„Helst langar okkur að fólk dvelji yfir nótt“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 3. mars 2018 21:00 Uppgangur er og ýmis tækifæri til staðar í ferðaþjónustu í Grímsey Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Bættar samgöngur til Grímseyjar hafa orðið þess valdandi að erlendir ferðamenn eru farnir að sýna eyjunni meiri áhuga. Ferðamálafræðingur segir greinina blómstra og að helsti draumurinn sé að ferðamenn dvelji í eyjunni yfir nótt í meira mæli. Líkt og fjallað hefur verið um hefur uppgangur í ferðaþjónustu víða um land verið ævintýri líkastur. Ferðamenn hafa sótt til að mynda meira á Norðurland en samgöngur hafa verið bættar eins og með Héðinsfjarðargöngum og nú síðast með bættum samgöngum til Grímseyjar en þannig er reynt að stuðla að dreifingu ferðamanna um landið. Ferðaþjónustuaðili segir að greinin blómstri í eyjunni og að grundvöllur sé fyrir heilsárs starfsemi en ekki bara yfir sumartímann eins og nú er. „Það er fullt af tækifærum og möguleikar. Það er hægt að byggja meira við ferðaþjónustuna,“ segir Halla Ingólfsdóttir, ferðamálafræðingur sem búsett er í Grímsey. Ferðum ferjunnar Sæfara frá Dalvík til Grímseyjar var fjölgað nýverið úr þremur í fjórar ferðir á viku yfir vetrartímann á sumrin bætist við ferð í hverri viku. Þá var fargjaldið lækkað um rúmar 1300 krónur og er í dag 3500.- krónur. Þá fljúga Nordlandair til eyjarinnar þrisvar í viku yfir vetrartímann. „Við erum alltaf að auka fjölbreytni í afþreyingarferðaþjónustu og erum alltaf að þróa og reyna koma með nýjar hugmyndir og við erum með margt nýtt á prjónunum,“ segir Halla. Ósnortin náttúra er helsta aðdráttaraflið en afþreyingin skiptir miklu máli og geta ferðamenn meðal annars kynnst gömlum hefðum. „Við byrjuðum síðasta sumar að háfa og við erum að fara háfa og sleppa. Við erum að fara háfa og setja merki, þannig að hægt sé að fylgjast með fuglinum,“ segir Halla. Erfitt er þau að telja aukningu í gistinóttum í eynni þar sem flestir þeirra ferðamanna sem í eyjuna koma stoppa í einungis tvær klukkustundir. „Yfir vetrartímann þá eru þetta tveir tímar en eins og í sumar að þá stoppar hún (ferjan) í fimm tíma þrisvar í viku og svo fjóra tíma, þannig að það er aðeins lengra. Helst langar okkur líka að fólk komi og dvelji yfir nótt,“ segir Halla. Grímsey Tengdar fréttir Góð veiði undanfarið hjá sjómönnum í Grímsey Skerðing fiskkvóta hefur haft mikið að segja um þá fólksfækkun sem hefur orðið í Grímsey. 2. mars 2018 21:00 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Bættar samgöngur til Grímseyjar hafa orðið þess valdandi að erlendir ferðamenn eru farnir að sýna eyjunni meiri áhuga. Ferðamálafræðingur segir greinina blómstra og að helsti draumurinn sé að ferðamenn dvelji í eyjunni yfir nótt í meira mæli. Líkt og fjallað hefur verið um hefur uppgangur í ferðaþjónustu víða um land verið ævintýri líkastur. Ferðamenn hafa sótt til að mynda meira á Norðurland en samgöngur hafa verið bættar eins og með Héðinsfjarðargöngum og nú síðast með bættum samgöngum til Grímseyjar en þannig er reynt að stuðla að dreifingu ferðamanna um landið. Ferðaþjónustuaðili segir að greinin blómstri í eyjunni og að grundvöllur sé fyrir heilsárs starfsemi en ekki bara yfir sumartímann eins og nú er. „Það er fullt af tækifærum og möguleikar. Það er hægt að byggja meira við ferðaþjónustuna,“ segir Halla Ingólfsdóttir, ferðamálafræðingur sem búsett er í Grímsey. Ferðum ferjunnar Sæfara frá Dalvík til Grímseyjar var fjölgað nýverið úr þremur í fjórar ferðir á viku yfir vetrartímann á sumrin bætist við ferð í hverri viku. Þá var fargjaldið lækkað um rúmar 1300 krónur og er í dag 3500.- krónur. Þá fljúga Nordlandair til eyjarinnar þrisvar í viku yfir vetrartímann. „Við erum alltaf að auka fjölbreytni í afþreyingarferðaþjónustu og erum alltaf að þróa og reyna koma með nýjar hugmyndir og við erum með margt nýtt á prjónunum,“ segir Halla. Ósnortin náttúra er helsta aðdráttaraflið en afþreyingin skiptir miklu máli og geta ferðamenn meðal annars kynnst gömlum hefðum. „Við byrjuðum síðasta sumar að háfa og við erum að fara háfa og sleppa. Við erum að fara háfa og setja merki, þannig að hægt sé að fylgjast með fuglinum,“ segir Halla. Erfitt er þau að telja aukningu í gistinóttum í eynni þar sem flestir þeirra ferðamanna sem í eyjuna koma stoppa í einungis tvær klukkustundir. „Yfir vetrartímann þá eru þetta tveir tímar en eins og í sumar að þá stoppar hún (ferjan) í fimm tíma þrisvar í viku og svo fjóra tíma, þannig að það er aðeins lengra. Helst langar okkur líka að fólk komi og dvelji yfir nótt,“ segir Halla.
Grímsey Tengdar fréttir Góð veiði undanfarið hjá sjómönnum í Grímsey Skerðing fiskkvóta hefur haft mikið að segja um þá fólksfækkun sem hefur orðið í Grímsey. 2. mars 2018 21:00 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Góð veiði undanfarið hjá sjómönnum í Grímsey Skerðing fiskkvóta hefur haft mikið að segja um þá fólksfækkun sem hefur orðið í Grímsey. 2. mars 2018 21:00