„Krakkar sem ég þekki vilja taka samræmdu prófin“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. mars 2018 19:45 Nemendum í níunda bekk gefst kostur á að þreyta að nýju könnunarpróf í ensku og íslensku sem fresta þurfti í síðustu viku en niðurstöður prófanna verða ekki notaðar við mat á umsóknum um framhaldsskólavist. Menntamálaráðherra fundaði í morgun með helstu hagsmunaaðilum þar sem komist var að niðurstöðu um hvernig bregðast skyldi við. Fulltrúar nemenda sem sátu fundinn segja það sína upplifun að nemendur vilji almennt þreyta prófin. Þátttaka í könnunarprófunum verður valkvæð samkvæmt ákvörðun ráðherra en þeir nemendur sem luku prófunum í liðinni viku fá afhentar niðurstöður úr þeim. Þá verður vinnuhópi falið að gera tillögu að framtíðarstefnu um samræmd könnunarpróf. „Við erum ekki kannski endilega alltaf alveg sammála um hvaða ákvörðun eða hvaða nálgun sé best. En hins vegar þegar við erum að taka ákvörðun þá þarf að gæta meðalhófs, þá þarf að gæta jafnræðis,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra í samtali við Stöð 2 að fundi loknum í morgun. Fulltrúar ungmennaráðs umboðsmanns barna voru meðal þeirra sem sátu fund ráðherra. „Alla vega krakkar sem ég þekki þau vilja taka samræmdu prófin, þau vilja vita hvar þau standa á landinu,“ segir Rakel Sól Pétursdóttir, nemandi í 10. bekk. „Ég held algjörlega að þeir sem að vilja taka prófið aftur eiga að fá að taka prófið aftur og fá niðurstöðu sína þannig,“ segir stalla hennar, Auður Bjarnadóttir, en hún segir það hafa verið nemendum mikið áfall hversu illa til tókst í síðustu viku. Þær setja einnig spurningamerki við það hvort prófin eigi að vera rafræn. „Mín skoðin er náttúrlega að þau ættu ekki að vera haldin á tölvu rafrænt þar sem það getur verið erfitt að lesa í lesskylningi og reikna stærðfræðina,“ segir Auður. Öllum mun bjóðast að þreyta sambærileg könnunarpróf að nýju en þeir nemendur sem kjósa að taka ekki umrædd próf aftur verða leystir undan prófskyldu. Þá munu stjórnendur í hverjum skóla ákveða hvort þeir leggja prófin fyrir nemendur sína í vor eða haust. Menntamálastofnun hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir hvernig staðið var að framkvæmdinni en það er bandarískt fyrirtæki sem þjónustar prófakerfið sem brást í síðustu viku. „Við höfum þegar sett af stað tæknihóp sem er núna að skoða hvað fór úrskeiðis við þessa fyrirlögn, tæknilega skoða gagnagrunninn, eins alla ferla hjá okkur, gerðum við einhver mistök í samskiptum við þetta fyrirtæki og í öðrum undirbúningi?“ segir Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar. Tengdar fréttir Óháður aðili fer yfir framkvæmd samræmdra prófa Verða niðurstöður þeirrar athugunar gerðar opinberar þegar þær liggja fyrir. 12. mars 2018 12:17 Vilja skoða hvort leggja eigi niður samræmd próf Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur hefur lagt fram tillögu um að fyrirkomulag samræmdra prófa verði tekið til endurskoðunar og komið verði af stað vinnu við endurmat. 14. mars 2018 17:22 Mistök við framkvæmd samræmdra prófa: „Sárt að valda nemendum, foreldrum og skólafólki vonbrigðum“ Sverrir Óskarsson, sviðsstjóri matssviðs Menntamálastofnunar, sem sér um framkvæmd samræmdra könnunarprófa, segir það gríðarleg vonbrigði að tæknilegir örðugleikar hafi komið við framkvæmd samræmds prófs í ensku í morgun. 9. mars 2018 12:30 Aftur vandræði með samræmdu prófin: „Þarf ekki bara að endurræsa Menntamálastofnun?“ Svo virðist sem að aftur hafi komið upp vandræði með framkvæmd samræmdra prófa í níunda bekk. Þriðja og síðasta prófið átti að hefjast klukkan níu en prófakerfið virkar ekki sem skyldi. 9. mars 2018 09:24 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Sjá meira
Nemendum í níunda bekk gefst kostur á að þreyta að nýju könnunarpróf í ensku og íslensku sem fresta þurfti í síðustu viku en niðurstöður prófanna verða ekki notaðar við mat á umsóknum um framhaldsskólavist. Menntamálaráðherra fundaði í morgun með helstu hagsmunaaðilum þar sem komist var að niðurstöðu um hvernig bregðast skyldi við. Fulltrúar nemenda sem sátu fundinn segja það sína upplifun að nemendur vilji almennt þreyta prófin. Þátttaka í könnunarprófunum verður valkvæð samkvæmt ákvörðun ráðherra en þeir nemendur sem luku prófunum í liðinni viku fá afhentar niðurstöður úr þeim. Þá verður vinnuhópi falið að gera tillögu að framtíðarstefnu um samræmd könnunarpróf. „Við erum ekki kannski endilega alltaf alveg sammála um hvaða ákvörðun eða hvaða nálgun sé best. En hins vegar þegar við erum að taka ákvörðun þá þarf að gæta meðalhófs, þá þarf að gæta jafnræðis,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra í samtali við Stöð 2 að fundi loknum í morgun. Fulltrúar ungmennaráðs umboðsmanns barna voru meðal þeirra sem sátu fund ráðherra. „Alla vega krakkar sem ég þekki þau vilja taka samræmdu prófin, þau vilja vita hvar þau standa á landinu,“ segir Rakel Sól Pétursdóttir, nemandi í 10. bekk. „Ég held algjörlega að þeir sem að vilja taka prófið aftur eiga að fá að taka prófið aftur og fá niðurstöðu sína þannig,“ segir stalla hennar, Auður Bjarnadóttir, en hún segir það hafa verið nemendum mikið áfall hversu illa til tókst í síðustu viku. Þær setja einnig spurningamerki við það hvort prófin eigi að vera rafræn. „Mín skoðin er náttúrlega að þau ættu ekki að vera haldin á tölvu rafrænt þar sem það getur verið erfitt að lesa í lesskylningi og reikna stærðfræðina,“ segir Auður. Öllum mun bjóðast að þreyta sambærileg könnunarpróf að nýju en þeir nemendur sem kjósa að taka ekki umrædd próf aftur verða leystir undan prófskyldu. Þá munu stjórnendur í hverjum skóla ákveða hvort þeir leggja prófin fyrir nemendur sína í vor eða haust. Menntamálastofnun hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir hvernig staðið var að framkvæmdinni en það er bandarískt fyrirtæki sem þjónustar prófakerfið sem brást í síðustu viku. „Við höfum þegar sett af stað tæknihóp sem er núna að skoða hvað fór úrskeiðis við þessa fyrirlögn, tæknilega skoða gagnagrunninn, eins alla ferla hjá okkur, gerðum við einhver mistök í samskiptum við þetta fyrirtæki og í öðrum undirbúningi?“ segir Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar.
Tengdar fréttir Óháður aðili fer yfir framkvæmd samræmdra prófa Verða niðurstöður þeirrar athugunar gerðar opinberar þegar þær liggja fyrir. 12. mars 2018 12:17 Vilja skoða hvort leggja eigi niður samræmd próf Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur hefur lagt fram tillögu um að fyrirkomulag samræmdra prófa verði tekið til endurskoðunar og komið verði af stað vinnu við endurmat. 14. mars 2018 17:22 Mistök við framkvæmd samræmdra prófa: „Sárt að valda nemendum, foreldrum og skólafólki vonbrigðum“ Sverrir Óskarsson, sviðsstjóri matssviðs Menntamálastofnunar, sem sér um framkvæmd samræmdra könnunarprófa, segir það gríðarleg vonbrigði að tæknilegir örðugleikar hafi komið við framkvæmd samræmds prófs í ensku í morgun. 9. mars 2018 12:30 Aftur vandræði með samræmdu prófin: „Þarf ekki bara að endurræsa Menntamálastofnun?“ Svo virðist sem að aftur hafi komið upp vandræði með framkvæmd samræmdra prófa í níunda bekk. Þriðja og síðasta prófið átti að hefjast klukkan níu en prófakerfið virkar ekki sem skyldi. 9. mars 2018 09:24 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Sjá meira
Óháður aðili fer yfir framkvæmd samræmdra prófa Verða niðurstöður þeirrar athugunar gerðar opinberar þegar þær liggja fyrir. 12. mars 2018 12:17
Vilja skoða hvort leggja eigi niður samræmd próf Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur hefur lagt fram tillögu um að fyrirkomulag samræmdra prófa verði tekið til endurskoðunar og komið verði af stað vinnu við endurmat. 14. mars 2018 17:22
Mistök við framkvæmd samræmdra prófa: „Sárt að valda nemendum, foreldrum og skólafólki vonbrigðum“ Sverrir Óskarsson, sviðsstjóri matssviðs Menntamálastofnunar, sem sér um framkvæmd samræmdra könnunarprófa, segir það gríðarleg vonbrigði að tæknilegir örðugleikar hafi komið við framkvæmd samræmds prófs í ensku í morgun. 9. mars 2018 12:30
Aftur vandræði með samræmdu prófin: „Þarf ekki bara að endurræsa Menntamálastofnun?“ Svo virðist sem að aftur hafi komið upp vandræði með framkvæmd samræmdra prófa í níunda bekk. Þriðja og síðasta prófið átti að hefjast klukkan níu en prófakerfið virkar ekki sem skyldi. 9. mars 2018 09:24