Leika sónötur í rómantískum stíl og líka falleg sönglög Liszts Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. mars 2018 11:00 Edda og Bryndís Halla tóku smá hlé frá spilamennskunni. Vísir/anton Sónötur og ljóðræn smálög munu hljóma í Kaldalóni, Hörpu á morgun, sunnudag. Á tónleikum sem hefjast klukkan 17 flytja þær Bryndís Halla Gylfadóttir og Edda Erlendsdóttir verk fyrir selló og píanó eftir Liszt, Bridge og Brahms. Þegar ég hringi í Eddu segir hún þær akkúrat í þögn í miðri æfingu á einni af sónötu Bridge! Spurð hvort þær kunni þetta ekki allt svarar hún glaðlega: „Það er aldrei góðs viti að þykjast of öruggur en við erum búnar að vinna mjög vel síðan ég kom heim og vorum búnar að taka skorpu fyrr í vetur. Við erum samtaka í að vilja vinna svona verkefni á löngum tíma. Edda segir tónlistina sem þær eru að æfa ótrúlega fallega. „Sónatan eftir Frank Bridge er samin 1919 í mjög rómantískum stíl og undir áhrifum frá Brahms og Rachmaninoff. Svo eru sönglög sem Liszt útsetti sjálfur fyrir píanó og selló. Þau eru ekkert oft flutt en hann skrifaði mörg falleg sönglög.“ En það er enginn að syngja með ykkur, eða hvað? „Nei, það er sellóið sem syngur og ég reyni að vera auðmjúkur meðleikari,“ segir Edda. „Svo er Brahms-sónata eftir hlé. Hún fær að standa alveg sér og ein.“ Edda hefur búið yfir 40 ár í París. Kennt við tónlistarháskólana í Lyon og Versölum og spilað mikið í Frakklandi og víðar í Evrópu. En nú kveðst hún tekin að flakka milli Íslands og meginlandsins. „Þegar ég fór á eftirlaun úti kom upp í hendur mínar spennandi starf sem gestakennari við Listaháskólann hér og svo fleiri verkefni í framhaldinu. Nú er ég að kenna masterklassnemendum í Tónlistarskóla Kópavogs og Nýja tónlistarskólanum, vinna með ungum söngvurum og við Bryndís Halla ætlum að halda þrenna tónleika úti á landi. Nú er vor hér en snjór og kuldi í París og maðurinn minn á leiðinni hingað.“ Tónleikarnir í Kaldalóni tilheyra tónleikaröðinni Sígildir sunnudagar í Hörpu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Sónötur og ljóðræn smálög munu hljóma í Kaldalóni, Hörpu á morgun, sunnudag. Á tónleikum sem hefjast klukkan 17 flytja þær Bryndís Halla Gylfadóttir og Edda Erlendsdóttir verk fyrir selló og píanó eftir Liszt, Bridge og Brahms. Þegar ég hringi í Eddu segir hún þær akkúrat í þögn í miðri æfingu á einni af sónötu Bridge! Spurð hvort þær kunni þetta ekki allt svarar hún glaðlega: „Það er aldrei góðs viti að þykjast of öruggur en við erum búnar að vinna mjög vel síðan ég kom heim og vorum búnar að taka skorpu fyrr í vetur. Við erum samtaka í að vilja vinna svona verkefni á löngum tíma. Edda segir tónlistina sem þær eru að æfa ótrúlega fallega. „Sónatan eftir Frank Bridge er samin 1919 í mjög rómantískum stíl og undir áhrifum frá Brahms og Rachmaninoff. Svo eru sönglög sem Liszt útsetti sjálfur fyrir píanó og selló. Þau eru ekkert oft flutt en hann skrifaði mörg falleg sönglög.“ En það er enginn að syngja með ykkur, eða hvað? „Nei, það er sellóið sem syngur og ég reyni að vera auðmjúkur meðleikari,“ segir Edda. „Svo er Brahms-sónata eftir hlé. Hún fær að standa alveg sér og ein.“ Edda hefur búið yfir 40 ár í París. Kennt við tónlistarháskólana í Lyon og Versölum og spilað mikið í Frakklandi og víðar í Evrópu. En nú kveðst hún tekin að flakka milli Íslands og meginlandsins. „Þegar ég fór á eftirlaun úti kom upp í hendur mínar spennandi starf sem gestakennari við Listaháskólann hér og svo fleiri verkefni í framhaldinu. Nú er ég að kenna masterklassnemendum í Tónlistarskóla Kópavogs og Nýja tónlistarskólanum, vinna með ungum söngvurum og við Bryndís Halla ætlum að halda þrenna tónleika úti á landi. Nú er vor hér en snjór og kuldi í París og maðurinn minn á leiðinni hingað.“ Tónleikarnir í Kaldalóni tilheyra tónleikaröðinni Sígildir sunnudagar í Hörpu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira