Bretland óskar eftir fundi í öryggisráðinu vegna árásarinnar á Skripal Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. mars 2018 11:52 Theresa May boðar refsiaðgerðir gegn Rússum vegna árásarinnar á Skripal. vísir/getty Bretland hefur óskað eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árásarinnar á fyrrverandi njósnara Rússa, Sergei Skripal. Frá þessu er greint á vef BBC en Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, undirbýr nú röð refsiaðgerða gegn Rússum eftir að frestur þeirra til þessa að útskýra hvers vegna eitrað var fyrir Skripal á breskri grundumeð taugaeitri sem rekja má til rússneskra yfirvalda rann út á miðnætti. Að því er fram kemur á vef Guardian fundaði May í morgun með breska þjóðaröryggisráðinu og lagði þar fram tillögur sínar um refsiaðgerðirnar en eftir um klukkustund mun hún svo kynna þær í breska þinginu. Á mánudag sagði May að hún teldi það afar líklegt að Rússar bæru ábyrgð á árásinni á Skripal og dóttur hans Yuliu en eitrað var fyrir þeim í enska bænum Salisbury í síðustu viku. Annað hvort hefðu rússnesk yfirvöld eitrað sjálf fyrir feðginunum eða þá að þau hefðu komið því í kring að eitrið kæmist í hendur tilræðismannanna. Rússar hafa lýst því yfir í dag að þeir muni bregðast við því af hörku ef Bretland grípur til refsiaðgerða gegn þeim vegna Skripal. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í morgun að ásakanir Breta í garð Rússa varðandi árásina á Skripal væru pólitískur leikur, gerður til að afvegaleiða alþjóðasamfélagið. Hann sagði að Rússa myndu ekki leyfa slíkan leik. Þá sagði Lavrov að Rússar hefðu ekki haft neina ástæðu til að eitra fyrir Skripal og benti á aðila sem hefðu áhuga á því að dreifa óhróðri um Rússland. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem breska utanríkisráðuneytið hefur tekið saman um um það sem það kallar yfirgang rússneskra yfirvalda.Fréttin hefur verið uppfærð.The use of a nerve agent in Salisbury follows a well-established pattern of Russian state aggression pic.twitter.com/eY4Vy1pw9t— Foreign Office (@foreignoffice) March 14, 2018 Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Telur afar líklegt að Rússar beri ábyrgð á því að eitrað var fyrir njósnara May tilkynnti þessa niðurstöðu á breska þinginu í dag 12. mars 2018 17:57 Rússar hyggjast ekki svara Bretum nema þeir fái sýni af eitrinu Yfirvöld í Kreml svara ekki ásökunum Breta um notkun taugaeiturs á breskri grund fyrr en þau fá sýni af efninu sem notað var. 14. mars 2018 06:00 Rússar segjast ekki bera ábyrgð á eitrun Skripal Vilja aðgang að taugaeitrinu sem notað var og segja Breta hafa meinað þeim aðgang að sönnunargögnum. 13. mars 2018 11:00 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Bretland hefur óskað eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árásarinnar á fyrrverandi njósnara Rússa, Sergei Skripal. Frá þessu er greint á vef BBC en Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, undirbýr nú röð refsiaðgerða gegn Rússum eftir að frestur þeirra til þessa að útskýra hvers vegna eitrað var fyrir Skripal á breskri grundumeð taugaeitri sem rekja má til rússneskra yfirvalda rann út á miðnætti. Að því er fram kemur á vef Guardian fundaði May í morgun með breska þjóðaröryggisráðinu og lagði þar fram tillögur sínar um refsiaðgerðirnar en eftir um klukkustund mun hún svo kynna þær í breska þinginu. Á mánudag sagði May að hún teldi það afar líklegt að Rússar bæru ábyrgð á árásinni á Skripal og dóttur hans Yuliu en eitrað var fyrir þeim í enska bænum Salisbury í síðustu viku. Annað hvort hefðu rússnesk yfirvöld eitrað sjálf fyrir feðginunum eða þá að þau hefðu komið því í kring að eitrið kæmist í hendur tilræðismannanna. Rússar hafa lýst því yfir í dag að þeir muni bregðast við því af hörku ef Bretland grípur til refsiaðgerða gegn þeim vegna Skripal. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í morgun að ásakanir Breta í garð Rússa varðandi árásina á Skripal væru pólitískur leikur, gerður til að afvegaleiða alþjóðasamfélagið. Hann sagði að Rússa myndu ekki leyfa slíkan leik. Þá sagði Lavrov að Rússar hefðu ekki haft neina ástæðu til að eitra fyrir Skripal og benti á aðila sem hefðu áhuga á því að dreifa óhróðri um Rússland. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem breska utanríkisráðuneytið hefur tekið saman um um það sem það kallar yfirgang rússneskra yfirvalda.Fréttin hefur verið uppfærð.The use of a nerve agent in Salisbury follows a well-established pattern of Russian state aggression pic.twitter.com/eY4Vy1pw9t— Foreign Office (@foreignoffice) March 14, 2018
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Telur afar líklegt að Rússar beri ábyrgð á því að eitrað var fyrir njósnara May tilkynnti þessa niðurstöðu á breska þinginu í dag 12. mars 2018 17:57 Rússar hyggjast ekki svara Bretum nema þeir fái sýni af eitrinu Yfirvöld í Kreml svara ekki ásökunum Breta um notkun taugaeiturs á breskri grund fyrr en þau fá sýni af efninu sem notað var. 14. mars 2018 06:00 Rússar segjast ekki bera ábyrgð á eitrun Skripal Vilja aðgang að taugaeitrinu sem notað var og segja Breta hafa meinað þeim aðgang að sönnunargögnum. 13. mars 2018 11:00 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Telur afar líklegt að Rússar beri ábyrgð á því að eitrað var fyrir njósnara May tilkynnti þessa niðurstöðu á breska þinginu í dag 12. mars 2018 17:57
Rússar hyggjast ekki svara Bretum nema þeir fái sýni af eitrinu Yfirvöld í Kreml svara ekki ásökunum Breta um notkun taugaeiturs á breskri grund fyrr en þau fá sýni af efninu sem notað var. 14. mars 2018 06:00
Rússar segjast ekki bera ábyrgð á eitrun Skripal Vilja aðgang að taugaeitrinu sem notað var og segja Breta hafa meinað þeim aðgang að sönnunargögnum. 13. mars 2018 11:00