Vegagerðin kveðst vonast til að svifryk minnki á næstunni Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. mars 2018 06:00 Áhrifin af stífari kröfum til steinefna í bundnu slitlagi eru sögð eiga eftir að koma enn skýrar fram. Vísir/GVA Hugsanlegt er að svifryk vegna steinefna sem losna upp úr bundnu slitlagi á helstu stofnbrautum í Reykjavík geti minnkað á allra næstu misserum. Ástæðan er sú að kröfur sem Vegagerðin gerir til slitþols hafa aukist verulega að undanförnu. Vegagerðin sér um viðhald helstu stofnbrauta í Reykjavík á borð við Sæbraut, Miklubraut og Hringbraut. Umferðarþyngstu göturnar eru þær götur þar sem mest hættan á svifryksmenguninni er. „Þetta eru að mestu leyti steinefni sem eru að slitna upp og verða að svifryki. Nú til dags erum við komin með miklu stífari kröfur varðandi slitþol. Reyndar það stífar að íslenskt steinefni uppfyllir þær mjög sjaldan hérna í Reykjavík,“ segir Birkir Hrannar Jóakimsson, verkfræðingur hjá Vegagerðinni. Birkir segir að til að ná þessu slitþoli þurfi að flytja inn steinefni frá Noregi sem sé nógu sterkt. Reynt sé að hafa malbikið stífara og harðara þannig að það slitni síður. „Við erum komin í ítrustu kröfur varðandi slitþol. Ef slitþolið verður of mikið þá getum við lent í öðrum vandræðum. Sem er að það getur orðið pólering og steinefnið getur orðið hált með tímanum. Það er ekkert betra,“ segir hann. Birkir segir að áhrifin af þessum stífu kröfum eigi eftir að koma enn skýrar fram. „Vegna þess að við höfum ekki náð að leggja yfir alla vegi eftir þessum nýju kröfum.“ Hann segist því binda vonir við að að svifryksmengun geti minnkað á næstu misserum. „Við reynum okkar besta til að finna leiðir til að minnka þetta og þar með minnka slitið á vegunum í leiðinni. Þetta er samhangandi, svifrykið og hjólfaramyndun.“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar, gerði svifryk að umtalsefni í aðsendri grein í Fréttablaðinu í gær. „Skoða þarf hvort unnt sé að draga enn frekar úr svifryki með því að steypa umferðarþyngstu göturnar,“ sagði hann. Birkir segir bæði kosti og galla fylgja því að steypa götur. „En eins og staðan er í dag eru gallarnir líklega stærri en kostirnir. Það er til dæmis mun dýrara. Það tekur mun lengri tíma og í viðhaldi á götum gætum við þurft að loka akreinum eins og í Ártúnsbrekkunni í nokkra daga til að gera við.“ Steypan sé ekki eins sveigjanleg og malbikið og það geti komið sprungur. Birkir segist ekki heldur vera viss um að steyptar götur séu betri varðandi svifryk því þar geti sementsryk þyrlast upp. „Ég sé það ekki í fljótu bragði en það getur vel verið að einhver geti leiðrétt mig í því.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Varhugavert að fara út að skokka á verstu dögum Sex daga í ár hefur svifryk í Reykjavík farið yfir sólarhringsheilsumörk. Svifrykið getur aukið líkur á blóðtöppum og hjartaáföllum. Lagasetningu þarf til að hægt sé að draga úr umferð. Unnið er að breytingum á umferðarlögum. 13. mars 2018 06:00 Þúsundir þyrftu að leggja einkabílnum til að það hefði áhrif á svifryksmengun Borgin sendi frá sér fréttatilkynningu skömmu fyrir hádegi í dag þar sem varað er við háum styrk svifryks. Fyrir helgi var einnig varað við svifryksmengun en þegar veður er gott líkt og nú, engin úrkoma og hægur vindur, eykst hættan á slíkri mengun. 12. mars 2018 13:39 Vill grípa til „raunhæfari leiða“ áður en umferð er takmörkuð vegna svifryksmengunar Eyþór Arnalds segir að bæði þurfi að taka á orsökum þess að svo mikið svifryk myndist í Reykjavík eins og verið hefur undanfarna daga og svifrykinu sjálfu. 13. mars 2018 13:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Hugsanlegt er að svifryk vegna steinefna sem losna upp úr bundnu slitlagi á helstu stofnbrautum í Reykjavík geti minnkað á allra næstu misserum. Ástæðan er sú að kröfur sem Vegagerðin gerir til slitþols hafa aukist verulega að undanförnu. Vegagerðin sér um viðhald helstu stofnbrauta í Reykjavík á borð við Sæbraut, Miklubraut og Hringbraut. Umferðarþyngstu göturnar eru þær götur þar sem mest hættan á svifryksmenguninni er. „Þetta eru að mestu leyti steinefni sem eru að slitna upp og verða að svifryki. Nú til dags erum við komin með miklu stífari kröfur varðandi slitþol. Reyndar það stífar að íslenskt steinefni uppfyllir þær mjög sjaldan hérna í Reykjavík,“ segir Birkir Hrannar Jóakimsson, verkfræðingur hjá Vegagerðinni. Birkir segir að til að ná þessu slitþoli þurfi að flytja inn steinefni frá Noregi sem sé nógu sterkt. Reynt sé að hafa malbikið stífara og harðara þannig að það slitni síður. „Við erum komin í ítrustu kröfur varðandi slitþol. Ef slitþolið verður of mikið þá getum við lent í öðrum vandræðum. Sem er að það getur orðið pólering og steinefnið getur orðið hált með tímanum. Það er ekkert betra,“ segir hann. Birkir segir að áhrifin af þessum stífu kröfum eigi eftir að koma enn skýrar fram. „Vegna þess að við höfum ekki náð að leggja yfir alla vegi eftir þessum nýju kröfum.“ Hann segist því binda vonir við að að svifryksmengun geti minnkað á næstu misserum. „Við reynum okkar besta til að finna leiðir til að minnka þetta og þar með minnka slitið á vegunum í leiðinni. Þetta er samhangandi, svifrykið og hjólfaramyndun.“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar, gerði svifryk að umtalsefni í aðsendri grein í Fréttablaðinu í gær. „Skoða þarf hvort unnt sé að draga enn frekar úr svifryki með því að steypa umferðarþyngstu göturnar,“ sagði hann. Birkir segir bæði kosti og galla fylgja því að steypa götur. „En eins og staðan er í dag eru gallarnir líklega stærri en kostirnir. Það er til dæmis mun dýrara. Það tekur mun lengri tíma og í viðhaldi á götum gætum við þurft að loka akreinum eins og í Ártúnsbrekkunni í nokkra daga til að gera við.“ Steypan sé ekki eins sveigjanleg og malbikið og það geti komið sprungur. Birkir segist ekki heldur vera viss um að steyptar götur séu betri varðandi svifryk því þar geti sementsryk þyrlast upp. „Ég sé það ekki í fljótu bragði en það getur vel verið að einhver geti leiðrétt mig í því.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Varhugavert að fara út að skokka á verstu dögum Sex daga í ár hefur svifryk í Reykjavík farið yfir sólarhringsheilsumörk. Svifrykið getur aukið líkur á blóðtöppum og hjartaáföllum. Lagasetningu þarf til að hægt sé að draga úr umferð. Unnið er að breytingum á umferðarlögum. 13. mars 2018 06:00 Þúsundir þyrftu að leggja einkabílnum til að það hefði áhrif á svifryksmengun Borgin sendi frá sér fréttatilkynningu skömmu fyrir hádegi í dag þar sem varað er við háum styrk svifryks. Fyrir helgi var einnig varað við svifryksmengun en þegar veður er gott líkt og nú, engin úrkoma og hægur vindur, eykst hættan á slíkri mengun. 12. mars 2018 13:39 Vill grípa til „raunhæfari leiða“ áður en umferð er takmörkuð vegna svifryksmengunar Eyþór Arnalds segir að bæði þurfi að taka á orsökum þess að svo mikið svifryk myndist í Reykjavík eins og verið hefur undanfarna daga og svifrykinu sjálfu. 13. mars 2018 13:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Varhugavert að fara út að skokka á verstu dögum Sex daga í ár hefur svifryk í Reykjavík farið yfir sólarhringsheilsumörk. Svifrykið getur aukið líkur á blóðtöppum og hjartaáföllum. Lagasetningu þarf til að hægt sé að draga úr umferð. Unnið er að breytingum á umferðarlögum. 13. mars 2018 06:00
Þúsundir þyrftu að leggja einkabílnum til að það hefði áhrif á svifryksmengun Borgin sendi frá sér fréttatilkynningu skömmu fyrir hádegi í dag þar sem varað er við háum styrk svifryks. Fyrir helgi var einnig varað við svifryksmengun en þegar veður er gott líkt og nú, engin úrkoma og hægur vindur, eykst hættan á slíkri mengun. 12. mars 2018 13:39
Vill grípa til „raunhæfari leiða“ áður en umferð er takmörkuð vegna svifryksmengunar Eyþór Arnalds segir að bæði þurfi að taka á orsökum þess að svo mikið svifryk myndist í Reykjavík eins og verið hefur undanfarna daga og svifrykinu sjálfu. 13. mars 2018 13:30
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent