Þurfi að styrkja umgjörð kennarastarfsins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. mars 2018 13:00 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra vill styrkja umgjörð kennarastarfsins. Vísir/Stefán Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, velti því fyrir sér hverjar framtíðarhorfurnar væru hjá þjóð sem gæti ekki hugsað vel um kennarana sína til að undirstrika þá skoðun sína að styrkja beri alla umgjörð kennarastarfsins. Hún var gestur Egils Helgasonar í Silfrinu, stjórnmálaþætti Ríkisútvarpsins. Hún ræddi um nýafstaðið landsþing Framsóknarflokksins og alvarlega stöðu í menntamálum. Egill tók mið af slæmu gengi íslenskra nemenda í PISA-könnunum, alþjóðlegri langtímarannsókn á hæfni og getu 15 ára nemenda í lestri, náttúrufræði og stærðfræði, vandræðum Menntamálastofnunar með netþjón þegar átti að leggja samræmd próf fyrir nemendur, niðurstöðum málfræðirannsóknar sem sýndu að meirihluti ungmenna vill fremur tala ensku en íslensku þegar hann spurði Lilju hvað hún hygðist taka til bragðs gagnvart þeirri stöðu sem nú er uppi í menntamálum á Íslandi. Lilja segir mikilvægt að ráðast í aðgerðir sem miða að því að styrkja alla umgjörð í kringum kennarastarfið. Í því samhengi vill hún læra af reynslu Finna sem, eftir seinni heimsstyrjöld, réðust í róttækar breytingar á menntakerfinu. Leiðarljós þeirrar vinnu hafi verið að styrkja umgjörð kennarastarfsins. Í dag sé það til að mynda eftirsóknarvert fara í kennaranám í Finnlandi auk þess sem nánast ekkert brotthvarf er í stéttinni.Gríðarlegt álag í skólunum„Af hverju er þetta svona? Hvernig ætlum við að leysa þetta? Ég tel að ein af stóru lausnunum sé að styrkja umgjörð kennarastarfsins, minnka það álag sem er inni í grunnskólunum. Ég heyri það alls staðar sem ég kem. Ég er búin að vera mjög dugleg að heimsækja skóla síðan ég tók við embætti og þeir segja: það sé gríðarlegt álag, við þurfum meiri aðstoð fyrir nemendur sem standa höllum fæti og svo er annað sem ég hef mikinn áhuga á, það er þau börn sem hafa annað móðurmál en Íslandi. Þeim hefur verið að vegna mjög illa í PISA-könnuninni.“ Hún óttast að ef ekki verði gripið í taumana þegar í stað sé það augljóst að við munum sjá aukna stéttaskiptingu í framtíðinni. Eitt þeirra verkefna sem Lilja stendur frammi fyrir sem mennta-og menningarmálaráðherra er að auka traust til Menntamálastofnunar. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Lítill lesskilningur ungra drengja ógn við lýðræðið Illugi Gunnarsson starfandi menntamálaráðherra segir að sú staðreynd að þriðjungur fimmtán ára drengja geti ekki lesið sér til gagns vera ógn við lýðræðið í landinu. 11. desember 2016 13:30 Menntamálastofnun biðst afsökunar á mistökum við gerð PISA-prófsins Menntamálastofnun sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem beðist er velvirðingar á mistökum sem gerð voru við gerð PISA-prófsins sem lagt var fyrir 15 ára nemendur í grunnskólum landsins í fyrra. 12. desember 2016 21:52 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, velti því fyrir sér hverjar framtíðarhorfurnar væru hjá þjóð sem gæti ekki hugsað vel um kennarana sína til að undirstrika þá skoðun sína að styrkja beri alla umgjörð kennarastarfsins. Hún var gestur Egils Helgasonar í Silfrinu, stjórnmálaþætti Ríkisútvarpsins. Hún ræddi um nýafstaðið landsþing Framsóknarflokksins og alvarlega stöðu í menntamálum. Egill tók mið af slæmu gengi íslenskra nemenda í PISA-könnunum, alþjóðlegri langtímarannsókn á hæfni og getu 15 ára nemenda í lestri, náttúrufræði og stærðfræði, vandræðum Menntamálastofnunar með netþjón þegar átti að leggja samræmd próf fyrir nemendur, niðurstöðum málfræðirannsóknar sem sýndu að meirihluti ungmenna vill fremur tala ensku en íslensku þegar hann spurði Lilju hvað hún hygðist taka til bragðs gagnvart þeirri stöðu sem nú er uppi í menntamálum á Íslandi. Lilja segir mikilvægt að ráðast í aðgerðir sem miða að því að styrkja alla umgjörð í kringum kennarastarfið. Í því samhengi vill hún læra af reynslu Finna sem, eftir seinni heimsstyrjöld, réðust í róttækar breytingar á menntakerfinu. Leiðarljós þeirrar vinnu hafi verið að styrkja umgjörð kennarastarfsins. Í dag sé það til að mynda eftirsóknarvert fara í kennaranám í Finnlandi auk þess sem nánast ekkert brotthvarf er í stéttinni.Gríðarlegt álag í skólunum„Af hverju er þetta svona? Hvernig ætlum við að leysa þetta? Ég tel að ein af stóru lausnunum sé að styrkja umgjörð kennarastarfsins, minnka það álag sem er inni í grunnskólunum. Ég heyri það alls staðar sem ég kem. Ég er búin að vera mjög dugleg að heimsækja skóla síðan ég tók við embætti og þeir segja: það sé gríðarlegt álag, við þurfum meiri aðstoð fyrir nemendur sem standa höllum fæti og svo er annað sem ég hef mikinn áhuga á, það er þau börn sem hafa annað móðurmál en Íslandi. Þeim hefur verið að vegna mjög illa í PISA-könnuninni.“ Hún óttast að ef ekki verði gripið í taumana þegar í stað sé það augljóst að við munum sjá aukna stéttaskiptingu í framtíðinni. Eitt þeirra verkefna sem Lilja stendur frammi fyrir sem mennta-og menningarmálaráðherra er að auka traust til Menntamálastofnunar.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Lítill lesskilningur ungra drengja ógn við lýðræðið Illugi Gunnarsson starfandi menntamálaráðherra segir að sú staðreynd að þriðjungur fimmtán ára drengja geti ekki lesið sér til gagns vera ógn við lýðræðið í landinu. 11. desember 2016 13:30 Menntamálastofnun biðst afsökunar á mistökum við gerð PISA-prófsins Menntamálastofnun sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem beðist er velvirðingar á mistökum sem gerð voru við gerð PISA-prófsins sem lagt var fyrir 15 ára nemendur í grunnskólum landsins í fyrra. 12. desember 2016 21:52 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Lítill lesskilningur ungra drengja ógn við lýðræðið Illugi Gunnarsson starfandi menntamálaráðherra segir að sú staðreynd að þriðjungur fimmtán ára drengja geti ekki lesið sér til gagns vera ógn við lýðræðið í landinu. 11. desember 2016 13:30
Menntamálastofnun biðst afsökunar á mistökum við gerð PISA-prófsins Menntamálastofnun sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem beðist er velvirðingar á mistökum sem gerð voru við gerð PISA-prófsins sem lagt var fyrir 15 ára nemendur í grunnskólum landsins í fyrra. 12. desember 2016 21:52