Plastagnir finnast í vatni á flöskum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. mars 2018 11:02 Vatn frá vatnsrisanum Evian var meðal annars rannsakað. vísir/getty Tilraunir sem gerðar voru á drykkjarvatni frá ellefu stórum vörumerkjum sem selja vatn á flöskum sýna að örsmáar plastagnir var að finna í vatninu í nær öllum tilfellum. Rannsóknin er sú stærsta sinnar tegundar til þessa en áður hefur verið fjallað um plastagnir sem finna má í kranavatni víða um heim, til dæmis á Íslandi. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hyggst rannsaka nánar hvaða áhrif plastagnir í drykkjarvatni geta haft á heilsu fólks.Sjá einnig:Plastagnir að finna í kranavatni víða um heim Í frétt BBC um málið kemur fram að vatn úr 250 flöskum frá níu löndum hafi verið rannsakað en rannsóknin var leidd af blaðamannasamtökunum Orb Media.Að meðaltali ein plastögn í hverjum tíu lítrum af vatni Að meðaltali fannst ein plastögn í hverjum tíu lítrum af vatni og var hver ögn stærri að breidd en eitt mannshár. Tilraunirnar í rannsókninni voru gerðar af State University of New York í Fredonia. „Við fundum plast í hverri flöskunni á fætur annarri og frá hverju vörumerkinu á fætur öðru. Þetta snýst ekki um að benda á tiltekin vörumerki heldur snýst þetta um að sýna að plast er alls staðar. Plast er efni sem gegnsýrir allt okkar samfélag, það er að gegnsýra vatnið okkar, og allar þessar vörur sem við notum dags daglega,“ segir Sherri Mason, prófessor í efnafræði við State University of New York, sem gerði tilraunirnar. Engar sannanir eru fyrir því að plastagnir geti haft skaðleg áhrif á heilsu fólks en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin vill kanna það betur. Vill stofnunin aðallega reyna að svara þeirri spurningu hvort að það að borða eða drekka plastagnir óbeint yfir alla ævina geti haft áhrif á heilsuna.Vatn frá Evian, Dasani og San Pellegrino rannsakað Rannsóknin tók til eftirfarandi vörumerkja sem selja drykkjarvatn á flöskum: Aquafina, Dasani, Evian, Nestle Pure Life, San Pellegrino, Aqua (í Indónesíu), Bisleri (í Indlandi), Epura (í Mexíkó), Gerolsteiner (í Þýskalandi), Minalba (í Brasilíu) og Wahaha (í Kína). Fyrirtækin segja að í verksmiðjum þeirra sé fyllsta öryggis gætt þegar vatninu er tappað á flöskurnar. Nánar má lesa um málið á vef BBC, annars vegar hér og hins vegar hér. Umhverfismál Tengdar fréttir Plastagnir að finna í kranavatni víða um heim Vísindamenn hafa hvatt til frekari rannsókna á því hvaða afleiðingar þetta kunni að hafa á heilsu manna. 6. september 2017 08:22 Rannsaka hvort örplastið sé einnig að finna hér á landi Veitur ætla að skoða hvort örplast finnist í neysluvatni á höfuðborgarsvæðinu, eftir nýlega rannsókn sem leiddi í ljós að plastagnir eru að finna í kranavatni víðs vegar um heiminn. 9. september 2017 17:57 Örplastið einnig að finna í neysluvatni hér á landi Örplast er að finna í neysluvatni hér á landi samkvæmt niðurstöðum rannsókna á vatnssýnum sem safnað var úr vatnsveitu í Reykjavík. 9. febrúar 2018 14:09 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Tilraunir sem gerðar voru á drykkjarvatni frá ellefu stórum vörumerkjum sem selja vatn á flöskum sýna að örsmáar plastagnir var að finna í vatninu í nær öllum tilfellum. Rannsóknin er sú stærsta sinnar tegundar til þessa en áður hefur verið fjallað um plastagnir sem finna má í kranavatni víða um heim, til dæmis á Íslandi. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hyggst rannsaka nánar hvaða áhrif plastagnir í drykkjarvatni geta haft á heilsu fólks.Sjá einnig:Plastagnir að finna í kranavatni víða um heim Í frétt BBC um málið kemur fram að vatn úr 250 flöskum frá níu löndum hafi verið rannsakað en rannsóknin var leidd af blaðamannasamtökunum Orb Media.Að meðaltali ein plastögn í hverjum tíu lítrum af vatni Að meðaltali fannst ein plastögn í hverjum tíu lítrum af vatni og var hver ögn stærri að breidd en eitt mannshár. Tilraunirnar í rannsókninni voru gerðar af State University of New York í Fredonia. „Við fundum plast í hverri flöskunni á fætur annarri og frá hverju vörumerkinu á fætur öðru. Þetta snýst ekki um að benda á tiltekin vörumerki heldur snýst þetta um að sýna að plast er alls staðar. Plast er efni sem gegnsýrir allt okkar samfélag, það er að gegnsýra vatnið okkar, og allar þessar vörur sem við notum dags daglega,“ segir Sherri Mason, prófessor í efnafræði við State University of New York, sem gerði tilraunirnar. Engar sannanir eru fyrir því að plastagnir geti haft skaðleg áhrif á heilsu fólks en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin vill kanna það betur. Vill stofnunin aðallega reyna að svara þeirri spurningu hvort að það að borða eða drekka plastagnir óbeint yfir alla ævina geti haft áhrif á heilsuna.Vatn frá Evian, Dasani og San Pellegrino rannsakað Rannsóknin tók til eftirfarandi vörumerkja sem selja drykkjarvatn á flöskum: Aquafina, Dasani, Evian, Nestle Pure Life, San Pellegrino, Aqua (í Indónesíu), Bisleri (í Indlandi), Epura (í Mexíkó), Gerolsteiner (í Þýskalandi), Minalba (í Brasilíu) og Wahaha (í Kína). Fyrirtækin segja að í verksmiðjum þeirra sé fyllsta öryggis gætt þegar vatninu er tappað á flöskurnar. Nánar má lesa um málið á vef BBC, annars vegar hér og hins vegar hér.
Umhverfismál Tengdar fréttir Plastagnir að finna í kranavatni víða um heim Vísindamenn hafa hvatt til frekari rannsókna á því hvaða afleiðingar þetta kunni að hafa á heilsu manna. 6. september 2017 08:22 Rannsaka hvort örplastið sé einnig að finna hér á landi Veitur ætla að skoða hvort örplast finnist í neysluvatni á höfuðborgarsvæðinu, eftir nýlega rannsókn sem leiddi í ljós að plastagnir eru að finna í kranavatni víðs vegar um heiminn. 9. september 2017 17:57 Örplastið einnig að finna í neysluvatni hér á landi Örplast er að finna í neysluvatni hér á landi samkvæmt niðurstöðum rannsókna á vatnssýnum sem safnað var úr vatnsveitu í Reykjavík. 9. febrúar 2018 14:09 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Plastagnir að finna í kranavatni víða um heim Vísindamenn hafa hvatt til frekari rannsókna á því hvaða afleiðingar þetta kunni að hafa á heilsu manna. 6. september 2017 08:22
Rannsaka hvort örplastið sé einnig að finna hér á landi Veitur ætla að skoða hvort örplast finnist í neysluvatni á höfuðborgarsvæðinu, eftir nýlega rannsókn sem leiddi í ljós að plastagnir eru að finna í kranavatni víðs vegar um heiminn. 9. september 2017 17:57
Örplastið einnig að finna í neysluvatni hér á landi Örplast er að finna í neysluvatni hér á landi samkvæmt niðurstöðum rannsókna á vatnssýnum sem safnað var úr vatnsveitu í Reykjavík. 9. febrúar 2018 14:09