Nemendur velja sjálfir hvort þeir taki samræmdu prófin aftur Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. mars 2018 17:45 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir/Stefán Nemendum í 9. bekk gefst kostur á að þreyta að nýju könnunarpróf í ensku og íslensku, en próftaka tveggja samræmdra prófa mistókst í síðustu viku. Þátttaka í könnunarprófunum verður valkvæð og munu stjórnendur í hverjum skóla ákveða hvort þeir leggja prófin fyrir nemendur sína í vor eða haust, að því er fram kemur í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Þeir nemendur sem luku prófunum í liðinni viku fá afhentar niðurstöður úr þeim. Öllum býðst svo að þreyta sambærileg könnunarpróf að nýju. Þeir nemendur sem kjósa, að höfðu samráði við forráðamenn, að taka ekki umrædd próf aftur verða leystir undan prófskyldu. Í tilkynningu kemur fram að þessi leið hafi verið talin sanngjörnust fyrir nemendur. Þá verða ekki gefnar út svokallaðar raðeinkunnir, ekki verða reiknuð meðaltöl fyrir einstaka skóla eða landssvæði og samanburður milli skóla verður ekki mögulegur vegna annmarka á framkvæmd prófanna. Sjá einnig: Lögfræðiálit unnið um stöðu þeirra sem þreyttu samræmdu prófin „Það var mikilvægt að eyða óvissu um framhald þessa máls. Skoðanir nemenda, foreldra, kennara og skólastjórnenda eru ólíkar og ég hef t.a.m. fengið fjölmörg bréf frá fólki sem ýmist vill fella prófin niður, leggja þau fyrir alla nemendur að nýju eða fara bil beggja,” segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. „Það er ljóst að engin ein niðurstaða sættir öll sjónarmið í málinu en það er mikilvægt að ákvörðun ráðuneytisins sé í fullu samræmi við lög og sanngjörn gagnvart nemendum. Réttur nemenda verður ekki tekinn af þeim og ég er vongóð um að sátt geti skapast um þessa leið." Niðurstöður í málinu eru byggðar á samráðsfundi í ráðuneytinu með fulltrúum úr skólasamfélaginu. Í tilkynningu segir að ólík sjónarmið hafi komið fram á fundinum en fundarmenn sammæltust um að vinna að farsælli lausn í kjölfar ákvörðunar ráðherra. Á fundinum var enn fremur ákveðið að setja á laggirnar vinnuhóp hagsmunaaðila, sem geri tillögu að framtíðarstefnu um fyrirkomulag samræmdra könnunarprófa. Hópurinn verður skipaður á næstu vikum og á hann að skila mati sínu ásamt tillögu til ráðherra fyrir árslok. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Óháður aðili fer yfir framkvæmd samræmdra prófa Verða niðurstöður þeirrar athugunar gerðar opinberar þegar þær liggja fyrir. 12. mars 2018 12:17 Lögfræðiálit unnið um stöðu þeirra sem þreyttu samræmdu prófin Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fundaði með fulltrúum Menntamálastofnunar um helgina vegna þeirrar stöðu sem upp er komin varðandi samræmd próf níundu bekkinga. 12. mars 2018 07:00 Vilja skoða hvort leggja eigi niður samræmd próf Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur hefur lagt fram tillögu um að fyrirkomulag samræmdra prófa verði tekið til endurskoðunar og komið verði af stað vinnu við endurmat. 14. mars 2018 17:22 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Sjá meira
Nemendum í 9. bekk gefst kostur á að þreyta að nýju könnunarpróf í ensku og íslensku, en próftaka tveggja samræmdra prófa mistókst í síðustu viku. Þátttaka í könnunarprófunum verður valkvæð og munu stjórnendur í hverjum skóla ákveða hvort þeir leggja prófin fyrir nemendur sína í vor eða haust, að því er fram kemur í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Þeir nemendur sem luku prófunum í liðinni viku fá afhentar niðurstöður úr þeim. Öllum býðst svo að þreyta sambærileg könnunarpróf að nýju. Þeir nemendur sem kjósa, að höfðu samráði við forráðamenn, að taka ekki umrædd próf aftur verða leystir undan prófskyldu. Í tilkynningu kemur fram að þessi leið hafi verið talin sanngjörnust fyrir nemendur. Þá verða ekki gefnar út svokallaðar raðeinkunnir, ekki verða reiknuð meðaltöl fyrir einstaka skóla eða landssvæði og samanburður milli skóla verður ekki mögulegur vegna annmarka á framkvæmd prófanna. Sjá einnig: Lögfræðiálit unnið um stöðu þeirra sem þreyttu samræmdu prófin „Það var mikilvægt að eyða óvissu um framhald þessa máls. Skoðanir nemenda, foreldra, kennara og skólastjórnenda eru ólíkar og ég hef t.a.m. fengið fjölmörg bréf frá fólki sem ýmist vill fella prófin niður, leggja þau fyrir alla nemendur að nýju eða fara bil beggja,” segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. „Það er ljóst að engin ein niðurstaða sættir öll sjónarmið í málinu en það er mikilvægt að ákvörðun ráðuneytisins sé í fullu samræmi við lög og sanngjörn gagnvart nemendum. Réttur nemenda verður ekki tekinn af þeim og ég er vongóð um að sátt geti skapast um þessa leið." Niðurstöður í málinu eru byggðar á samráðsfundi í ráðuneytinu með fulltrúum úr skólasamfélaginu. Í tilkynningu segir að ólík sjónarmið hafi komið fram á fundinum en fundarmenn sammæltust um að vinna að farsælli lausn í kjölfar ákvörðunar ráðherra. Á fundinum var enn fremur ákveðið að setja á laggirnar vinnuhóp hagsmunaaðila, sem geri tillögu að framtíðarstefnu um fyrirkomulag samræmdra könnunarprófa. Hópurinn verður skipaður á næstu vikum og á hann að skila mati sínu ásamt tillögu til ráðherra fyrir árslok.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Óháður aðili fer yfir framkvæmd samræmdra prófa Verða niðurstöður þeirrar athugunar gerðar opinberar þegar þær liggja fyrir. 12. mars 2018 12:17 Lögfræðiálit unnið um stöðu þeirra sem þreyttu samræmdu prófin Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fundaði með fulltrúum Menntamálastofnunar um helgina vegna þeirrar stöðu sem upp er komin varðandi samræmd próf níundu bekkinga. 12. mars 2018 07:00 Vilja skoða hvort leggja eigi niður samræmd próf Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur hefur lagt fram tillögu um að fyrirkomulag samræmdra prófa verði tekið til endurskoðunar og komið verði af stað vinnu við endurmat. 14. mars 2018 17:22 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Sjá meira
Óháður aðili fer yfir framkvæmd samræmdra prófa Verða niðurstöður þeirrar athugunar gerðar opinberar þegar þær liggja fyrir. 12. mars 2018 12:17
Lögfræðiálit unnið um stöðu þeirra sem þreyttu samræmdu prófin Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fundaði með fulltrúum Menntamálastofnunar um helgina vegna þeirrar stöðu sem upp er komin varðandi samræmd próf níundu bekkinga. 12. mars 2018 07:00
Vilja skoða hvort leggja eigi niður samræmd próf Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur hefur lagt fram tillögu um að fyrirkomulag samræmdra prófa verði tekið til endurskoðunar og komið verði af stað vinnu við endurmat. 14. mars 2018 17:22