Erlent

ESB ætlar að banna eitt algengasta skordýraeitur heims til að vernda býflugur

Kjartan Kjartansson skrifar
Býflugur leika lykilhlutverk í fæðuframleiðslu því þær fræva fjölda nytjaplantna.
Býflugur leika lykilhlutverk í fæðuframleiðslu því þær fræva fjölda nytjaplantna. Vísir/AFP
Vísindamenn á vegum Evrópusambandsins hafa komist að þeirri niðurstöðu að algengasta skordýraeitur heims sé sérlega hættulegt hunangsflugum og villtum býflugum. Líklegt er talið að sambandið muni banna notkun á fundi í næsta mánuði.

Matvælaöryggisstofnun Evrópu (Efsa) segir í skýrslu sem birt var á miðvikudag að neonicotoid-efni sé alltaf skaðleg býflugum þegar það er notað utandyra. Niðurstaðan byggist á yfir 1.500 rannsóknum. Þær hafa sýnt að efnin skaði býflugurnar á margvíslegan hátt. Efnin hafa verið tengd við fækkun býflugnadrottninga og minnisskaða, að því er segir í frétt The Guardian.

Lengi hefur verið varað við skaðlegum áhrifum skordýraeitursins. Þegar efsa skilað fyrst skýrslu um efnin árið 2013 var niðurstaðan sú að þau yllu „óásættanlegri“ hættu fyrir býflugurnar. Notkun efnanna var bönnuð að hluta í Evrópusambandslöndum í apríl það ár.

Býflugur fræva þrjár af hverjum nytjaplöntum og leika þannig lykilhlutverk í matvælaframleiðslu heimsins. Hrun í býflugnastofninum hefur verið skýrt með sjúkdómum, taps búsvæða og víðtækrar notkunar á skordýraeitri sem inniheldur neonicotoid-efni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×