Fegurðarsamkeppni gegn fordómum Samúel Karl Ólason skrifar 17. mars 2018 23:44 Sithembiso Mutukura bar sigur úr býtum og fyrir aftan hana standa Makaita Ngwenya og Monalisa Manyati sem voru í öðru og þriðja sæti. Vísir/AFP Fyrsta fegurðarsamkeppni albínóa í Simbabve var haldin í höfuðborginni Harare í kvöld þar sem hin 22 ára gamla Sithembiso Mutukura bar sigur úr býtum. Keppninni er ætlað að draga úr fordómum og auka meðvitund um albínisma. Albínóar mæta gífurlegum fordómum og ofbeldi víða um Afríku. Sums staðar eru þeir eltir uppi og drepnir þar sem „særingjalæknar“ segja líkamshluta albínóa færa fólki lukku og þeir búi yfir lækningamætti. Til eru dæmi um að albínóar séu seldir af ættingjum sínum. Hagsmunasamtök segja að um 90 prósent manna með albínisma deyi fyrir 40 ára aldur. Talið er að um 39 þúsund albínóar búi í Simbabve en genagallinn er algengari í Afríku en í öðrum heimshlutum. Áður hafði keppni sem þessi eingöngu verið haldin í Kenía. Mutukura sagði blaðamanni AFP fréttaveitunnar að hún hefði tekið þátt í keppninni til að auka meðvitund. Hún sagði alla líta niður á albínóa.„Ég hef gengið í gegnum margt en vil að fólk sem býr við albínisma sé hugrakt og njóti lífsins,“ sagði hún. „Við verðum að berjast fyrir réttindum okkar og ég vona að sigur minn muni styrkja ungar stúlkur.“ Miss Albinism is a beauty contest that takes place in Harare, Zimbabwe, in an effort to combat prejudice and violence against albinoshttps://t.co/E5Py0gBtzJ pic.twitter.com/icSDnwBOXL— AFP news agency (@AFP) March 17, 2018 Kenía Simbabve Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Fyrsta fegurðarsamkeppni albínóa í Simbabve var haldin í höfuðborginni Harare í kvöld þar sem hin 22 ára gamla Sithembiso Mutukura bar sigur úr býtum. Keppninni er ætlað að draga úr fordómum og auka meðvitund um albínisma. Albínóar mæta gífurlegum fordómum og ofbeldi víða um Afríku. Sums staðar eru þeir eltir uppi og drepnir þar sem „særingjalæknar“ segja líkamshluta albínóa færa fólki lukku og þeir búi yfir lækningamætti. Til eru dæmi um að albínóar séu seldir af ættingjum sínum. Hagsmunasamtök segja að um 90 prósent manna með albínisma deyi fyrir 40 ára aldur. Talið er að um 39 þúsund albínóar búi í Simbabve en genagallinn er algengari í Afríku en í öðrum heimshlutum. Áður hafði keppni sem þessi eingöngu verið haldin í Kenía. Mutukura sagði blaðamanni AFP fréttaveitunnar að hún hefði tekið þátt í keppninni til að auka meðvitund. Hún sagði alla líta niður á albínóa.„Ég hef gengið í gegnum margt en vil að fólk sem býr við albínisma sé hugrakt og njóti lífsins,“ sagði hún. „Við verðum að berjast fyrir réttindum okkar og ég vona að sigur minn muni styrkja ungar stúlkur.“ Miss Albinism is a beauty contest that takes place in Harare, Zimbabwe, in an effort to combat prejudice and violence against albinoshttps://t.co/E5Py0gBtzJ pic.twitter.com/icSDnwBOXL— AFP news agency (@AFP) March 17, 2018
Kenía Simbabve Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira