Telur afar líklegt að Rússar beri ábyrgð á því að eitrað var fyrir njósnara Birgir Olgeirsson skrifar 12. mars 2018 17:57 Theresa May, forsætisráðherra Breta. Vísir/Getty Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, telur afar líklegt að rússnesk yfirvöld beri ábyrgð á því að fyrrverandi njósnara og dóttur hans var byrlað eitur í Bretlandi. May tilkynnti þessa niðurstöðu á breska þinginu í dag en greint er frá henni á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Þar segir að því sé haldið fram að rússnesk yfirvöld beri annað hvort beina ábyrgð á því að eitrað var fyrir njósnaranum fyrrverandi og dóttur hans eða þá að yfirvöld í Rússlandi hafi komið því í kring að eitrið rataði í hendur tilræðismanna. May sagði að búið væri að greina eitrið sem er af tegundinni Novichok. Sagði forsætisráðherrann að utanríkisráðherra Breta, Boris Johnson hefði tilkynnt sendiherra Rússa að yfirvöld í Rússlandi yrðu að gera fyllilega grein fyrir sínu máli sem allra fyrst. Sagði hún að ef ekki fást skýr svör frá Rússum þá verði litið svo á að Rússar hafi beitt valdi sínu ólöglega á breskri grund. Njósnarinn fyrrverandi heitir Sergei Skripal, 66 ára, en dóttir hans heitir Yulia, 33 ára. Þau fundust meðvitundarlaus á bekk í verslunarmiðstöð í Salisbury í Wiltshire í suðurhluta Englands. Engir sjáanlegir áverkar voru á þeim. Þau liggja nú þungt haldin á sjúkrahúsi en líðan þeirra er sögð stöðug. Lögreglumaður sem hlúði að þeim er enn þungt haldinn eftir að hafa komist í tæri við eitrið. Theresa May sagði á breska þinginu í dag að ástæðan fyrir því að sjónum breskra yfirvalda væri beint að Rússum væri vegna fyrri verka þeirra þegar kemur að því að ráða þá af dögum sem hafa flúið Rússland. Skripal var dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir njósnir í þágu Breta í Rússlandi árið 2006. Honum var sleppt fjórum áður síðar og veitt hæli á Bretlandi. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af seinum fyrirmælum lögreglu vegna eiturefnaárásar Hundruð taka þátt í rannsókninni á eiturefnaárás á Sergei og Yuliu Skripal. 12. mars 2018 00:02 Segja 21 hafa orðið fyrir áhrifum taugaeitursins Einungis þrír eru þó enn á sjúkrahúsi. Það eru njósnarinn Sergei Skripal, dóttir hans Yulia og lögregluþjónninn Nick Bailey. 8. mars 2018 19:29 Þjóðaröryggisráð fundar vegna árásarinnar á Skripal feðginin Þjóðaröryggisráð Bretlands mun funda í dag með Theresu May, forsætisráðherra Bretlands. 12. mars 2018 07:55 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, telur afar líklegt að rússnesk yfirvöld beri ábyrgð á því að fyrrverandi njósnara og dóttur hans var byrlað eitur í Bretlandi. May tilkynnti þessa niðurstöðu á breska þinginu í dag en greint er frá henni á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Þar segir að því sé haldið fram að rússnesk yfirvöld beri annað hvort beina ábyrgð á því að eitrað var fyrir njósnaranum fyrrverandi og dóttur hans eða þá að yfirvöld í Rússlandi hafi komið því í kring að eitrið rataði í hendur tilræðismanna. May sagði að búið væri að greina eitrið sem er af tegundinni Novichok. Sagði forsætisráðherrann að utanríkisráðherra Breta, Boris Johnson hefði tilkynnt sendiherra Rússa að yfirvöld í Rússlandi yrðu að gera fyllilega grein fyrir sínu máli sem allra fyrst. Sagði hún að ef ekki fást skýr svör frá Rússum þá verði litið svo á að Rússar hafi beitt valdi sínu ólöglega á breskri grund. Njósnarinn fyrrverandi heitir Sergei Skripal, 66 ára, en dóttir hans heitir Yulia, 33 ára. Þau fundust meðvitundarlaus á bekk í verslunarmiðstöð í Salisbury í Wiltshire í suðurhluta Englands. Engir sjáanlegir áverkar voru á þeim. Þau liggja nú þungt haldin á sjúkrahúsi en líðan þeirra er sögð stöðug. Lögreglumaður sem hlúði að þeim er enn þungt haldinn eftir að hafa komist í tæri við eitrið. Theresa May sagði á breska þinginu í dag að ástæðan fyrir því að sjónum breskra yfirvalda væri beint að Rússum væri vegna fyrri verka þeirra þegar kemur að því að ráða þá af dögum sem hafa flúið Rússland. Skripal var dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir njósnir í þágu Breta í Rússlandi árið 2006. Honum var sleppt fjórum áður síðar og veitt hæli á Bretlandi.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af seinum fyrirmælum lögreglu vegna eiturefnaárásar Hundruð taka þátt í rannsókninni á eiturefnaárás á Sergei og Yuliu Skripal. 12. mars 2018 00:02 Segja 21 hafa orðið fyrir áhrifum taugaeitursins Einungis þrír eru þó enn á sjúkrahúsi. Það eru njósnarinn Sergei Skripal, dóttir hans Yulia og lögregluþjónninn Nick Bailey. 8. mars 2018 19:29 Þjóðaröryggisráð fundar vegna árásarinnar á Skripal feðginin Þjóðaröryggisráð Bretlands mun funda í dag með Theresu May, forsætisráðherra Bretlands. 12. mars 2018 07:55 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Hafa áhyggjur af seinum fyrirmælum lögreglu vegna eiturefnaárásar Hundruð taka þátt í rannsókninni á eiturefnaárás á Sergei og Yuliu Skripal. 12. mars 2018 00:02
Segja 21 hafa orðið fyrir áhrifum taugaeitursins Einungis þrír eru þó enn á sjúkrahúsi. Það eru njósnarinn Sergei Skripal, dóttir hans Yulia og lögregluþjónninn Nick Bailey. 8. mars 2018 19:29
Þjóðaröryggisráð fundar vegna árásarinnar á Skripal feðginin Þjóðaröryggisráð Bretlands mun funda í dag með Theresu May, forsætisráðherra Bretlands. 12. mars 2018 07:55