Óháður aðili fer yfir framkvæmd samræmdra prófa Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. mars 2018 12:17 Nemendur í Hagaskóla í prófi. Nemendur í 9. bekk tóku samræmd próf í íslensku og ensku í liðinni viku við óviðunandi aðstæður. Verður óháður aðili fenginn til að fara yfir ferlið við framkvæmd prófanna. visir/anton brink Óháður aðili mun fara yfir framkvæmd samræmdra prófa en eins og greint hefur verið frá urðu mistök við framkvæmd prófanna í liðinni viku þegar fresta þurfti bæði íslenskuprófinu og enskuprófinu. Verða niðurstöður þeirrar athugunar gerðar opinberar þegar þær liggja fyrir. Í tilkynningu frá Menntamálastofnun kemur fram að bandaríska fyrirtækið Assesment Systems, þjónustuaðili prófakerfis stofnunarinnar, hafi viðurkennt að mistök í uppsetningu gagnagrunns stofnunarinnar hafi truflað próftökuna. Vegna villunnar komust margir nemendanna ekki inn í prófin og urðu því frá að hverfa eða svöruðu prófinu við óviðunandi aðstæður.Óásættanlegt fyrir íslenskt menntakerfi „Menntamálastofnun hyggst gera allt sem í hennar valdi stendur til að samskonar röskun verði ekki aftur og tekur undir orð Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra að mistökin séu óásættanleg fyrir íslenskt menntakerfi. Hefur því verið gengið frá ráðningu óháðs aðila til að fara yfir ferlið í heild sinni og leiða í ljós hvort eitthvað í undirbúningi stofnunarinnar hafi mátt betur fara. Niðurstöður þeirrar sjálfstæðu athugunar verða gerðar opinberar. Menntamálastofnun hefur einnig óskað eftir því við mennta- og menningarmálaráðuneytið að kallaður verði saman sérfræðihópur sem hefur eftirlit með framkvæmd samræmdra könnunarprófa. Menntamálastofnun mun, í samráði við mennta- og menningarmálaráðuneytið, skera úr um hvernig farið verður með niðurstöður samræmdra könnunarprófa nú í ár. Niðurstaða hvað það varðar mun liggja fyrir eftir fund með hagsmunaaðilum á miðvikudag. Gætt verður sérstaklega að hagsmunum allra nemenda og jafnræði milli þeirra tryggt,“ segir í tilkynningu stofnunarinnar.Biðst innilegrar afsökunar Þá biður Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar nemendur, foreldra, kennara og skólastjórnendur innilegrar afsökunar á mistökunum. „Ég bið nemendur, foreldra, kennara og skólastjórnendur innilega afsökunar á þeim mistökum sem urðu við framkvæmd prófanna í síðustu viku. Þó að ástæðan hafi verið villa í tölvukerfi Assessment Systems þá er enginn vafi á því að endanleg ábyrgð á framkvæmd samræmdra könnunarprófa í grunnskólum liggur hjá Menntamálastofnun. Við þurfum að skoða vel hvort ástæða sé til að gera breytingar á framkvæmdinni og mun sú skýrsla, sem nú er kominn í vinnslu, vonandi gagnast við þá vinnu,“ er haft eftir Arnóri í tilkynningunni. Fundað verður um framkvæmd samræmdra prófa í allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis í dag. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Lögfræðiálit unnið um stöðu þeirra sem þreyttu samræmdu prófin Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fundaði með fulltrúum Menntamálastofnunar um helgina vegna þeirrar stöðu sem upp er komin varðandi samræmd próf níundu bekkinga. 12. mars 2018 07:00 Mistök við framkvæmd samræmdra prófa: „Sárt að valda nemendum, foreldrum og skólafólki vonbrigðum“ Sverrir Óskarsson, sviðsstjóri matssviðs Menntamálastofnunar, sem sér um framkvæmd samræmdra könnunarprófa, segir það gríðarleg vonbrigði að tæknilegir örðugleikar hafi komið við framkvæmd samræmds prófs í ensku í morgun. 9. mars 2018 12:30 Aftur vandræði með samræmdu prófin: „Þarf ekki bara að endurræsa Menntamálastofnun?“ Svo virðist sem að aftur hafi komið upp vandræði með framkvæmd samræmdra prófa í níunda bekk. Þriðja og síðasta prófið átti að hefjast klukkan níu en prófakerfið virkar ekki sem skyldi. 9. mars 2018 09:24 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Óháður aðili mun fara yfir framkvæmd samræmdra prófa en eins og greint hefur verið frá urðu mistök við framkvæmd prófanna í liðinni viku þegar fresta þurfti bæði íslenskuprófinu og enskuprófinu. Verða niðurstöður þeirrar athugunar gerðar opinberar þegar þær liggja fyrir. Í tilkynningu frá Menntamálastofnun kemur fram að bandaríska fyrirtækið Assesment Systems, þjónustuaðili prófakerfis stofnunarinnar, hafi viðurkennt að mistök í uppsetningu gagnagrunns stofnunarinnar hafi truflað próftökuna. Vegna villunnar komust margir nemendanna ekki inn í prófin og urðu því frá að hverfa eða svöruðu prófinu við óviðunandi aðstæður.Óásættanlegt fyrir íslenskt menntakerfi „Menntamálastofnun hyggst gera allt sem í hennar valdi stendur til að samskonar röskun verði ekki aftur og tekur undir orð Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra að mistökin séu óásættanleg fyrir íslenskt menntakerfi. Hefur því verið gengið frá ráðningu óháðs aðila til að fara yfir ferlið í heild sinni og leiða í ljós hvort eitthvað í undirbúningi stofnunarinnar hafi mátt betur fara. Niðurstöður þeirrar sjálfstæðu athugunar verða gerðar opinberar. Menntamálastofnun hefur einnig óskað eftir því við mennta- og menningarmálaráðuneytið að kallaður verði saman sérfræðihópur sem hefur eftirlit með framkvæmd samræmdra könnunarprófa. Menntamálastofnun mun, í samráði við mennta- og menningarmálaráðuneytið, skera úr um hvernig farið verður með niðurstöður samræmdra könnunarprófa nú í ár. Niðurstaða hvað það varðar mun liggja fyrir eftir fund með hagsmunaaðilum á miðvikudag. Gætt verður sérstaklega að hagsmunum allra nemenda og jafnræði milli þeirra tryggt,“ segir í tilkynningu stofnunarinnar.Biðst innilegrar afsökunar Þá biður Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar nemendur, foreldra, kennara og skólastjórnendur innilegrar afsökunar á mistökunum. „Ég bið nemendur, foreldra, kennara og skólastjórnendur innilega afsökunar á þeim mistökum sem urðu við framkvæmd prófanna í síðustu viku. Þó að ástæðan hafi verið villa í tölvukerfi Assessment Systems þá er enginn vafi á því að endanleg ábyrgð á framkvæmd samræmdra könnunarprófa í grunnskólum liggur hjá Menntamálastofnun. Við þurfum að skoða vel hvort ástæða sé til að gera breytingar á framkvæmdinni og mun sú skýrsla, sem nú er kominn í vinnslu, vonandi gagnast við þá vinnu,“ er haft eftir Arnóri í tilkynningunni. Fundað verður um framkvæmd samræmdra prófa í allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis í dag.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Lögfræðiálit unnið um stöðu þeirra sem þreyttu samræmdu prófin Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fundaði með fulltrúum Menntamálastofnunar um helgina vegna þeirrar stöðu sem upp er komin varðandi samræmd próf níundu bekkinga. 12. mars 2018 07:00 Mistök við framkvæmd samræmdra prófa: „Sárt að valda nemendum, foreldrum og skólafólki vonbrigðum“ Sverrir Óskarsson, sviðsstjóri matssviðs Menntamálastofnunar, sem sér um framkvæmd samræmdra könnunarprófa, segir það gríðarleg vonbrigði að tæknilegir örðugleikar hafi komið við framkvæmd samræmds prófs í ensku í morgun. 9. mars 2018 12:30 Aftur vandræði með samræmdu prófin: „Þarf ekki bara að endurræsa Menntamálastofnun?“ Svo virðist sem að aftur hafi komið upp vandræði með framkvæmd samræmdra prófa í níunda bekk. Þriðja og síðasta prófið átti að hefjast klukkan níu en prófakerfið virkar ekki sem skyldi. 9. mars 2018 09:24 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Lögfræðiálit unnið um stöðu þeirra sem þreyttu samræmdu prófin Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fundaði með fulltrúum Menntamálastofnunar um helgina vegna þeirrar stöðu sem upp er komin varðandi samræmd próf níundu bekkinga. 12. mars 2018 07:00
Mistök við framkvæmd samræmdra prófa: „Sárt að valda nemendum, foreldrum og skólafólki vonbrigðum“ Sverrir Óskarsson, sviðsstjóri matssviðs Menntamálastofnunar, sem sér um framkvæmd samræmdra könnunarprófa, segir það gríðarleg vonbrigði að tæknilegir örðugleikar hafi komið við framkvæmd samræmds prófs í ensku í morgun. 9. mars 2018 12:30
Aftur vandræði með samræmdu prófin: „Þarf ekki bara að endurræsa Menntamálastofnun?“ Svo virðist sem að aftur hafi komið upp vandræði með framkvæmd samræmdra prófa í níunda bekk. Þriðja og síðasta prófið átti að hefjast klukkan níu en prófakerfið virkar ekki sem skyldi. 9. mars 2018 09:24