„Það er ekkert verið að kasta til hendinni við svona rannsókn“ Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 11. mars 2018 22:47 Bílalest myndaðist vegna slyssins í dag. mynd: Jóna Fanney Friðriksdóttir Vel hefur gengið að koma umferð af stað á ný eftir að þjóðvegur 1 var opnaður í kjölfar bílslyss við Iðjuvelli, skammt frá Kirkjubæjarklaustri. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Selfossi sagði í samtali við Vísi í kvöld að hann teldi að umferðarteppan sem myndaðist vegna slyssins væri að leysast. „Ég geng út frá því að þetta gangi vel,“ sagði Oddur. Einbreið brú er á svæðinu og lögregluþjónar hafa stýrt umferð þar eftir að vegurinn opnaði á ný. Harður árekstur tveggja bifreiða varð á Suðurlandsvegi við Iðjuvelli um fjögurleytið í dag og var veginum lokað í báðar áttir í kjölfarið. Engin hjáleið var opin meðan á rannsókninni stóð og myndaðist því töluverð umferðarteppa. Þrír voru fluttir með þyrlu á sjúkrahúss í kjölfar slyssins en ekki liggur fyrir hversu alvarleg meiðsl þeirra eru. Mikill viðbúnaður var á slysstað við Iðjuvelli í dag.Mynd: Jóna Fanney FriðriksdóttirMiklir hagsmunir í húfiVísir greindi frá því fyrr í kvöld að rútur sætu fastar á þjóðveginum en fararstjóri frá íslensku ferðaþjónustufyrirtæki sagðist hissa á hversu langan tíma aðgerðir lögreglu tækju. Að sögn fararstjórans mynduðust margra kílómetra langar bílaraðir í báðar áttir frá slysstaðnum og voru margir farþegar orðnir þreyttir og svangir. Veitingastaður í Vík hugðist opna dyr sínar fyrir svanga ferðalanga sem lent höfðu í töfunum. „Fólk hefur setið hér í fimm klukkustundir án þess að fá vott né þurt og engar upplýsingar heldur. En auðvitað skildu allir allt fyrstu klukkustundirnar en eru orðnir þreyttir núna eftir allan þennan tíma. Við horfðum á þyrluna fara en síðan hefur ekkert frést. Skiljanlega þarf að rannsaka en þetta tekur svo langan tíma,“ sagði Jóna Fanney þegar Vísir náði tali af henni meðan vegurinn var enn lokaður. Þjóðvegur eitt var opnaður á ný á níunda tímanum en aðspurður um hvers vegna rannsókn á vettvangi tók svo langan tíma segir Oddur að tíma taki að koma nauðsynlegum tækjum á staðinn og að rannsókn alvarlegra slysa þurfi að vera gaumgæfileg. „Það er ekkert verið að kasta til hendinni við svona rannsókn, það eru miklir hagsmunir í húfi og því þarf að gera þetta vel,“ segir Oddur. Lögreglumál Samgöngur Tengdar fréttir Alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi við Kirkjubæjarklaustur Vegurinn er lokaður í báðar áttir. 11. mars 2018 16:57 Föst í fimm tíma á þjóðveginum með ófríska konu í rútunni Harður árekstur tveggja bifreiða varð á Suðurlandsvegi rétt austan við Kirkjubæjarklaustur um fjögurleytið í dag. Veginum var lokað í báðar áttir í nokkrar klukkustundir. 11. mars 2018 21:33 Þjóðvegur 1 opnaður fyrir umferð á ný Opnað verður fyrir umferð um Suðurlandsveg á næstu mínútum en loka þurfti veginum síðdegis eftir árektur tveggja bíla. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Suðurlandi verður umferð stýrt til að greiða úr þeirri biðröð sem hefur myndast. 11. mars 2018 20:29 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Vel hefur gengið að koma umferð af stað á ný eftir að þjóðvegur 1 var opnaður í kjölfar bílslyss við Iðjuvelli, skammt frá Kirkjubæjarklaustri. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Selfossi sagði í samtali við Vísi í kvöld að hann teldi að umferðarteppan sem myndaðist vegna slyssins væri að leysast. „Ég geng út frá því að þetta gangi vel,“ sagði Oddur. Einbreið brú er á svæðinu og lögregluþjónar hafa stýrt umferð þar eftir að vegurinn opnaði á ný. Harður árekstur tveggja bifreiða varð á Suðurlandsvegi við Iðjuvelli um fjögurleytið í dag og var veginum lokað í báðar áttir í kjölfarið. Engin hjáleið var opin meðan á rannsókninni stóð og myndaðist því töluverð umferðarteppa. Þrír voru fluttir með þyrlu á sjúkrahúss í kjölfar slyssins en ekki liggur fyrir hversu alvarleg meiðsl þeirra eru. Mikill viðbúnaður var á slysstað við Iðjuvelli í dag.Mynd: Jóna Fanney FriðriksdóttirMiklir hagsmunir í húfiVísir greindi frá því fyrr í kvöld að rútur sætu fastar á þjóðveginum en fararstjóri frá íslensku ferðaþjónustufyrirtæki sagðist hissa á hversu langan tíma aðgerðir lögreglu tækju. Að sögn fararstjórans mynduðust margra kílómetra langar bílaraðir í báðar áttir frá slysstaðnum og voru margir farþegar orðnir þreyttir og svangir. Veitingastaður í Vík hugðist opna dyr sínar fyrir svanga ferðalanga sem lent höfðu í töfunum. „Fólk hefur setið hér í fimm klukkustundir án þess að fá vott né þurt og engar upplýsingar heldur. En auðvitað skildu allir allt fyrstu klukkustundirnar en eru orðnir þreyttir núna eftir allan þennan tíma. Við horfðum á þyrluna fara en síðan hefur ekkert frést. Skiljanlega þarf að rannsaka en þetta tekur svo langan tíma,“ sagði Jóna Fanney þegar Vísir náði tali af henni meðan vegurinn var enn lokaður. Þjóðvegur eitt var opnaður á ný á níunda tímanum en aðspurður um hvers vegna rannsókn á vettvangi tók svo langan tíma segir Oddur að tíma taki að koma nauðsynlegum tækjum á staðinn og að rannsókn alvarlegra slysa þurfi að vera gaumgæfileg. „Það er ekkert verið að kasta til hendinni við svona rannsókn, það eru miklir hagsmunir í húfi og því þarf að gera þetta vel,“ segir Oddur.
Lögreglumál Samgöngur Tengdar fréttir Alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi við Kirkjubæjarklaustur Vegurinn er lokaður í báðar áttir. 11. mars 2018 16:57 Föst í fimm tíma á þjóðveginum með ófríska konu í rútunni Harður árekstur tveggja bifreiða varð á Suðurlandsvegi rétt austan við Kirkjubæjarklaustur um fjögurleytið í dag. Veginum var lokað í báðar áttir í nokkrar klukkustundir. 11. mars 2018 21:33 Þjóðvegur 1 opnaður fyrir umferð á ný Opnað verður fyrir umferð um Suðurlandsveg á næstu mínútum en loka þurfti veginum síðdegis eftir árektur tveggja bíla. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Suðurlandi verður umferð stýrt til að greiða úr þeirri biðröð sem hefur myndast. 11. mars 2018 20:29 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi við Kirkjubæjarklaustur Vegurinn er lokaður í báðar áttir. 11. mars 2018 16:57
Föst í fimm tíma á þjóðveginum með ófríska konu í rútunni Harður árekstur tveggja bifreiða varð á Suðurlandsvegi rétt austan við Kirkjubæjarklaustur um fjögurleytið í dag. Veginum var lokað í báðar áttir í nokkrar klukkustundir. 11. mars 2018 21:33
Þjóðvegur 1 opnaður fyrir umferð á ný Opnað verður fyrir umferð um Suðurlandsveg á næstu mínútum en loka þurfti veginum síðdegis eftir árektur tveggja bíla. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Suðurlandi verður umferð stýrt til að greiða úr þeirri biðröð sem hefur myndast. 11. mars 2018 20:29