Sigurður Ingi endurkjörinn: Vill nýta fjármuni úr bönkunum í samgöngumál Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifa 10. mars 2018 20:01 Sigurður Ingi Jóhansson hlaut endurkjör sem formaður Framsóknarflokksins á flokksþingi sem fram fór í dag. Sigurður Ingi fékk 94 prósent atkvæða sem formaður, Lilja Alfreðsdóttir fékk 97 prósent atkvæða sem varaformaður og Jón Björn Hákonarson var endurkjörinn ritari með 95 prósentum atkvæða. Sigurður Ingi hélt yfirlitsræðu á þinginu þar sem hann boðaði stóraukin útgjöld til samgöngumála sem ekki var gert ráð fyrir í áætlun þessa árs. Hann segir að ný fjármálaáætlun til fimm ára komi fram um páskana og samgönguáætlun komi fram í haust og þá ráðist endanlega hvar verði hafist handa. „Umferðaröryggi myndi þar skipta mjög miklu máli, hvort sem við erum að tala um Vesturlandsveg, Suðurlandsveg eða Reykjanesbraut. En við erum líka að tala um aðra vegi eins og Grindavíkurveg og aðra vegi sem umferðaröryggi er ekki nægilegt,“ segir Sigurður og nefnir Vestfjarðavegina, vegi við Dettifoss og einbreiðar brýr í því samhengi. Hann segir að fjármunir frá bönkunum verði notaðir í framkvæmdirnar. „Þar sem ríkið á nú tvo af bönkunum þá munu arðgreiðslur falla til frá þeim. Á sama tíma hefur líka orðið sala á þriðja bankanum þannig að það eru fjármunir til. Hvernig við nýtum þá og hversu háar upphæðir – það mun koma í ljós.“ Sigurður Ingi boðar jafnframt niðurgreiðslu á innanlandsflugi og í fyrsta áfanga verði fimm til sjöhundruð milljónum varið í verkefnið. „Nákvæmlega hverju það mun skila í lækkunum get ég ekki fullyrt um á þessum tíma. Við erum að skoða þetta með það fyrir augum að flugið verið einn liður í almenningssamgöngum.“ Í ræðu Sigurðar Inga í morgun kom fram að ætlunin sé að gistináttagjald færist alfarið yfir til sveitarfélaga. „Á sama tíma er líka verið að koma á komugjöldum í samstarfi við ferðaþjónustuna og aðra samstarfsaðila,“ segir Sigurður. Stj.mál Tengdar fréttir Samgönguráðherra segir ekki koma til greina að flytja innanlandsflug til Keflavíkur Jón Gunnarsson, samgönguráðherra vill leita lausna í deilunni um framtíð Reykjavíkurflugvallar. 13. janúar 2017 14:38 Borgin með aðgerðaáætlun í fjármálum: Vill að gistináttaskattur renni til sveitarfélaga Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í morgun nýja aðgerðaáætlun sem miðar að því að draga úr rekstrarhalla hjá borginni. 8. október 2015 14:58 Sigurður Ingi vill leyfa hjónum að eiga sitt hvort lögheimilið Leggur fram frumvarp til breytingar á lögum um lögheimili í mars næstkomandi. 19. febrúar 2018 13:53 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhansson hlaut endurkjör sem formaður Framsóknarflokksins á flokksþingi sem fram fór í dag. Sigurður Ingi fékk 94 prósent atkvæða sem formaður, Lilja Alfreðsdóttir fékk 97 prósent atkvæða sem varaformaður og Jón Björn Hákonarson var endurkjörinn ritari með 95 prósentum atkvæða. Sigurður Ingi hélt yfirlitsræðu á þinginu þar sem hann boðaði stóraukin útgjöld til samgöngumála sem ekki var gert ráð fyrir í áætlun þessa árs. Hann segir að ný fjármálaáætlun til fimm ára komi fram um páskana og samgönguáætlun komi fram í haust og þá ráðist endanlega hvar verði hafist handa. „Umferðaröryggi myndi þar skipta mjög miklu máli, hvort sem við erum að tala um Vesturlandsveg, Suðurlandsveg eða Reykjanesbraut. En við erum líka að tala um aðra vegi eins og Grindavíkurveg og aðra vegi sem umferðaröryggi er ekki nægilegt,“ segir Sigurður og nefnir Vestfjarðavegina, vegi við Dettifoss og einbreiðar brýr í því samhengi. Hann segir að fjármunir frá bönkunum verði notaðir í framkvæmdirnar. „Þar sem ríkið á nú tvo af bönkunum þá munu arðgreiðslur falla til frá þeim. Á sama tíma hefur líka orðið sala á þriðja bankanum þannig að það eru fjármunir til. Hvernig við nýtum þá og hversu háar upphæðir – það mun koma í ljós.“ Sigurður Ingi boðar jafnframt niðurgreiðslu á innanlandsflugi og í fyrsta áfanga verði fimm til sjöhundruð milljónum varið í verkefnið. „Nákvæmlega hverju það mun skila í lækkunum get ég ekki fullyrt um á þessum tíma. Við erum að skoða þetta með það fyrir augum að flugið verið einn liður í almenningssamgöngum.“ Í ræðu Sigurðar Inga í morgun kom fram að ætlunin sé að gistináttagjald færist alfarið yfir til sveitarfélaga. „Á sama tíma er líka verið að koma á komugjöldum í samstarfi við ferðaþjónustuna og aðra samstarfsaðila,“ segir Sigurður.
Stj.mál Tengdar fréttir Samgönguráðherra segir ekki koma til greina að flytja innanlandsflug til Keflavíkur Jón Gunnarsson, samgönguráðherra vill leita lausna í deilunni um framtíð Reykjavíkurflugvallar. 13. janúar 2017 14:38 Borgin með aðgerðaáætlun í fjármálum: Vill að gistináttaskattur renni til sveitarfélaga Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í morgun nýja aðgerðaáætlun sem miðar að því að draga úr rekstrarhalla hjá borginni. 8. október 2015 14:58 Sigurður Ingi vill leyfa hjónum að eiga sitt hvort lögheimilið Leggur fram frumvarp til breytingar á lögum um lögheimili í mars næstkomandi. 19. febrúar 2018 13:53 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Samgönguráðherra segir ekki koma til greina að flytja innanlandsflug til Keflavíkur Jón Gunnarsson, samgönguráðherra vill leita lausna í deilunni um framtíð Reykjavíkurflugvallar. 13. janúar 2017 14:38
Borgin með aðgerðaáætlun í fjármálum: Vill að gistináttaskattur renni til sveitarfélaga Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í morgun nýja aðgerðaáætlun sem miðar að því að draga úr rekstrarhalla hjá borginni. 8. október 2015 14:58
Sigurður Ingi vill leyfa hjónum að eiga sitt hvort lögheimilið Leggur fram frumvarp til breytingar á lögum um lögheimili í mars næstkomandi. 19. febrúar 2018 13:53