Jón Halldór um Keflavíkurliðið: „Þetta eru aumingjar“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. mars 2018 11:00 Keflavík bauð upp á skammarlega frammistöðu í 21. umferð Domino´s-deildar karla í körfubolta í gærkvöldi þegar að liðið tapaði með 32 stiga mun, 99-67, fyrir Stjörnunni í Ásgarði í Garðabæ. Keflavík virtist aðeins of sátt með að vera búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni og mætti aldrei til leiks þrátt fyrir að geta lyft sér upp í sjöunda sætið með sigri og komið í veg fyrir að mæta deildarmeisturunum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Frammistaða Keflavíkurliðsins endurspeglaðist í skoti sem Guðmundur Jónsson, fyrirliði liðsins, tók beint eftir leikhlé Friðriks Inga Rúnarssonar þegar fjórar mínútur og 20 sekúndur voru eftir af fyrsta leikhluta. Keflavík var aðeins búið að skora fjögur stig og lagði Friðrik Ingi upp sókn til að koma sínum mönnum í gang. Guðmundur hafði aðrar hugmyndir og reyndi galið þriggja stiga skot af löngu færi sem klikkaði. Jón Halldór Eðvaldsson, sérfræðingur Domino´s-Körfuboltakvölds, er mikill Keflvíkingur en hans menn fengu heldur betur að heyra það í þætti gærkvöldsins eftir þessa frammistöðu. Þar var ekkert skafað utan af hlutunum. „Ég veit ekki hversu mikið ég má segja núna. Þeir eru með hausinn á sér langt upp í rassgatinu á sér þegar að þeir koma út úr þessu leikhléi. Menn fara inn á og eru bara með allt aðrar hugmyndir en þjálfarinn sem er búinn að vinna einhverja tugi titla og vera í þessu í 100 ár,“ sagði Jón Halldór bálreiður. „Gummi er yndislegur maður. Mér þykir ofboðslega vænt um hann, en það er stundum eins og að hann sé með hausinn á sér... já. En það er ekki bara hann. Keflavíkurliðið er með tvo erlenda leikmenn, Hörð Axel, Guðmund Jónsson, Magnús Má, Ragnar Bragason, Daða Lár og fleiri leikmenn. Þetta eru aumingjar. Aumingjar!“ „Ég var að koma heim frá útlöndum og ég fæ þetta helvítis rugl í andlitið,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira
Keflavík bauð upp á skammarlega frammistöðu í 21. umferð Domino´s-deildar karla í körfubolta í gærkvöldi þegar að liðið tapaði með 32 stiga mun, 99-67, fyrir Stjörnunni í Ásgarði í Garðabæ. Keflavík virtist aðeins of sátt með að vera búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni og mætti aldrei til leiks þrátt fyrir að geta lyft sér upp í sjöunda sætið með sigri og komið í veg fyrir að mæta deildarmeisturunum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Frammistaða Keflavíkurliðsins endurspeglaðist í skoti sem Guðmundur Jónsson, fyrirliði liðsins, tók beint eftir leikhlé Friðriks Inga Rúnarssonar þegar fjórar mínútur og 20 sekúndur voru eftir af fyrsta leikhluta. Keflavík var aðeins búið að skora fjögur stig og lagði Friðrik Ingi upp sókn til að koma sínum mönnum í gang. Guðmundur hafði aðrar hugmyndir og reyndi galið þriggja stiga skot af löngu færi sem klikkaði. Jón Halldór Eðvaldsson, sérfræðingur Domino´s-Körfuboltakvölds, er mikill Keflvíkingur en hans menn fengu heldur betur að heyra það í þætti gærkvöldsins eftir þessa frammistöðu. Þar var ekkert skafað utan af hlutunum. „Ég veit ekki hversu mikið ég má segja núna. Þeir eru með hausinn á sér langt upp í rassgatinu á sér þegar að þeir koma út úr þessu leikhléi. Menn fara inn á og eru bara með allt aðrar hugmyndir en þjálfarinn sem er búinn að vinna einhverja tugi titla og vera í þessu í 100 ár,“ sagði Jón Halldór bálreiður. „Gummi er yndislegur maður. Mér þykir ofboðslega vænt um hann, en það er stundum eins og að hann sé með hausinn á sér... já. En það er ekki bara hann. Keflavíkurliðið er með tvo erlenda leikmenn, Hörð Axel, Guðmund Jónsson, Magnús Má, Ragnar Bragason, Daða Lár og fleiri leikmenn. Þetta eru aumingjar. Aumingjar!“ „Ég var að koma heim frá útlöndum og ég fæ þetta helvítis rugl í andlitið,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira