Nóttin var köld í Evrópu og þó ekki sé langt liðið á daginn eru þegar farnar að berast fréttir af dauðsföllum vegna frosts næturinnar.
Snjó hefur kyngt víða niður í álfunni og sett samgöngur úr skorðum. Vegum hefur verið lokað, áætlanir lesta riðlast, flugferðir felldar niður og skólahaldi frestað.
Talið er að um 55 manns hafi látist í frostinu í Evrópu síðustu daga, þar af 21 í Póllandi og 6 í Tékklandi. Þá hafa einnig borist fregnir af dauðsföllum vegna frostsins í löndum sunnarlega í álfunni, eins og Spáni, Portúgal og Slóvakíu. Á vef breska ríkisútvarpsins segir að flestir hinna látnu hafi dáið í svefni.
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin sendi frá sér viðvörun vegna frostsins og benti á að heimilislausum, flóttamönnum og eldra fólki steðji mest hætta af frostinu.
Þá eru börn og fólk sem er veikt fyrir einnig á hættu að verða illa út í frostinu.
Á sjötta tug látist í frosthörkunum

Tengdar fréttir

Rúmlega 30 stiga frost í Evrópu: Tugir hafa látið lífið
Veðuraðstæður hafa verið afar óvenjulegur í Evrópu undanfarna sólahringa.

Frost fór niður í 42 gráður í Noregi
Frost fór niður í 42 gráður á selsíus í Heiðmörk í Noregi í nótt. Norska veðurstofan segir þetta nýtt met fyrir mælistöðina við bæinn Folldal í Heiðmörk.