Ásókn ferðamanna í Brúarfoss engu minni þrátt fyrir varhugarverðar aðstæður Kjartan Kjartansson skrifar 12. mars 2018 15:15 Klaki liggur ofan í stígnum ofan við Brúará. Göngufólk sem óttast brúnina hefur rutt sér leið í gegnum birkitré. Vísir/Kjartan Fjöldi ferðamanna leggur enn leið sína að Brúarfossi í Biskupstungum þrátt fyrir að aðstæður þar séu nú varhugarverðar og jafnvel hættulegar. Landeigandi segist líta svo á að fólk sé á eigin ábyrgð á stígnum að fossinum en til standi að koma upp upplýsingaskilti um aðstæður. Brúarfoss í Biskupstungum varð skyndilega að vinsælum áfangastað ferðamanna eftir að að hlaut óvænta frægð á netinu. Að fossinum liggja aðeins skógarstígar sem áður voru fáfarnir. Þeir breyttust í drullusvað í fyrra vegna átroðnings ferðamanna. Rúmir þrír kílómetrar eru að fossinum frá bílastæði niðri við Laugarvatnsveg. Þegar blaðamaður Vísis var á ferð á svæðinu í gær voru aðstæður á leiðinni að fossinum varhugarverðar. Þykkur klaki og snjór lá ofan í stígnum sem liggur að hluta til rétt ofan við bakka Brúarár þegar komið er yfir Hlauptungulæk. Þar sem stígurinn var varasamastur hafði göngufólk greinilega rutt sér leið í gegnum birkitré sem lágu víða brotin og rifin.Ætla að færa stíginn fjær brúninni Rúnar Gunnarsson, bóndi á Efri-Reykjum sem á landið austanmegin við Brúará, segir að ferðamannastraumurinn að fossinum sé engu minni nú en hann var í sumar. „Í gær voru hérna til dæmis rúmlega tuttugu bílar á bílastæðinu niðri við á. Ég held að margir fari þarna áleiðis en hætti sér svo hreint ekki lengra,“ segir hann í samtali við Vísi og telur ekki ofmælt að aðstæður á stígnum séu hættulegar um þessar mundir. Landeigendurnir á Efri-Reykjum fengu styrk úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða í fyrra til þess að bæta aðstöðuna upp að fossinum. Rúnar segir að styrkurinn hafi verið notaður til þess að bæta neðri hluta stígsins og efsta hluta hans. Hann hafi meðal annars þurrkað stíginn upp og borið í kafla hans. Þá var hluta stígsins nærri Vallá breytt og hann færður fjær ánum tveimur. Rúnar segir að aðstæður þar hafi verið orðnar hættulegar, ekki síst á veturna þegar fólk var að klöngrast eftir stígnum í klaka. Hann hefur sótt um annan styrk til þess að bæta kaflann ofan við Hlauptungulæk. „Ætlunin er að færa göngustíginn fjær brúnni og bera í hann þannig að fólk þurfi ekki að vaða inn í skóginn og brjóta allt og bramla. Við ætlum að reyna að gera þetta þannig að það þurfi enginn að drepa sig,“ segir Rúnar.Stígurinn upp á Brúarfossi er rúmlega þriggja kílómetra langur frá bílastæðinu við Laugarvatnsveg. Hann liggur með Brúará.Vísir/KjartanÁ eigin ábyrgð Spurður að því hvort ekki hafi komið til greina að vara við aðstæðum á leiðinni upp að Brúarfossi segist Rúnar líta svo á að stígurinn sé opinn og að þeir sem gangi eftir honum séu á eigin ábyrgð. Þó standi til að setja upp upplýsingaskilti á bílastæðinu niðri við ána ef styrkurinn fæst. Þar yrði meðal annars varað við því að áin sjálf sé hættuleg. „Á því mun standa að yfir veturinn séu aðstæður misgóðar,“ segir Rúnar sem fylgist ekki með stígnum yfir veturinn eða heldur honum við. Þrátt fyrir það segir Rúnar að það komi fyrir að hann hafi áhyggjur af ferðafólki við ána. Þannig leggi fólk jafnvel af stað upp að fossinum rétt áður en byrjar að dimma. „Þannig að maður reynir að fylgjast með bílunum út um gluggann hvort þeir fari ekki örugglega á einhverjum tímapunkti þannig að það sé ekki bara stopp þarna upp frá einhvers staðar eða að eitthvað hafi komið fyrir,“ segir hann. Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira
Fjöldi ferðamanna leggur enn leið sína að Brúarfossi í Biskupstungum þrátt fyrir að aðstæður þar séu nú varhugarverðar og jafnvel hættulegar. Landeigandi segist líta svo á að fólk sé á eigin ábyrgð á stígnum að fossinum en til standi að koma upp upplýsingaskilti um aðstæður. Brúarfoss í Biskupstungum varð skyndilega að vinsælum áfangastað ferðamanna eftir að að hlaut óvænta frægð á netinu. Að fossinum liggja aðeins skógarstígar sem áður voru fáfarnir. Þeir breyttust í drullusvað í fyrra vegna átroðnings ferðamanna. Rúmir þrír kílómetrar eru að fossinum frá bílastæði niðri við Laugarvatnsveg. Þegar blaðamaður Vísis var á ferð á svæðinu í gær voru aðstæður á leiðinni að fossinum varhugarverðar. Þykkur klaki og snjór lá ofan í stígnum sem liggur að hluta til rétt ofan við bakka Brúarár þegar komið er yfir Hlauptungulæk. Þar sem stígurinn var varasamastur hafði göngufólk greinilega rutt sér leið í gegnum birkitré sem lágu víða brotin og rifin.Ætla að færa stíginn fjær brúninni Rúnar Gunnarsson, bóndi á Efri-Reykjum sem á landið austanmegin við Brúará, segir að ferðamannastraumurinn að fossinum sé engu minni nú en hann var í sumar. „Í gær voru hérna til dæmis rúmlega tuttugu bílar á bílastæðinu niðri við á. Ég held að margir fari þarna áleiðis en hætti sér svo hreint ekki lengra,“ segir hann í samtali við Vísi og telur ekki ofmælt að aðstæður á stígnum séu hættulegar um þessar mundir. Landeigendurnir á Efri-Reykjum fengu styrk úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða í fyrra til þess að bæta aðstöðuna upp að fossinum. Rúnar segir að styrkurinn hafi verið notaður til þess að bæta neðri hluta stígsins og efsta hluta hans. Hann hafi meðal annars þurrkað stíginn upp og borið í kafla hans. Þá var hluta stígsins nærri Vallá breytt og hann færður fjær ánum tveimur. Rúnar segir að aðstæður þar hafi verið orðnar hættulegar, ekki síst á veturna þegar fólk var að klöngrast eftir stígnum í klaka. Hann hefur sótt um annan styrk til þess að bæta kaflann ofan við Hlauptungulæk. „Ætlunin er að færa göngustíginn fjær brúnni og bera í hann þannig að fólk þurfi ekki að vaða inn í skóginn og brjóta allt og bramla. Við ætlum að reyna að gera þetta þannig að það þurfi enginn að drepa sig,“ segir Rúnar.Stígurinn upp á Brúarfossi er rúmlega þriggja kílómetra langur frá bílastæðinu við Laugarvatnsveg. Hann liggur með Brúará.Vísir/KjartanÁ eigin ábyrgð Spurður að því hvort ekki hafi komið til greina að vara við aðstæðum á leiðinni upp að Brúarfossi segist Rúnar líta svo á að stígurinn sé opinn og að þeir sem gangi eftir honum séu á eigin ábyrgð. Þó standi til að setja upp upplýsingaskilti á bílastæðinu niðri við ána ef styrkurinn fæst. Þar yrði meðal annars varað við því að áin sjálf sé hættuleg. „Á því mun standa að yfir veturinn séu aðstæður misgóðar,“ segir Rúnar sem fylgist ekki með stígnum yfir veturinn eða heldur honum við. Þrátt fyrir það segir Rúnar að það komi fyrir að hann hafi áhyggjur af ferðafólki við ána. Þannig leggi fólk jafnvel af stað upp að fossinum rétt áður en byrjar að dimma. „Þannig að maður reynir að fylgjast með bílunum út um gluggann hvort þeir fari ekki örugglega á einhverjum tímapunkti þannig að það sé ekki bara stopp þarna upp frá einhvers staðar eða að eitthvað hafi komið fyrir,“ segir hann.
Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira