„Á Íslandi hefðu grunnskólabörn bara gengið í skólann og gengið til baka“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. mars 2018 19:15 Útgöngubanni hefur verið aflétt á Írlandi eftir að stormurinn Emma gekk yfir landið í gær. Samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum hafa aðstæður þar ytra verið afar erfiðar í dag og lágu almenningssamgöngur niðri að mestu leiti. Íslendingar sem búsettir eru í Írlandi segja þó storminn hafa verið hefðbundinn íslenskan vetrarbyl. Um 23.000 heimili voru án rafmagns í nótt eftir að stormurinn Emma gekk yfir Írland. Skemmdir urðu á raforkukerfinu á einum 190 stöðum. Ástandið var einna verst í höfuðborginni Dublin. „Allir foreldrar voru heima með börnunum. Allir skólar eru búnir að vera lokaðir frá miðvikudegi til föstudags,“ segir sr. Ása Björk Ólafsdóttir, íbúi í Dublin. Yfir hundrað manns komið fyrir í hjálparmiðstöð vegna veðursins og var reynt að koma sem flestum fyrir í öruggt skjól. Í Galway á Vestur-Írlandi býr Sigurjón Sveinsson ásamt fjölskyldu en þar voru um fimm þúsund manns án vatns. „Þeir lokuðu í gær þrátt fyrir að það væri appelísugul viðvörun en snjórinn var ekki nema fimm sentimetrar. En í dag hefur verið töluvert mikill snjór,“ segir Sigurjón. „Á Íslandi hefðu grunnskólabörn bara gengið í skólann og gegnið til baka,“ segir Ása.Fjölskylda Ásu lék sér í snjónum.Mynd/Sigurjón SveinssonMiklar samgöngutruflanir hafa orðið á Írlandi og suðurhluta Bretlands, sem og annars staðar í Evrópu og Skandinavíu vegna óveðursins og þurftu farþegar í lest á leið til Lundúna að dúsa um borð í nótt í miklum kulda eftir að rafmagn fór af. „Við vorum í fjórtán til fimmtán klukkustundir, eitthvað svoleiðis. Eg er samt ekki viss,“ segði Philip Brown, farþegi í lestinni. Umferð stöðvaðist á hraðbrautum á nokkrum stöðum og aðalflugvöllurinn í Dublin var lokaður en rauð veðurviðvörun hefur verið vegna snjókomunnar en búist er við að það snjói til sunnudags. Í fyrsta skipti í þrjátíu ár var breski herinn kallaður út til aðstoðar vegna veðursins. Ekki færi en 70 hafa látist vegna stormsins síðustu daga. Kulda tíð er á fleiri stöðum og til að mynda snjóaði í Feneyjum, Sviss, Úkraínu og hefur hvert kuldametið fallið á fætur öðru. Kaldast hefur verið í Noregi en þar fór frostið niður í fjörutíu og tvær gráður síðustu nótt. Á Írlandi var náði jafnfallinn snjór allt að 90 cm dýpt og er það mesta snjókoma þar í landi frá árinu 1982. Það sem veldur þessum óvenjulega veðurfari í Evrópu og Skandinavíu er truflun í hálofta loftstraumnum sem gerir það að verkum að hringrásin sem yfirleitt heldur utan um kaldasta loftið yfir Norðurpólnum flæðir til suðurs. Veður Tengdar fréttir Röskun meginkerfis norðurhvelsins snýr veðurfari á haus Á sama tíma og hitinn á norðurskautinu hefur farið yfir frostmark flæðir kalt loft frá Síberíu yfir Evrópu. Kenningar eru um að hnattræn hlýnun geti gert frávik af þessu tagi tíðari. 27. febrúar 2018 15:15 Rúmlega 30 stiga frost í Evrópu: Tugir hafa látið lífið Veðuraðstæður hafa verið afar óvenjulegur í Evrópu undanfarna sólahringa. 27. febrúar 2018 21:15 Frost fór niður í 42 gráður í Noregi Frost fór niður í 42 gráður á selsíus í Heiðmörk í Noregi í nótt. Norska veðurstofan segir þetta nýtt met fyrir mælistöðina við bæinn Folldal í Heiðmörk. 28. febrúar 2018 17:00 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Sjá meira
Útgöngubanni hefur verið aflétt á Írlandi eftir að stormurinn Emma gekk yfir landið í gær. Samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum hafa aðstæður þar ytra verið afar erfiðar í dag og lágu almenningssamgöngur niðri að mestu leiti. Íslendingar sem búsettir eru í Írlandi segja þó storminn hafa verið hefðbundinn íslenskan vetrarbyl. Um 23.000 heimili voru án rafmagns í nótt eftir að stormurinn Emma gekk yfir Írland. Skemmdir urðu á raforkukerfinu á einum 190 stöðum. Ástandið var einna verst í höfuðborginni Dublin. „Allir foreldrar voru heima með börnunum. Allir skólar eru búnir að vera lokaðir frá miðvikudegi til föstudags,“ segir sr. Ása Björk Ólafsdóttir, íbúi í Dublin. Yfir hundrað manns komið fyrir í hjálparmiðstöð vegna veðursins og var reynt að koma sem flestum fyrir í öruggt skjól. Í Galway á Vestur-Írlandi býr Sigurjón Sveinsson ásamt fjölskyldu en þar voru um fimm þúsund manns án vatns. „Þeir lokuðu í gær þrátt fyrir að það væri appelísugul viðvörun en snjórinn var ekki nema fimm sentimetrar. En í dag hefur verið töluvert mikill snjór,“ segir Sigurjón. „Á Íslandi hefðu grunnskólabörn bara gengið í skólann og gegnið til baka,“ segir Ása.Fjölskylda Ásu lék sér í snjónum.Mynd/Sigurjón SveinssonMiklar samgöngutruflanir hafa orðið á Írlandi og suðurhluta Bretlands, sem og annars staðar í Evrópu og Skandinavíu vegna óveðursins og þurftu farþegar í lest á leið til Lundúna að dúsa um borð í nótt í miklum kulda eftir að rafmagn fór af. „Við vorum í fjórtán til fimmtán klukkustundir, eitthvað svoleiðis. Eg er samt ekki viss,“ segði Philip Brown, farþegi í lestinni. Umferð stöðvaðist á hraðbrautum á nokkrum stöðum og aðalflugvöllurinn í Dublin var lokaður en rauð veðurviðvörun hefur verið vegna snjókomunnar en búist er við að það snjói til sunnudags. Í fyrsta skipti í þrjátíu ár var breski herinn kallaður út til aðstoðar vegna veðursins. Ekki færi en 70 hafa látist vegna stormsins síðustu daga. Kulda tíð er á fleiri stöðum og til að mynda snjóaði í Feneyjum, Sviss, Úkraínu og hefur hvert kuldametið fallið á fætur öðru. Kaldast hefur verið í Noregi en þar fór frostið niður í fjörutíu og tvær gráður síðustu nótt. Á Írlandi var náði jafnfallinn snjór allt að 90 cm dýpt og er það mesta snjókoma þar í landi frá árinu 1982. Það sem veldur þessum óvenjulega veðurfari í Evrópu og Skandinavíu er truflun í hálofta loftstraumnum sem gerir það að verkum að hringrásin sem yfirleitt heldur utan um kaldasta loftið yfir Norðurpólnum flæðir til suðurs.
Veður Tengdar fréttir Röskun meginkerfis norðurhvelsins snýr veðurfari á haus Á sama tíma og hitinn á norðurskautinu hefur farið yfir frostmark flæðir kalt loft frá Síberíu yfir Evrópu. Kenningar eru um að hnattræn hlýnun geti gert frávik af þessu tagi tíðari. 27. febrúar 2018 15:15 Rúmlega 30 stiga frost í Evrópu: Tugir hafa látið lífið Veðuraðstæður hafa verið afar óvenjulegur í Evrópu undanfarna sólahringa. 27. febrúar 2018 21:15 Frost fór niður í 42 gráður í Noregi Frost fór niður í 42 gráður á selsíus í Heiðmörk í Noregi í nótt. Norska veðurstofan segir þetta nýtt met fyrir mælistöðina við bæinn Folldal í Heiðmörk. 28. febrúar 2018 17:00 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Sjá meira
Röskun meginkerfis norðurhvelsins snýr veðurfari á haus Á sama tíma og hitinn á norðurskautinu hefur farið yfir frostmark flæðir kalt loft frá Síberíu yfir Evrópu. Kenningar eru um að hnattræn hlýnun geti gert frávik af þessu tagi tíðari. 27. febrúar 2018 15:15
Rúmlega 30 stiga frost í Evrópu: Tugir hafa látið lífið Veðuraðstæður hafa verið afar óvenjulegur í Evrópu undanfarna sólahringa. 27. febrúar 2018 21:15
Frost fór niður í 42 gráður í Noregi Frost fór niður í 42 gráður á selsíus í Heiðmörk í Noregi í nótt. Norska veðurstofan segir þetta nýtt met fyrir mælistöðina við bæinn Folldal í Heiðmörk. 28. febrúar 2018 17:00