Kjólarnir sem við viljum sjá á Óskarnum Ritstjórn skrifar 2. mars 2018 23:45 Gucci Glamour/Getty Óskarsverðlaunahátíðin verður haldin hátíðleg á sunnudaginn og bíða margir spenntir eftir hátíðinni. Þó að kjólarnir séu ekki aðalatriði hátíðarinnar þá er alltaf gaman að sjá hverju stjörnurnar klæðast, og höfum við tekið saman nokkra kjóla sem við viljum gjarnan sjá á rauða dreglinum. Gucci, Chanel, Christian Dior og Valentino eru oft mjög áberandi á rauða dreglinum. Stjarnan Margot Robbie væri líkleg til að klæðast Gucci á sunnudaginn, en hún er tilnefnd fyrir leik sinn í kvikmyndinni I, Tonya. Hins vegar værum við til í að sjá töffarann Zoe Kravitz í kjólnum frá Chanel, hún myndi að sjálfsögðu bera hann mjög vel eins og flest annað. Hvort sem það er einhver þema, eða reglur um klæðnað eða litaval þá kemur það í ljós á rauða dreglinum. En það verður spennandi að sjá hvaða kjólar verða fyrir valinu, en hér fyrir neðan eru nokkrir sem væru fullkomnir fyrir tilefnið. ChanelJason WuChristian DiorGivenchyAlberta FerrettiValentinoOscar De La Renta Mest lesið Petra Collins leikstýrir sólgleraugna auglýsingu Gucci Glamour Gerir sjónvarpsþætti um #metoo byltinguna Glamour Tilnefningar til Bresku Tískuverðlaunanna birtar Glamour "Af hverju erum við að búa til þessi skrímsli?“ Glamour Hneppt pils fyrir haustið Glamour Tökur á Ocean's Eight í fullum gangi Glamour Scarlett Johansson hjólar í forsetadótturina Glamour Ný götutískustjarna í New York Glamour Ilmvatn snýst um persónuleika ekki kyn Glamour Sakar Saint Laurent um að herma eftir Kanye West Glamour
Óskarsverðlaunahátíðin verður haldin hátíðleg á sunnudaginn og bíða margir spenntir eftir hátíðinni. Þó að kjólarnir séu ekki aðalatriði hátíðarinnar þá er alltaf gaman að sjá hverju stjörnurnar klæðast, og höfum við tekið saman nokkra kjóla sem við viljum gjarnan sjá á rauða dreglinum. Gucci, Chanel, Christian Dior og Valentino eru oft mjög áberandi á rauða dreglinum. Stjarnan Margot Robbie væri líkleg til að klæðast Gucci á sunnudaginn, en hún er tilnefnd fyrir leik sinn í kvikmyndinni I, Tonya. Hins vegar værum við til í að sjá töffarann Zoe Kravitz í kjólnum frá Chanel, hún myndi að sjálfsögðu bera hann mjög vel eins og flest annað. Hvort sem það er einhver þema, eða reglur um klæðnað eða litaval þá kemur það í ljós á rauða dreglinum. En það verður spennandi að sjá hvaða kjólar verða fyrir valinu, en hér fyrir neðan eru nokkrir sem væru fullkomnir fyrir tilefnið. ChanelJason WuChristian DiorGivenchyAlberta FerrettiValentinoOscar De La Renta
Mest lesið Petra Collins leikstýrir sólgleraugna auglýsingu Gucci Glamour Gerir sjónvarpsþætti um #metoo byltinguna Glamour Tilnefningar til Bresku Tískuverðlaunanna birtar Glamour "Af hverju erum við að búa til þessi skrímsli?“ Glamour Hneppt pils fyrir haustið Glamour Tökur á Ocean's Eight í fullum gangi Glamour Scarlett Johansson hjólar í forsetadótturina Glamour Ný götutískustjarna í New York Glamour Ilmvatn snýst um persónuleika ekki kyn Glamour Sakar Saint Laurent um að herma eftir Kanye West Glamour