Bitlaus sjúkratrygging Lára G. Sigurðardóttir skrifar 12. mars 2018 07:00 Viðþolslaus af kvölum hefur hún reynt nokkur húsráð til að lina verkinn en ekkert slær á tannpínuna. Hún er vel gefin og hörkudugleg. Alla sína tíð unnið fyrir sínu og lagt sig fram við að vera góður samfélagsþegn. Greitt sína skatta. Hún er einstæð þriggja barna móðir. Hún getur ekki leyft sér margt utan lífsins nauðsynjar og nú kvelst hún heima því hún á ekki aur fyrir tannlæknakostnaði. Þetta er sönn saga. Ef hún hefði verið viðþolslaus af verkjum annars staðar í líkamanum hefði hún getað leitað til læknis í von um bata. En af því að verkurinn er í munnholinu þá er lítil von um bata á meðan veskið er tómt. Af hverju er tannlæknaþjónusta ekki sjúkratryggð líkt og önnur heilbrigðisþjónusta? Ef þú ert með verk í tönn þarftu að greiða allan lækniskostnaðinn sjálf en ef þú færð verk annars staðar í líkamann ertu sjúkratryggð. Ef þú brýtur tönn þá ertu ekki sjúkratryggður en ef þú brýtur bein annars staðar í líkamanum ertu það. Hvers vegna er það? Tannheilsa er nátengd almennri heilsu. Ef tannheilsa er slæm geta munnuholsbakteríur sýkt aðra staði í líkamanum ef ónæmiskerfið er bælt og valdið hjartaþelsbólgu svo dæmi sé tekið. Auk þess getur ýmislegt gert tennur útsettari fyrir sjúkdómum, t.d. lyf. Ef aukaverkun af lyfjameðferð kemur fram í maga, t.d. magasár eftir ibufen, þá ertu sjúkratryggð. Ef aukaverkun kemur fram í munnholi, t.d. tann- og tannholdssjúkdómar eftir krabbameinslyfjameðferð, þá er sjúkratryggingin bitlaus. Tannheilsa er órjúfanleg heild almennrar heilsu og stór hluti af velferð okkar. Er ekki eðlilegt að geta gengið að því vísu að geta leitað læknis til að lina kvalir í tönnum líkt og annars staðar í líkamanum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun
Viðþolslaus af kvölum hefur hún reynt nokkur húsráð til að lina verkinn en ekkert slær á tannpínuna. Hún er vel gefin og hörkudugleg. Alla sína tíð unnið fyrir sínu og lagt sig fram við að vera góður samfélagsþegn. Greitt sína skatta. Hún er einstæð þriggja barna móðir. Hún getur ekki leyft sér margt utan lífsins nauðsynjar og nú kvelst hún heima því hún á ekki aur fyrir tannlæknakostnaði. Þetta er sönn saga. Ef hún hefði verið viðþolslaus af verkjum annars staðar í líkamanum hefði hún getað leitað til læknis í von um bata. En af því að verkurinn er í munnholinu þá er lítil von um bata á meðan veskið er tómt. Af hverju er tannlæknaþjónusta ekki sjúkratryggð líkt og önnur heilbrigðisþjónusta? Ef þú ert með verk í tönn þarftu að greiða allan lækniskostnaðinn sjálf en ef þú færð verk annars staðar í líkamann ertu sjúkratryggð. Ef þú brýtur tönn þá ertu ekki sjúkratryggður en ef þú brýtur bein annars staðar í líkamanum ertu það. Hvers vegna er það? Tannheilsa er nátengd almennri heilsu. Ef tannheilsa er slæm geta munnuholsbakteríur sýkt aðra staði í líkamanum ef ónæmiskerfið er bælt og valdið hjartaþelsbólgu svo dæmi sé tekið. Auk þess getur ýmislegt gert tennur útsettari fyrir sjúkdómum, t.d. lyf. Ef aukaverkun af lyfjameðferð kemur fram í maga, t.d. magasár eftir ibufen, þá ertu sjúkratryggð. Ef aukaverkun kemur fram í munnholi, t.d. tann- og tannholdssjúkdómar eftir krabbameinslyfjameðferð, þá er sjúkratryggingin bitlaus. Tannheilsa er órjúfanleg heild almennrar heilsu og stór hluti af velferð okkar. Er ekki eðlilegt að geta gengið að því vísu að geta leitað læknis til að lina kvalir í tönnum líkt og annars staðar í líkamanum?
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun