Vegagerðin kveðst vonast til að svifryk minnki á næstunni Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. mars 2018 06:00 Áhrifin af stífari kröfum til steinefna í bundnu slitlagi eru sögð eiga eftir að koma enn skýrar fram. Vísir/GVA Hugsanlegt er að svifryk vegna steinefna sem losna upp úr bundnu slitlagi á helstu stofnbrautum í Reykjavík geti minnkað á allra næstu misserum. Ástæðan er sú að kröfur sem Vegagerðin gerir til slitþols hafa aukist verulega að undanförnu. Vegagerðin sér um viðhald helstu stofnbrauta í Reykjavík á borð við Sæbraut, Miklubraut og Hringbraut. Umferðarþyngstu göturnar eru þær götur þar sem mest hættan á svifryksmenguninni er. „Þetta eru að mestu leyti steinefni sem eru að slitna upp og verða að svifryki. Nú til dags erum við komin með miklu stífari kröfur varðandi slitþol. Reyndar það stífar að íslenskt steinefni uppfyllir þær mjög sjaldan hérna í Reykjavík,“ segir Birkir Hrannar Jóakimsson, verkfræðingur hjá Vegagerðinni. Birkir segir að til að ná þessu slitþoli þurfi að flytja inn steinefni frá Noregi sem sé nógu sterkt. Reynt sé að hafa malbikið stífara og harðara þannig að það slitni síður. „Við erum komin í ítrustu kröfur varðandi slitþol. Ef slitþolið verður of mikið þá getum við lent í öðrum vandræðum. Sem er að það getur orðið pólering og steinefnið getur orðið hált með tímanum. Það er ekkert betra,“ segir hann. Birkir segir að áhrifin af þessum stífu kröfum eigi eftir að koma enn skýrar fram. „Vegna þess að við höfum ekki náð að leggja yfir alla vegi eftir þessum nýju kröfum.“ Hann segist því binda vonir við að að svifryksmengun geti minnkað á næstu misserum. „Við reynum okkar besta til að finna leiðir til að minnka þetta og þar með minnka slitið á vegunum í leiðinni. Þetta er samhangandi, svifrykið og hjólfaramyndun.“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar, gerði svifryk að umtalsefni í aðsendri grein í Fréttablaðinu í gær. „Skoða þarf hvort unnt sé að draga enn frekar úr svifryki með því að steypa umferðarþyngstu göturnar,“ sagði hann. Birkir segir bæði kosti og galla fylgja því að steypa götur. „En eins og staðan er í dag eru gallarnir líklega stærri en kostirnir. Það er til dæmis mun dýrara. Það tekur mun lengri tíma og í viðhaldi á götum gætum við þurft að loka akreinum eins og í Ártúnsbrekkunni í nokkra daga til að gera við.“ Steypan sé ekki eins sveigjanleg og malbikið og það geti komið sprungur. Birkir segist ekki heldur vera viss um að steyptar götur séu betri varðandi svifryk því þar geti sementsryk þyrlast upp. „Ég sé það ekki í fljótu bragði en það getur vel verið að einhver geti leiðrétt mig í því.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Varhugavert að fara út að skokka á verstu dögum Sex daga í ár hefur svifryk í Reykjavík farið yfir sólarhringsheilsumörk. Svifrykið getur aukið líkur á blóðtöppum og hjartaáföllum. Lagasetningu þarf til að hægt sé að draga úr umferð. Unnið er að breytingum á umferðarlögum. 13. mars 2018 06:00 Þúsundir þyrftu að leggja einkabílnum til að það hefði áhrif á svifryksmengun Borgin sendi frá sér fréttatilkynningu skömmu fyrir hádegi í dag þar sem varað er við háum styrk svifryks. Fyrir helgi var einnig varað við svifryksmengun en þegar veður er gott líkt og nú, engin úrkoma og hægur vindur, eykst hættan á slíkri mengun. 12. mars 2018 13:39 Vill grípa til „raunhæfari leiða“ áður en umferð er takmörkuð vegna svifryksmengunar Eyþór Arnalds segir að bæði þurfi að taka á orsökum þess að svo mikið svifryk myndist í Reykjavík eins og verið hefur undanfarna daga og svifrykinu sjálfu. 13. mars 2018 13:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Hugsanlegt er að svifryk vegna steinefna sem losna upp úr bundnu slitlagi á helstu stofnbrautum í Reykjavík geti minnkað á allra næstu misserum. Ástæðan er sú að kröfur sem Vegagerðin gerir til slitþols hafa aukist verulega að undanförnu. Vegagerðin sér um viðhald helstu stofnbrauta í Reykjavík á borð við Sæbraut, Miklubraut og Hringbraut. Umferðarþyngstu göturnar eru þær götur þar sem mest hættan á svifryksmenguninni er. „Þetta eru að mestu leyti steinefni sem eru að slitna upp og verða að svifryki. Nú til dags erum við komin með miklu stífari kröfur varðandi slitþol. Reyndar það stífar að íslenskt steinefni uppfyllir þær mjög sjaldan hérna í Reykjavík,“ segir Birkir Hrannar Jóakimsson, verkfræðingur hjá Vegagerðinni. Birkir segir að til að ná þessu slitþoli þurfi að flytja inn steinefni frá Noregi sem sé nógu sterkt. Reynt sé að hafa malbikið stífara og harðara þannig að það slitni síður. „Við erum komin í ítrustu kröfur varðandi slitþol. Ef slitþolið verður of mikið þá getum við lent í öðrum vandræðum. Sem er að það getur orðið pólering og steinefnið getur orðið hált með tímanum. Það er ekkert betra,“ segir hann. Birkir segir að áhrifin af þessum stífu kröfum eigi eftir að koma enn skýrar fram. „Vegna þess að við höfum ekki náð að leggja yfir alla vegi eftir þessum nýju kröfum.“ Hann segist því binda vonir við að að svifryksmengun geti minnkað á næstu misserum. „Við reynum okkar besta til að finna leiðir til að minnka þetta og þar með minnka slitið á vegunum í leiðinni. Þetta er samhangandi, svifrykið og hjólfaramyndun.“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar, gerði svifryk að umtalsefni í aðsendri grein í Fréttablaðinu í gær. „Skoða þarf hvort unnt sé að draga enn frekar úr svifryki með því að steypa umferðarþyngstu göturnar,“ sagði hann. Birkir segir bæði kosti og galla fylgja því að steypa götur. „En eins og staðan er í dag eru gallarnir líklega stærri en kostirnir. Það er til dæmis mun dýrara. Það tekur mun lengri tíma og í viðhaldi á götum gætum við þurft að loka akreinum eins og í Ártúnsbrekkunni í nokkra daga til að gera við.“ Steypan sé ekki eins sveigjanleg og malbikið og það geti komið sprungur. Birkir segist ekki heldur vera viss um að steyptar götur séu betri varðandi svifryk því þar geti sementsryk þyrlast upp. „Ég sé það ekki í fljótu bragði en það getur vel verið að einhver geti leiðrétt mig í því.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Varhugavert að fara út að skokka á verstu dögum Sex daga í ár hefur svifryk í Reykjavík farið yfir sólarhringsheilsumörk. Svifrykið getur aukið líkur á blóðtöppum og hjartaáföllum. Lagasetningu þarf til að hægt sé að draga úr umferð. Unnið er að breytingum á umferðarlögum. 13. mars 2018 06:00 Þúsundir þyrftu að leggja einkabílnum til að það hefði áhrif á svifryksmengun Borgin sendi frá sér fréttatilkynningu skömmu fyrir hádegi í dag þar sem varað er við háum styrk svifryks. Fyrir helgi var einnig varað við svifryksmengun en þegar veður er gott líkt og nú, engin úrkoma og hægur vindur, eykst hættan á slíkri mengun. 12. mars 2018 13:39 Vill grípa til „raunhæfari leiða“ áður en umferð er takmörkuð vegna svifryksmengunar Eyþór Arnalds segir að bæði þurfi að taka á orsökum þess að svo mikið svifryk myndist í Reykjavík eins og verið hefur undanfarna daga og svifrykinu sjálfu. 13. mars 2018 13:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Varhugavert að fara út að skokka á verstu dögum Sex daga í ár hefur svifryk í Reykjavík farið yfir sólarhringsheilsumörk. Svifrykið getur aukið líkur á blóðtöppum og hjartaáföllum. Lagasetningu þarf til að hægt sé að draga úr umferð. Unnið er að breytingum á umferðarlögum. 13. mars 2018 06:00
Þúsundir þyrftu að leggja einkabílnum til að það hefði áhrif á svifryksmengun Borgin sendi frá sér fréttatilkynningu skömmu fyrir hádegi í dag þar sem varað er við háum styrk svifryks. Fyrir helgi var einnig varað við svifryksmengun en þegar veður er gott líkt og nú, engin úrkoma og hægur vindur, eykst hættan á slíkri mengun. 12. mars 2018 13:39
Vill grípa til „raunhæfari leiða“ áður en umferð er takmörkuð vegna svifryksmengunar Eyþór Arnalds segir að bæði þurfi að taka á orsökum þess að svo mikið svifryk myndist í Reykjavík eins og verið hefur undanfarna daga og svifrykinu sjálfu. 13. mars 2018 13:30