„Tollverndin er hætt að bíta“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. mars 2018 19:45 Formaður Bændasamtaka Íslands segir að tollvernd á íslenskar landbúnaðarvörur sé hætt að skila tilætluðum árangri og hana þurfi að endurskoða. Þá hafi innflutningur á búvörum aukist mikið að undanförnu og samkeppnisstaða íslenskrar framleiðslu sé afar erfið. Verndartollar á íslenskar landbúnaðarafurðir voru Sindra Sigurgeirssyni, formanni Bændasamtakanna meðal annars ofarlega í huga í setningarræðu hans á Búnaðarþingi 2018 sem hófst í dag. „Tollverndin er hætt að bíta og miðað við gengi krónunnar, og verðgildi tollanna hefur ekki tekið neinum breytingum í 20 ár, þannig það sem á að verja okkur með tollvernd þarf að endurskoða í dag,” segir Sindri í samtali við Stöð 2. Ísland leiddi matvælalöggjöf Evrópusambandsins í lög árið 2009 en með nýlegum dómi komst EFTA-dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að íslenskar reglur sem leggja hömlur á innflutning hrárrar kjötvöru samrýmist ekki ákvæðum EES-samningsins. Sindri telur stjórnvöld hafa brugðist of vægt við niðurstöðu dómsins. „Það er að okkar mati ákveðin uppgjöf í þessu hráakjötsmáli hjá stjórnvöldum, við hvetjum þau til þess að fara til Evrópusambandsins og ræða þessi mál. Þetta er greinilega öðruvísi en þetta var hugsað þegar menn voru að samþykkja þetta á Alþingi 2009, þá var mikil sátt um málið. EFTA dómstóllinn hefur sett málið í annan búning núna, sú sátt er ekki lengur fyrir hendi og þess vegna er nauðsynlegt fyrir okkur að ræða þetta,” segir Sindri.Eðlilegt að tollvernd „bíti” Aðspurður segir hann það ekki skjóta skökku við að krefjast tollverndar en á sama tíma fara fram á útflutningsskyldu sem er meðal þess sem bændaforystan hefur lagt til til að bregðast við þeim vanda sem blasir við í sauðfjárrækt. „Ef við ætlum að hafa tollvernd þá er eðlilegt að hún bíti. Að sama skapi eigum við að sjálfsögðu að nýta þær auðlindir sem við höfum og þau tækifæri í að framleiða gæðamat og leyfa fleirum að njóta þess,” segir Sindri. „Við sjáum að innflutningur á búvörum er að aukast mjög mikið og samkeppnisstaða íslenskrar framleiðslu er bara erfið um þessar mundir.” Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ávarpaði Búnaðarþing á Hótel Sögu í dag.Vísir/ArnarKristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hvetur bændur til að sýna frumkvæði við leit lausna á þeim áskorunum sem greinin stendur frami fyrir. Í ræðu sinni við setningu Búnaðarþings tók hann þó einnig fram að ekki sé hægt að ætlast til þess að hægt sé að stunda útflutning landbúnaðarafurða til annarra landa en á sama tíma halda uppi háum verndartollum hérlendis. „Ég held að við séum svona í grunninn á sömu línu, þetta er spurning um með hvaða hætti við reynum að nálgast þessi markmið okkar, bæði í þágu bænda og ekki síður íslenskra neytenda,” segir Kristján Þór. „Ég hef enga trú á öðru en að við náum saman um einhverjar leiðir til þess að styrkja stöðu allra í þessum efnum. Það er tímabært, það er mikið verkefni, það er vandasamt og mun verða flókið en ég er fullviss um að við munum vinna okkur út í gegnum það.“ Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Sjá meira
Formaður Bændasamtaka Íslands segir að tollvernd á íslenskar landbúnaðarvörur sé hætt að skila tilætluðum árangri og hana þurfi að endurskoða. Þá hafi innflutningur á búvörum aukist mikið að undanförnu og samkeppnisstaða íslenskrar framleiðslu sé afar erfið. Verndartollar á íslenskar landbúnaðarafurðir voru Sindra Sigurgeirssyni, formanni Bændasamtakanna meðal annars ofarlega í huga í setningarræðu hans á Búnaðarþingi 2018 sem hófst í dag. „Tollverndin er hætt að bíta og miðað við gengi krónunnar, og verðgildi tollanna hefur ekki tekið neinum breytingum í 20 ár, þannig það sem á að verja okkur með tollvernd þarf að endurskoða í dag,” segir Sindri í samtali við Stöð 2. Ísland leiddi matvælalöggjöf Evrópusambandsins í lög árið 2009 en með nýlegum dómi komst EFTA-dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að íslenskar reglur sem leggja hömlur á innflutning hrárrar kjötvöru samrýmist ekki ákvæðum EES-samningsins. Sindri telur stjórnvöld hafa brugðist of vægt við niðurstöðu dómsins. „Það er að okkar mati ákveðin uppgjöf í þessu hráakjötsmáli hjá stjórnvöldum, við hvetjum þau til þess að fara til Evrópusambandsins og ræða þessi mál. Þetta er greinilega öðruvísi en þetta var hugsað þegar menn voru að samþykkja þetta á Alþingi 2009, þá var mikil sátt um málið. EFTA dómstóllinn hefur sett málið í annan búning núna, sú sátt er ekki lengur fyrir hendi og þess vegna er nauðsynlegt fyrir okkur að ræða þetta,” segir Sindri.Eðlilegt að tollvernd „bíti” Aðspurður segir hann það ekki skjóta skökku við að krefjast tollverndar en á sama tíma fara fram á útflutningsskyldu sem er meðal þess sem bændaforystan hefur lagt til til að bregðast við þeim vanda sem blasir við í sauðfjárrækt. „Ef við ætlum að hafa tollvernd þá er eðlilegt að hún bíti. Að sama skapi eigum við að sjálfsögðu að nýta þær auðlindir sem við höfum og þau tækifæri í að framleiða gæðamat og leyfa fleirum að njóta þess,” segir Sindri. „Við sjáum að innflutningur á búvörum er að aukast mjög mikið og samkeppnisstaða íslenskrar framleiðslu er bara erfið um þessar mundir.” Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ávarpaði Búnaðarþing á Hótel Sögu í dag.Vísir/ArnarKristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hvetur bændur til að sýna frumkvæði við leit lausna á þeim áskorunum sem greinin stendur frami fyrir. Í ræðu sinni við setningu Búnaðarþings tók hann þó einnig fram að ekki sé hægt að ætlast til þess að hægt sé að stunda útflutning landbúnaðarafurða til annarra landa en á sama tíma halda uppi háum verndartollum hérlendis. „Ég held að við séum svona í grunninn á sömu línu, þetta er spurning um með hvaða hætti við reynum að nálgast þessi markmið okkar, bæði í þágu bænda og ekki síður íslenskra neytenda,” segir Kristján Þór. „Ég hef enga trú á öðru en að við náum saman um einhverjar leiðir til þess að styrkja stöðu allra í þessum efnum. Það er tímabært, það er mikið verkefni, það er vandasamt og mun verða flókið en ég er fullviss um að við munum vinna okkur út í gegnum það.“
Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Sjá meira