Námu fyrsta stjörnuljósið í alheiminum Kjartan Kjartansson skrifar 1. mars 2018 16:30 Teikning listamanns af því hvernig fyrstu stjörnur alheimsins gætu hafa litið út. Þær voru tröllvaxnir og glóandi hnettir vetnis og helíums sem brunnu skært og hratt. Vísir/AFP Hópur vísindamanna segir að honum hafi tekist að nema merki um fyrstu stjörnurnar sem mynduðust í alheiminum. Uppgötvunin gæti gefið vísindamönnum vísbendingar um hulduefni en raunverulegt eðli þess er einn stærsti leyndardómur heimsfræðinnar. Geislunin sem vísindamennirnir mældu með litlum útvarpssjónauka í óbyggðum Ástralíu er óbeint merki um virkni þessarar fyrstu kynslóðar stjarna þegar alheimurinn var líklega aðeins um 180 milljón ára gamall, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Áður en fyrstu stjörnurnar kviknuðu til lífsins var alheimurinn myrkur og fullur af lausm vetnisatómum. Þyngdarkrafturinn þjappaði vetninu saman í fyrstu stjörnurnar sem stjarneðlisfræðingar telja að hafi verið risavaxnar. Þessar stjörnur brunnu út hratt en inn í þeim mynduðust þyngri frumefni sem losnuðu út í geiminn í sprengistjörnum og urðu efniviður í fleiri stjörnur og hnetti. Vísindamenn hafa ekki getað fundið bein merki um þessar fyrstu stjörnur. Það sem vísindamennirnir fundu nú voru leifar áhrifa stjarnanna á vetnisgasið sem umlukti þær. Útfjólubláir geislar stjarnanna örvuðu vetnið þannig að það drakk í sig bakgrunnsgeislun á ákveðinni útvarpstíðni. Þessa tíðni, sem síðan hefur teygst á með útþenslu alheimsins, fundu vísindamennirnir í aragrúa geislunar á næturhimninum. Vísindamennirnir eyddu tveimur árum í að reyna að útiloka aðrar mögulega uppsprettur geislunarinnar sem þeir greindu. Grein um rannsóknin birtist í vísindaritinu Nature.Hugsanlega vísbending um að verkun við hulduefni sé möguleg Á óvart kom hversu sterkt merkið reyndist. Það er sagt benda til þess að vetnisgasið hafi verið töluvert kaldara en talið hefur verið fram að þessu. Ein kenningin um ástæðu þess er að vetnisfrumeindirnar hafi haft beina verkun við hulduefni. Vísindamenn hafa ekki fundið nein merki um að hulduefni verki á hefðbundið efni. Þeir hafa aðeins getið sér til um tilvist þess vegna þyngdaráhrifa þess á vetrarbrautarþyrpingar. Uppgötvunin nú gæti því þýtt að verkun af þessu tagi sé möguleg. Það gæti hleypt nýju lífi í tilraunir vísindamanna til þess að greina hulduefniseindir í fyrsta skipti. Hún hefur þó enn ekki verið staðfest af öðrum vísindamönnum. Washington Post segir að verði uppgötvunin staðfest hjálpi það vísindamönnum að skilja hvernig stjörnurnar, svarthol og öll önnur fyrirbæri í alheiminum urðu til. Vísindi Tengdar fréttir Alheimurinn er ekki allur þar sem hann er séður Forstjóri Max Planck-stofnunarinnar í stjarneðlisfræði vonast til að vísindamönnum takist að finna hulduefni á næstu áratugum. 13. nóvember 2017 09:15 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Hópur vísindamanna segir að honum hafi tekist að nema merki um fyrstu stjörnurnar sem mynduðust í alheiminum. Uppgötvunin gæti gefið vísindamönnum vísbendingar um hulduefni en raunverulegt eðli þess er einn stærsti leyndardómur heimsfræðinnar. Geislunin sem vísindamennirnir mældu með litlum útvarpssjónauka í óbyggðum Ástralíu er óbeint merki um virkni þessarar fyrstu kynslóðar stjarna þegar alheimurinn var líklega aðeins um 180 milljón ára gamall, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Áður en fyrstu stjörnurnar kviknuðu til lífsins var alheimurinn myrkur og fullur af lausm vetnisatómum. Þyngdarkrafturinn þjappaði vetninu saman í fyrstu stjörnurnar sem stjarneðlisfræðingar telja að hafi verið risavaxnar. Þessar stjörnur brunnu út hratt en inn í þeim mynduðust þyngri frumefni sem losnuðu út í geiminn í sprengistjörnum og urðu efniviður í fleiri stjörnur og hnetti. Vísindamenn hafa ekki getað fundið bein merki um þessar fyrstu stjörnur. Það sem vísindamennirnir fundu nú voru leifar áhrifa stjarnanna á vetnisgasið sem umlukti þær. Útfjólubláir geislar stjarnanna örvuðu vetnið þannig að það drakk í sig bakgrunnsgeislun á ákveðinni útvarpstíðni. Þessa tíðni, sem síðan hefur teygst á með útþenslu alheimsins, fundu vísindamennirnir í aragrúa geislunar á næturhimninum. Vísindamennirnir eyddu tveimur árum í að reyna að útiloka aðrar mögulega uppsprettur geislunarinnar sem þeir greindu. Grein um rannsóknin birtist í vísindaritinu Nature.Hugsanlega vísbending um að verkun við hulduefni sé möguleg Á óvart kom hversu sterkt merkið reyndist. Það er sagt benda til þess að vetnisgasið hafi verið töluvert kaldara en talið hefur verið fram að þessu. Ein kenningin um ástæðu þess er að vetnisfrumeindirnar hafi haft beina verkun við hulduefni. Vísindamenn hafa ekki fundið nein merki um að hulduefni verki á hefðbundið efni. Þeir hafa aðeins getið sér til um tilvist þess vegna þyngdaráhrifa þess á vetrarbrautarþyrpingar. Uppgötvunin nú gæti því þýtt að verkun af þessu tagi sé möguleg. Það gæti hleypt nýju lífi í tilraunir vísindamanna til þess að greina hulduefniseindir í fyrsta skipti. Hún hefur þó enn ekki verið staðfest af öðrum vísindamönnum. Washington Post segir að verði uppgötvunin staðfest hjálpi það vísindamönnum að skilja hvernig stjörnurnar, svarthol og öll önnur fyrirbæri í alheiminum urðu til.
Vísindi Tengdar fréttir Alheimurinn er ekki allur þar sem hann er séður Forstjóri Max Planck-stofnunarinnar í stjarneðlisfræði vonast til að vísindamönnum takist að finna hulduefni á næstu áratugum. 13. nóvember 2017 09:15 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Alheimurinn er ekki allur þar sem hann er séður Forstjóri Max Planck-stofnunarinnar í stjarneðlisfræði vonast til að vísindamönnum takist að finna hulduefni á næstu áratugum. 13. nóvember 2017 09:15