötu í tengslum við lögregluaðgerð á Ægisíðu Þrír menn voru handteknir í Grettisgötu um hádegisbil í dag. 7. mars 2018 13:29
Fjórir í haldi lögreglu eftir umfangsmiklar aðgerðir við Ægisíðu Fjórir menn eru í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir aðgerðir hennar við Ægisíðu í Reykjavík í morgun, en lögreglan var kölluð þar á vettvang á níunda tímanum. 7. mars 2018 11:01
Skoða hvort málið tengist uppgjöri í undirheimum Grunur er um fíkniefnamisferli og hefur lögreglan lagt hald á fíkniefni í aðgerðum sínum. 7. mars 2018 14:21
Sérsveitin tók N1 yfir sem aðgerðastöð Starfsfólkinu bannað að fara á meðan því stendur. 7. mars 2018 10:04