Gamla bíó enn á bráðabirgðaleyfi Birgir Olgeirsson skrifar 19. mars 2018 11:17 Guðvarður Gíslason, eigandi og rekstrarstjóri Gamla bíós Vísir/Anton Brink „Við erum í góðum málum eins og er en þurfum að fá varanlegt leyfi,“ segir Guðvarður Gíslason eigandi og rekstrarstjóri Gamla bíós í Reykjavík en mikil óvissa hefur ríkt um áframhald skemmtanahalds í húsnæðinu. Í næsta húsi við Gamla bíó í Ingólfsstræti stendur 101 hótel en eigendur Gamla bíós og hótelsins hafa staðið í deilum vegna hávaða sem berst frá Gamla bíó yfir á hótelið.Virða 95 dB hávaðamörkin Eigendur Gamla bíós stefndu eigendum 101 hótels fyrir dómstólum þar sem þess er krafist að viðbygging hótelsins verði rifin. Guðvarður segir í samtali við Vísi að um sé að ræða viðbyggingu sem er alveg við Gamla bíó. Hann segir þá viðbyggingu verða þess valdandi að hljóð berst frekar yfir á hótelið. Guðvarður segir Gamla bíó hafa leyfi fyrir hávaða upp að 95 desíbelum. „Og við virðum það, en það er alveg vitað að þetta hljóð barst yfir löngur áður en hótelið var byggt,“ segir Guðvarður.Frá horni Hverfisgötu og Ingólfstrætis þar sem 101 hótel stendur.VísirNíutíu ára samkomuhús Í janúar síðastliðnum veitti sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu Gamla bíói bráðabirgðaleyfi til áframhaldandi reksturs og er staðurinn enn á slíku bráðabirgðaleyfi. Guðvarður segir málið í vinnslu hjá Reykjavíkurborg. Hafa eigendur Gamla bíós sótt um tvöfalt leyfi, eitt fyrir Gamla bíó og annað fyrir Petersen svítuna sem er á efstu hæð Gamla bíós. Guðvarður segir eigendur Gamla bíós hafa sótt um leyfi til skemmtanahalds til klukkan eitt á nóttunni í Gamla bíó til að liðka fyrir málum. „En við áskiljum okkur rétt til að fá leyfið til baka ef við skyldum vinna þetta dómsmál,“ segir Guðvarður. Hann segist eiga von á því að fá endanlegt svar frá Reykjavíkurborg í vikunni um leyfisveitingu. „Það getur enginn farið að neita samkomuhúsi til níutíu ára um að vera með samkomuleyfi,“ segir Guðvarður.Vel verður fylgst með gangi mála á HM í fótbolta í Gamla bíó í sumar.Vísir/EPABlása til HM veislu Hann segir engan bilbug að finna á eigendum hússins og stendur til að blása til mikillar sóknar vegna Heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu sem fer fram í sumar. Árið 1926 var hafist handa við byggingu Gamla bíós og var fyrsta myndin sýnd þar 2. ágúst árið 1927 en það var stórmyndin Ben Hur. Íslenska óperan eignaðist húsið árið 1981 og hóf starfsemi sína þar. Óperan flutti starfsemi sína í Hörpu en þá hófust miklar endurbætur á árunum 2014 til 2016 og hefur skemmtanahald verið þar undanfarin ár.Árið 2015 bárust fregnir af því að tónlistarmaðurinn Páll Óskar hefði hætt við tónleikahald í Gamla bíói því ekki fékkst leyfi fyrir auknum hljóðstyrk á tónleikunum. Rætt var við forsvarsmenn Gamla bíós og 101 hótels við það tilefni en þá vildu eigendur Gamla bíós að eigendur 101 hótels myndu láta hljóðeinangra viðbyggingu hótelsins. Nú er svo komið að deilan er komin fyrir dómstóla. Tónlist Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Sjá meira
„Við erum í góðum málum eins og er en þurfum að fá varanlegt leyfi,“ segir Guðvarður Gíslason eigandi og rekstrarstjóri Gamla bíós í Reykjavík en mikil óvissa hefur ríkt um áframhald skemmtanahalds í húsnæðinu. Í næsta húsi við Gamla bíó í Ingólfsstræti stendur 101 hótel en eigendur Gamla bíós og hótelsins hafa staðið í deilum vegna hávaða sem berst frá Gamla bíó yfir á hótelið.Virða 95 dB hávaðamörkin Eigendur Gamla bíós stefndu eigendum 101 hótels fyrir dómstólum þar sem þess er krafist að viðbygging hótelsins verði rifin. Guðvarður segir í samtali við Vísi að um sé að ræða viðbyggingu sem er alveg við Gamla bíó. Hann segir þá viðbyggingu verða þess valdandi að hljóð berst frekar yfir á hótelið. Guðvarður segir Gamla bíó hafa leyfi fyrir hávaða upp að 95 desíbelum. „Og við virðum það, en það er alveg vitað að þetta hljóð barst yfir löngur áður en hótelið var byggt,“ segir Guðvarður.Frá horni Hverfisgötu og Ingólfstrætis þar sem 101 hótel stendur.VísirNíutíu ára samkomuhús Í janúar síðastliðnum veitti sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu Gamla bíói bráðabirgðaleyfi til áframhaldandi reksturs og er staðurinn enn á slíku bráðabirgðaleyfi. Guðvarður segir málið í vinnslu hjá Reykjavíkurborg. Hafa eigendur Gamla bíós sótt um tvöfalt leyfi, eitt fyrir Gamla bíó og annað fyrir Petersen svítuna sem er á efstu hæð Gamla bíós. Guðvarður segir eigendur Gamla bíós hafa sótt um leyfi til skemmtanahalds til klukkan eitt á nóttunni í Gamla bíó til að liðka fyrir málum. „En við áskiljum okkur rétt til að fá leyfið til baka ef við skyldum vinna þetta dómsmál,“ segir Guðvarður. Hann segist eiga von á því að fá endanlegt svar frá Reykjavíkurborg í vikunni um leyfisveitingu. „Það getur enginn farið að neita samkomuhúsi til níutíu ára um að vera með samkomuleyfi,“ segir Guðvarður.Vel verður fylgst með gangi mála á HM í fótbolta í Gamla bíó í sumar.Vísir/EPABlása til HM veislu Hann segir engan bilbug að finna á eigendum hússins og stendur til að blása til mikillar sóknar vegna Heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu sem fer fram í sumar. Árið 1926 var hafist handa við byggingu Gamla bíós og var fyrsta myndin sýnd þar 2. ágúst árið 1927 en það var stórmyndin Ben Hur. Íslenska óperan eignaðist húsið árið 1981 og hóf starfsemi sína þar. Óperan flutti starfsemi sína í Hörpu en þá hófust miklar endurbætur á árunum 2014 til 2016 og hefur skemmtanahald verið þar undanfarin ár.Árið 2015 bárust fregnir af því að tónlistarmaðurinn Páll Óskar hefði hætt við tónleikahald í Gamla bíói því ekki fékkst leyfi fyrir auknum hljóðstyrk á tónleikunum. Rætt var við forsvarsmenn Gamla bíós og 101 hótels við það tilefni en þá vildu eigendur Gamla bíós að eigendur 101 hótels myndu láta hljóðeinangra viðbyggingu hótelsins. Nú er svo komið að deilan er komin fyrir dómstóla.
Tónlist Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Sjá meira