Leiðsögumaðurinn hafði runnið niður eftir ísbreiðu í íshellinum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. mars 2018 18:27 Íshellirinn sem um ræðir er 150 metra djúpur. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty Lögreglan á Suðurlandi tekur nú skýrslur af ferðafólki sem var við íshelli í Blágnípujökli í gær þegar banaslys varð þar. Maðurinn sem lést var íslenskur leiðsögumaður með belgískum hjónum sem keypt höfðu sér fjögurra daga ferð um Ísland samkvæmt tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi. Í fyrradag var gist á Hveravöllum og hittust þar fyrir aðrir ferðamenn á eigin vegum á öðrum bíl. Úr varð að því fólki í Kerlingarfjöll þar sem til stóð að gista í fyrrinótt og kíkja með þeim í íshellinn í leiðinni. Ferðamenn þessir höfðu meðferðis SO2 mæli sem notaður var til að mæla mengun í hellinum þegar þangað var komið. Farið var inn í hellinn og reyndust loftgæði í hellinum í lagi. Þegar út var komið ákvað íslenski leiðsögumaðurinn að skjótast inn í hellinn á ný. Einhver stund leið en þegar farið var að huga að heimferð og gáð að leiðsögumanninum sást hann hvergi. Er líta átti í hellinn bar svo við að mælitæki sýndu mjög há gildi mengunar þannig að ekki var unnt að leita þar og því strax kallað eftir aðstoð. Björgunarsveitir frá Norðurlandi, Suðurlandi og Reykjavík voru kallaðar út auk þyrlu Landhelgisgæslunnar. Um var að ræða eina stærstu björgunaraðgerð sem farið hefur verið af stað í hér á landi. Hundruð björgunarsveitarsveitarmanna tóku þátt í björgunaraðgerðum við íshellinn í gær en maðurinn fannst þar látinn á tólfta tímanum í gærkvöldi. Björgunarmenn sem fóru inn í hellinn fundu manninn út undir vegg þar sem hann hafði runnið niður eftir ísbreiðu. Hann var þá án lífsmarka. Mælitæki þeirra sýndu mjög há mæligildi SO2 mengunar á þessum stað. Samkvæmt tilkynningu lögreglunnar var lík mannsins flutt út úr hellinum og síðan með þyrlu LHG til Reykjavíkur. Rannsókn málsins heldur áfram og er nú beðið niðurstöðu krufningar um hvert banamein mannsins var. Banaslys í íshelli á Hofsjökli Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Íslendingur fannst látinn á Hofsjökli Hundruð björgunarsveitamanna tóku þátt í björgunaraðgerðum í íshelli í Hofsjökli í kvöld. 1. mars 2018 03:15 Ein stærsta björgunaraðgerð seinni ára hér á landi Hundruð björgunarsveitarmanna taka þátt í leit að manni í íshelli í Hofsjökli. 28. febrúar 2018 21:00 Leita að týndum manni í íshelli í Hofsjökli Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út og er málið í miklum forgangi. 28. febrúar 2018 19:09 Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Fleiri fréttir Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi tekur nú skýrslur af ferðafólki sem var við íshelli í Blágnípujökli í gær þegar banaslys varð þar. Maðurinn sem lést var íslenskur leiðsögumaður með belgískum hjónum sem keypt höfðu sér fjögurra daga ferð um Ísland samkvæmt tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi. Í fyrradag var gist á Hveravöllum og hittust þar fyrir aðrir ferðamenn á eigin vegum á öðrum bíl. Úr varð að því fólki í Kerlingarfjöll þar sem til stóð að gista í fyrrinótt og kíkja með þeim í íshellinn í leiðinni. Ferðamenn þessir höfðu meðferðis SO2 mæli sem notaður var til að mæla mengun í hellinum þegar þangað var komið. Farið var inn í hellinn og reyndust loftgæði í hellinum í lagi. Þegar út var komið ákvað íslenski leiðsögumaðurinn að skjótast inn í hellinn á ný. Einhver stund leið en þegar farið var að huga að heimferð og gáð að leiðsögumanninum sást hann hvergi. Er líta átti í hellinn bar svo við að mælitæki sýndu mjög há gildi mengunar þannig að ekki var unnt að leita þar og því strax kallað eftir aðstoð. Björgunarsveitir frá Norðurlandi, Suðurlandi og Reykjavík voru kallaðar út auk þyrlu Landhelgisgæslunnar. Um var að ræða eina stærstu björgunaraðgerð sem farið hefur verið af stað í hér á landi. Hundruð björgunarsveitarsveitarmanna tóku þátt í björgunaraðgerðum við íshellinn í gær en maðurinn fannst þar látinn á tólfta tímanum í gærkvöldi. Björgunarmenn sem fóru inn í hellinn fundu manninn út undir vegg þar sem hann hafði runnið niður eftir ísbreiðu. Hann var þá án lífsmarka. Mælitæki þeirra sýndu mjög há mæligildi SO2 mengunar á þessum stað. Samkvæmt tilkynningu lögreglunnar var lík mannsins flutt út úr hellinum og síðan með þyrlu LHG til Reykjavíkur. Rannsókn málsins heldur áfram og er nú beðið niðurstöðu krufningar um hvert banamein mannsins var.
Banaslys í íshelli á Hofsjökli Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Íslendingur fannst látinn á Hofsjökli Hundruð björgunarsveitamanna tóku þátt í björgunaraðgerðum í íshelli í Hofsjökli í kvöld. 1. mars 2018 03:15 Ein stærsta björgunaraðgerð seinni ára hér á landi Hundruð björgunarsveitarmanna taka þátt í leit að manni í íshelli í Hofsjökli. 28. febrúar 2018 21:00 Leita að týndum manni í íshelli í Hofsjökli Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út og er málið í miklum forgangi. 28. febrúar 2018 19:09 Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Fleiri fréttir Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
Íslendingur fannst látinn á Hofsjökli Hundruð björgunarsveitamanna tóku þátt í björgunaraðgerðum í íshelli í Hofsjökli í kvöld. 1. mars 2018 03:15
Ein stærsta björgunaraðgerð seinni ára hér á landi Hundruð björgunarsveitarmanna taka þátt í leit að manni í íshelli í Hofsjökli. 28. febrúar 2018 21:00
Leita að týndum manni í íshelli í Hofsjökli Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út og er málið í miklum forgangi. 28. febrúar 2018 19:09