Óháður aðili fer yfir framkvæmd samræmdra prófa Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. mars 2018 12:17 Nemendur í Hagaskóla í prófi. Nemendur í 9. bekk tóku samræmd próf í íslensku og ensku í liðinni viku við óviðunandi aðstæður. Verður óháður aðili fenginn til að fara yfir ferlið við framkvæmd prófanna. visir/anton brink Óháður aðili mun fara yfir framkvæmd samræmdra prófa en eins og greint hefur verið frá urðu mistök við framkvæmd prófanna í liðinni viku þegar fresta þurfti bæði íslenskuprófinu og enskuprófinu. Verða niðurstöður þeirrar athugunar gerðar opinberar þegar þær liggja fyrir. Í tilkynningu frá Menntamálastofnun kemur fram að bandaríska fyrirtækið Assesment Systems, þjónustuaðili prófakerfis stofnunarinnar, hafi viðurkennt að mistök í uppsetningu gagnagrunns stofnunarinnar hafi truflað próftökuna. Vegna villunnar komust margir nemendanna ekki inn í prófin og urðu því frá að hverfa eða svöruðu prófinu við óviðunandi aðstæður.Óásættanlegt fyrir íslenskt menntakerfi „Menntamálastofnun hyggst gera allt sem í hennar valdi stendur til að samskonar röskun verði ekki aftur og tekur undir orð Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra að mistökin séu óásættanleg fyrir íslenskt menntakerfi. Hefur því verið gengið frá ráðningu óháðs aðila til að fara yfir ferlið í heild sinni og leiða í ljós hvort eitthvað í undirbúningi stofnunarinnar hafi mátt betur fara. Niðurstöður þeirrar sjálfstæðu athugunar verða gerðar opinberar. Menntamálastofnun hefur einnig óskað eftir því við mennta- og menningarmálaráðuneytið að kallaður verði saman sérfræðihópur sem hefur eftirlit með framkvæmd samræmdra könnunarprófa. Menntamálastofnun mun, í samráði við mennta- og menningarmálaráðuneytið, skera úr um hvernig farið verður með niðurstöður samræmdra könnunarprófa nú í ár. Niðurstaða hvað það varðar mun liggja fyrir eftir fund með hagsmunaaðilum á miðvikudag. Gætt verður sérstaklega að hagsmunum allra nemenda og jafnræði milli þeirra tryggt,“ segir í tilkynningu stofnunarinnar.Biðst innilegrar afsökunar Þá biður Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar nemendur, foreldra, kennara og skólastjórnendur innilegrar afsökunar á mistökunum. „Ég bið nemendur, foreldra, kennara og skólastjórnendur innilega afsökunar á þeim mistökum sem urðu við framkvæmd prófanna í síðustu viku. Þó að ástæðan hafi verið villa í tölvukerfi Assessment Systems þá er enginn vafi á því að endanleg ábyrgð á framkvæmd samræmdra könnunarprófa í grunnskólum liggur hjá Menntamálastofnun. Við þurfum að skoða vel hvort ástæða sé til að gera breytingar á framkvæmdinni og mun sú skýrsla, sem nú er kominn í vinnslu, vonandi gagnast við þá vinnu,“ er haft eftir Arnóri í tilkynningunni. Fundað verður um framkvæmd samræmdra prófa í allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis í dag. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Lögfræðiálit unnið um stöðu þeirra sem þreyttu samræmdu prófin Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fundaði með fulltrúum Menntamálastofnunar um helgina vegna þeirrar stöðu sem upp er komin varðandi samræmd próf níundu bekkinga. 12. mars 2018 07:00 Mistök við framkvæmd samræmdra prófa: „Sárt að valda nemendum, foreldrum og skólafólki vonbrigðum“ Sverrir Óskarsson, sviðsstjóri matssviðs Menntamálastofnunar, sem sér um framkvæmd samræmdra könnunarprófa, segir það gríðarleg vonbrigði að tæknilegir örðugleikar hafi komið við framkvæmd samræmds prófs í ensku í morgun. 9. mars 2018 12:30 Aftur vandræði með samræmdu prófin: „Þarf ekki bara að endurræsa Menntamálastofnun?“ Svo virðist sem að aftur hafi komið upp vandræði með framkvæmd samræmdra prófa í níunda bekk. Þriðja og síðasta prófið átti að hefjast klukkan níu en prófakerfið virkar ekki sem skyldi. 9. mars 2018 09:24 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Fleiri fréttir Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Sjá meira
Óháður aðili mun fara yfir framkvæmd samræmdra prófa en eins og greint hefur verið frá urðu mistök við framkvæmd prófanna í liðinni viku þegar fresta þurfti bæði íslenskuprófinu og enskuprófinu. Verða niðurstöður þeirrar athugunar gerðar opinberar þegar þær liggja fyrir. Í tilkynningu frá Menntamálastofnun kemur fram að bandaríska fyrirtækið Assesment Systems, þjónustuaðili prófakerfis stofnunarinnar, hafi viðurkennt að mistök í uppsetningu gagnagrunns stofnunarinnar hafi truflað próftökuna. Vegna villunnar komust margir nemendanna ekki inn í prófin og urðu því frá að hverfa eða svöruðu prófinu við óviðunandi aðstæður.Óásættanlegt fyrir íslenskt menntakerfi „Menntamálastofnun hyggst gera allt sem í hennar valdi stendur til að samskonar röskun verði ekki aftur og tekur undir orð Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra að mistökin séu óásættanleg fyrir íslenskt menntakerfi. Hefur því verið gengið frá ráðningu óháðs aðila til að fara yfir ferlið í heild sinni og leiða í ljós hvort eitthvað í undirbúningi stofnunarinnar hafi mátt betur fara. Niðurstöður þeirrar sjálfstæðu athugunar verða gerðar opinberar. Menntamálastofnun hefur einnig óskað eftir því við mennta- og menningarmálaráðuneytið að kallaður verði saman sérfræðihópur sem hefur eftirlit með framkvæmd samræmdra könnunarprófa. Menntamálastofnun mun, í samráði við mennta- og menningarmálaráðuneytið, skera úr um hvernig farið verður með niðurstöður samræmdra könnunarprófa nú í ár. Niðurstaða hvað það varðar mun liggja fyrir eftir fund með hagsmunaaðilum á miðvikudag. Gætt verður sérstaklega að hagsmunum allra nemenda og jafnræði milli þeirra tryggt,“ segir í tilkynningu stofnunarinnar.Biðst innilegrar afsökunar Þá biður Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar nemendur, foreldra, kennara og skólastjórnendur innilegrar afsökunar á mistökunum. „Ég bið nemendur, foreldra, kennara og skólastjórnendur innilega afsökunar á þeim mistökum sem urðu við framkvæmd prófanna í síðustu viku. Þó að ástæðan hafi verið villa í tölvukerfi Assessment Systems þá er enginn vafi á því að endanleg ábyrgð á framkvæmd samræmdra könnunarprófa í grunnskólum liggur hjá Menntamálastofnun. Við þurfum að skoða vel hvort ástæða sé til að gera breytingar á framkvæmdinni og mun sú skýrsla, sem nú er kominn í vinnslu, vonandi gagnast við þá vinnu,“ er haft eftir Arnóri í tilkynningunni. Fundað verður um framkvæmd samræmdra prófa í allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis í dag.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Lögfræðiálit unnið um stöðu þeirra sem þreyttu samræmdu prófin Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fundaði með fulltrúum Menntamálastofnunar um helgina vegna þeirrar stöðu sem upp er komin varðandi samræmd próf níundu bekkinga. 12. mars 2018 07:00 Mistök við framkvæmd samræmdra prófa: „Sárt að valda nemendum, foreldrum og skólafólki vonbrigðum“ Sverrir Óskarsson, sviðsstjóri matssviðs Menntamálastofnunar, sem sér um framkvæmd samræmdra könnunarprófa, segir það gríðarleg vonbrigði að tæknilegir örðugleikar hafi komið við framkvæmd samræmds prófs í ensku í morgun. 9. mars 2018 12:30 Aftur vandræði með samræmdu prófin: „Þarf ekki bara að endurræsa Menntamálastofnun?“ Svo virðist sem að aftur hafi komið upp vandræði með framkvæmd samræmdra prófa í níunda bekk. Þriðja og síðasta prófið átti að hefjast klukkan níu en prófakerfið virkar ekki sem skyldi. 9. mars 2018 09:24 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Fleiri fréttir Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Sjá meira
Lögfræðiálit unnið um stöðu þeirra sem þreyttu samræmdu prófin Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fundaði með fulltrúum Menntamálastofnunar um helgina vegna þeirrar stöðu sem upp er komin varðandi samræmd próf níundu bekkinga. 12. mars 2018 07:00
Mistök við framkvæmd samræmdra prófa: „Sárt að valda nemendum, foreldrum og skólafólki vonbrigðum“ Sverrir Óskarsson, sviðsstjóri matssviðs Menntamálastofnunar, sem sér um framkvæmd samræmdra könnunarprófa, segir það gríðarleg vonbrigði að tæknilegir örðugleikar hafi komið við framkvæmd samræmds prófs í ensku í morgun. 9. mars 2018 12:30
Aftur vandræði með samræmdu prófin: „Þarf ekki bara að endurræsa Menntamálastofnun?“ Svo virðist sem að aftur hafi komið upp vandræði með framkvæmd samræmdra prófa í níunda bekk. Þriðja og síðasta prófið átti að hefjast klukkan níu en prófakerfið virkar ekki sem skyldi. 9. mars 2018 09:24