Rússar standi ekki að baki árásinni: „þvaður, blaður, og vitleysa“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. mars 2018 22:29 Pútín þvertekur fyrir að Rússar hafi staðið að morðtilræðinu. Vísir/AFP Eftir að hafa sigrað rússnesku forsetaskosningarnar í dag, sagði Vladimir Pútín að það væri þvættingur að halda því fram að Rússar hafi eitrað fyrir njósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu. Guardian greinir frá þessu. Sergei og Yuliu var byrlað taugaeitur þann 4. mars síðastliðinn. Þau fundust meðvitundarlaus á bekk í Salisbury í Wiltshire í suðurhluta Englands. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur sagt Rússa ábyrga árásinni, og í mótmælaskyni vísuðu Bretar 23 rússneskum erindrekum úr landi og í gær svöruðu Rússar Bretum í sömu mynt og vísuðu 23 breskum erindrekum úr landi. „Ég komst að þessu í gegnum fjölmiðla. Það fyrsta sem flaug í gegnum huga mér var þetta; ef þetta hefði verið taugaeitur hefði fólkið dáið samstundis,“ segir Pútín sem þvertekur fyrir það að Rússar beri á byrgð á árásinni. „Í öðru lagi búa Rússar ekki yfir slíkum efnum. Við höfum eyðilagt öll okkar efnavopn og það í viðurvist alþjóðlegra samtaka. Það gerðum við fyrst, ólíkt öðrum sem lofuðu að gera það en gengu því miður á bak orða sinna.“ Þrátt fyrir vaxandi spennu á milli Breta og Rússa segist Pútín reiðibúinn að aðstoða Breta við rannsókn málsins í Lundúnum. „Við sögðum það strax. Við erum öll af vilja gerð að aðstoða við rannsóknina en til þess að það geti gerst verðum við að finna fyrir áhuga hjá Bretum og hann höfum við ekki séð. Við höfum ekki tekið þetta af dagskránni, samvinna í málinu er vel hugsandi,“ segir Pútín. „Hver heilvita manneskja hlýtur að skilja að það væri algjört þvaður, blaður, og vitleysa fyrir Rússa að leggja upp í þessa hættuför rétt fyrir kosningar,“ segir Pútín. Úrslit kosninganna í Rússlandi liggja fyrir, Pútín tryggði sér öruggan sigur og hlaut 74 prósent atkvæða. Hann hefur setið óslitið við völd í Rússlandi síðan árið 1999, ýmist sem forseti eða forsætisráðherra landsins. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32 Pútín endurkjörinn forseti Rússlands Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bar sigur úr sigur í býtum í forsetakosningum þar í landi sem haldnar voru í dag. 18. mars 2018 18:35 Alvarlegt hafi rússneska mafían myrt í Lundúnum Baldur Þórhallson og Jóna Sólveig Elínardóttir ræddu alþjóðamálin í Víglínunni í morgun. 17. mars 2018 17:50 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Eftir að hafa sigrað rússnesku forsetaskosningarnar í dag, sagði Vladimir Pútín að það væri þvættingur að halda því fram að Rússar hafi eitrað fyrir njósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu. Guardian greinir frá þessu. Sergei og Yuliu var byrlað taugaeitur þann 4. mars síðastliðinn. Þau fundust meðvitundarlaus á bekk í Salisbury í Wiltshire í suðurhluta Englands. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur sagt Rússa ábyrga árásinni, og í mótmælaskyni vísuðu Bretar 23 rússneskum erindrekum úr landi og í gær svöruðu Rússar Bretum í sömu mynt og vísuðu 23 breskum erindrekum úr landi. „Ég komst að þessu í gegnum fjölmiðla. Það fyrsta sem flaug í gegnum huga mér var þetta; ef þetta hefði verið taugaeitur hefði fólkið dáið samstundis,“ segir Pútín sem þvertekur fyrir það að Rússar beri á byrgð á árásinni. „Í öðru lagi búa Rússar ekki yfir slíkum efnum. Við höfum eyðilagt öll okkar efnavopn og það í viðurvist alþjóðlegra samtaka. Það gerðum við fyrst, ólíkt öðrum sem lofuðu að gera það en gengu því miður á bak orða sinna.“ Þrátt fyrir vaxandi spennu á milli Breta og Rússa segist Pútín reiðibúinn að aðstoða Breta við rannsókn málsins í Lundúnum. „Við sögðum það strax. Við erum öll af vilja gerð að aðstoða við rannsóknina en til þess að það geti gerst verðum við að finna fyrir áhuga hjá Bretum og hann höfum við ekki séð. Við höfum ekki tekið þetta af dagskránni, samvinna í málinu er vel hugsandi,“ segir Pútín. „Hver heilvita manneskja hlýtur að skilja að það væri algjört þvaður, blaður, og vitleysa fyrir Rússa að leggja upp í þessa hættuför rétt fyrir kosningar,“ segir Pútín. Úrslit kosninganna í Rússlandi liggja fyrir, Pútín tryggði sér öruggan sigur og hlaut 74 prósent atkvæða. Hann hefur setið óslitið við völd í Rússlandi síðan árið 1999, ýmist sem forseti eða forsætisráðherra landsins.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32 Pútín endurkjörinn forseti Rússlands Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bar sigur úr sigur í býtum í forsetakosningum þar í landi sem haldnar voru í dag. 18. mars 2018 18:35 Alvarlegt hafi rússneska mafían myrt í Lundúnum Baldur Þórhallson og Jóna Sólveig Elínardóttir ræddu alþjóðamálin í Víglínunni í morgun. 17. mars 2018 17:50 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32
Pútín endurkjörinn forseti Rússlands Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bar sigur úr sigur í býtum í forsetakosningum þar í landi sem haldnar voru í dag. 18. mars 2018 18:35
Alvarlegt hafi rússneska mafían myrt í Lundúnum Baldur Þórhallson og Jóna Sólveig Elínardóttir ræddu alþjóðamálin í Víglínunni í morgun. 17. mars 2018 17:50