Umfangsmikil lögregluaðgerð við Ægisíðu Birgir Olgeirsson, Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 7. mars 2018 09:05 Frá vettvangi á Ægisíðu í Vesturbæ Reykjavíkur. Búið er að loka Ægisíðu við gatnamót Hofsvallagötu. Vísir/egill Fjórir menn eru í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir aðgerðir hennar við Ægisíðu í Reykjavík í morgun að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að lögreglu hafi borist tilkynning sem hafi verið tekin alvarlega og hafi viðbúnaður lögreglu verið í samræmi við það. Vinnu á vettvangi verður framhaldið, en rannsókn málsins er á frumstigi og því er ekki hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu að sögn lögreglu. Sérsveitin leiðir hér manninn út úr húsinu við Ægisíðu.Vísir/Egill Farið inn í hús við Ægissíðu Einn hinna fjögurra er karlmaður sem var handtekinn í íbúð við Ægisíðu á móts við bensínstöð N1 á ellefta tímanum í dag eftir mikinn viðbúnað lögreglu. Bæði sérsveitarmenn og almennir lögreglumenn höfðu tekið sér stöðu og lokað fyrir umferð um Ægissíðu frá Hofsvallagötu til Kaplaskjólsvegar. Þá voru sjúkraflutningamenn á vettvangi.Lögregla hefur litlar upplýsingar veitt um aðgerðina en því var beint til fólks í nágrenninu, bæði starfsmanna veitingahússins Borðsins og leikskólans Ægisborgar, að halda sig innandyra á meðan aðgerð stóð.Fyrr um morguninn, á níunda tímanum, hafði lögregla afskipti af leigubíl af stærri gerðinni við Hagamel, rétt ofan við Ísbúð Vesturbæjar. Í bílnum voru tveir farþegar og var að minnsta kosti annar þeirra illa farinn í andlitinu, eins og eftir líkamsárás. Þeir voru undir áhrifum og vildu lítið segja lögreglu. Voru þeir handteknir og færðir af vettvangi. Annar þeirra mótmælti því að vera handtekinn að sögn sjónarvotts sem Vísir ræddi við.Sérsveitin tók yfir N1 við Ægisíðu og notaði sem aðgerðastöð á vettvangi.Vísir/EgillGrunur um fíkniefnasöluBlaðamaður Vísis varð vitni að því þegar hluti lögregluteymisins var í framhaldinu sendur niður á Ægissíðu. Þar var allt með kyrrum kjörum rétt fyrir klukkan níu en hálftíma síðar fjölgaði í liði lögreglu á vettvangi og var ákveðið að loka fyrir umferð um Ægissíðu.Lögreglan sendi frá sér tilkynningu vegna aðgerðinnar þar sem lítið annað kom fram en að hún stæði yfir og frekari upplýsingar yrðu ekki gefnar upp. Að minnsta kosti einn sérsveitarmaður var vopnaður riffli og um klukkan hálf ellefu tóku fimm sérsveitarmenn sér stöðu á stigapallinum við húsið. Fóru þeir í framhaldinu inn og handtóku ungan karlmann. Var í framhaldinu farið með fíkniefnahund inn í íbúðina en nágrannar telja að fíkniefnasölumaður hafi búið í íbúðinni.Fréttin var uppfærð klukkan 11:04. Hér fyrir neðan má fylgjast með nýjustu vendingum í málinu í Vaktinni á Vísi.
Fjórir menn eru í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir aðgerðir hennar við Ægisíðu í Reykjavík í morgun að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að lögreglu hafi borist tilkynning sem hafi verið tekin alvarlega og hafi viðbúnaður lögreglu verið í samræmi við það. Vinnu á vettvangi verður framhaldið, en rannsókn málsins er á frumstigi og því er ekki hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu að sögn lögreglu. Sérsveitin leiðir hér manninn út úr húsinu við Ægisíðu.Vísir/Egill Farið inn í hús við Ægissíðu Einn hinna fjögurra er karlmaður sem var handtekinn í íbúð við Ægisíðu á móts við bensínstöð N1 á ellefta tímanum í dag eftir mikinn viðbúnað lögreglu. Bæði sérsveitarmenn og almennir lögreglumenn höfðu tekið sér stöðu og lokað fyrir umferð um Ægissíðu frá Hofsvallagötu til Kaplaskjólsvegar. Þá voru sjúkraflutningamenn á vettvangi.Lögregla hefur litlar upplýsingar veitt um aðgerðina en því var beint til fólks í nágrenninu, bæði starfsmanna veitingahússins Borðsins og leikskólans Ægisborgar, að halda sig innandyra á meðan aðgerð stóð.Fyrr um morguninn, á níunda tímanum, hafði lögregla afskipti af leigubíl af stærri gerðinni við Hagamel, rétt ofan við Ísbúð Vesturbæjar. Í bílnum voru tveir farþegar og var að minnsta kosti annar þeirra illa farinn í andlitinu, eins og eftir líkamsárás. Þeir voru undir áhrifum og vildu lítið segja lögreglu. Voru þeir handteknir og færðir af vettvangi. Annar þeirra mótmælti því að vera handtekinn að sögn sjónarvotts sem Vísir ræddi við.Sérsveitin tók yfir N1 við Ægisíðu og notaði sem aðgerðastöð á vettvangi.Vísir/EgillGrunur um fíkniefnasöluBlaðamaður Vísis varð vitni að því þegar hluti lögregluteymisins var í framhaldinu sendur niður á Ægissíðu. Þar var allt með kyrrum kjörum rétt fyrir klukkan níu en hálftíma síðar fjölgaði í liði lögreglu á vettvangi og var ákveðið að loka fyrir umferð um Ægissíðu.Lögreglan sendi frá sér tilkynningu vegna aðgerðinnar þar sem lítið annað kom fram en að hún stæði yfir og frekari upplýsingar yrðu ekki gefnar upp. Að minnsta kosti einn sérsveitarmaður var vopnaður riffli og um klukkan hálf ellefu tóku fimm sérsveitarmenn sér stöðu á stigapallinum við húsið. Fóru þeir í framhaldinu inn og handtóku ungan karlmann. Var í framhaldinu farið með fíkniefnahund inn í íbúðina en nágrannar telja að fíkniefnasölumaður hafi búið í íbúðinni.Fréttin var uppfærð klukkan 11:04. Hér fyrir neðan má fylgjast með nýjustu vendingum í málinu í Vaktinni á Vísi.
Lögreglumál Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Sjá meira