King er besti varnarmaður Domino's deildarinnar: „Góðar líkur á að ég verði áfram“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. mars 2018 13:30 Urald King. Vísri/Andri Marinó Loka umferð Domino's deildar karla í körfubolta var leikin á fimmtudaginn og úrslitakeppnin hefst í næstu viku. Strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi gerðu upp seinni hluta deildarinnar í gærkvöld þar sem þeir útnefndu varnarmann seinni hlutans.King hefur verið frábær í Valsliðinu í veturskjáskotÞá útnefningu hlaut Valsmaðurinn Urald King, en hann var líka valinn besti varnarmaður seinni hlutans og er því varnarmaður deildarkeppninnar. Bandaríkjamaðurinn mætti í settið hjá strákunum í gær. „Ég hef alltaf verið þannig að ég vil gera hlutina sjálfur og leiða aðra þannig áfram, í stað þess að skipa félögunum að taka fráköst eða hvað sem er án þess að gera það sjálfur,“ sagði King. „Með því þá treysta leikmennirnir mér betur og við getum spilað betur saman sem lið.“Ágúst Björgvinsson og Urald King.Vísri/Andri MarinóValur var nýliði í Domino's deildinni á þessu tímabili og náði að halda sæti sínu í deild þeirra bestu án þess að vera með stórstjörnur innanborðs. King sagði það að miklu leiti vera vegna þjálfarans Ágústs Björgvinssonar og metnaðarins og hugmyndafræðinnar sem hann hefur. „Ef hann segir ykkur að hann hafi verið góður í körfubolta, þá er það algjör vitleysa,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson og hló við og Fannar Ólafsson bætti við að Ágúst væri mjög lítill leikmaður, en hann hafði haft orð á því áður að King væri eins stór og hann segðist vera, ólíkt mörgum Bandaríkjamönnum sem koma til Íslands. „Gústi hann tróð nú á æfingu hjá okkur um daginn,“ sagði King þá en Fannar tók það ekki í mál. „Við byggjum á því að gefa alltaf allt sem við eigum í leikina og æfingar. Við vissum að mörg lið myndu ekki endilega sýna okkur virðingu þar sem við værum litla liðið svo við þurftum að fara og vinna okkur inn virðingu hinna liðanna,“ sagði King. „Þar sem við erum ekki bestir á pappírnum þá viljum við vera á fullu í vörninna og mæta á fullu í alla leiki.“King ræddi við Teit Örlygsson, Fannar Ólafsson og Jón Halldór Eðvaldsson í Domino's KörfuboltakvöldiskjáskotKing er með frábæra tölfræði, hann er efstur allra í deildinni í fráköstum að meðaltali í leik með 15 stykki og er hæstur í meðalframlagi, 31,5 framlagspunktur í leik, og ver flest skot af öllum í deildinni. „Þegar ég var yngri var ég ekki sá besti tæknilega séð svo ég vissi að ég þyrfti að gefa mitt allt besta í þessu, taka alla lausa bolta, rífa niður fráköst, og þegar tæknin kom þá var þessi varnargrunnur alltaf til staðar.“ King var með Valsmönnum í 1. deildinni í fyrra og þeir sýndu honum ákveðið traust í því að halda honum þetta tímabilið og fengu það svo sannarlega greitt til baka. En hvað með næsta tímabil? „Ég veit það ekki alveg. Ég hlakka mjög til að fara í frí og hvíla mig. En ég elska að vera hluti af þessu Valsliði og ég elska Ísland. Það er frábært hversu vel allir hafa tekið á móti mér og ég myndi segja að það séu góðar líkur á að ég verði hér áfram,“ sagði Urald King. Spjall strákanna við Urald King má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Dominos-deild karla Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Fleiri fréttir Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Sjá meira
Loka umferð Domino's deildar karla í körfubolta var leikin á fimmtudaginn og úrslitakeppnin hefst í næstu viku. Strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi gerðu upp seinni hluta deildarinnar í gærkvöld þar sem þeir útnefndu varnarmann seinni hlutans.King hefur verið frábær í Valsliðinu í veturskjáskotÞá útnefningu hlaut Valsmaðurinn Urald King, en hann var líka valinn besti varnarmaður seinni hlutans og er því varnarmaður deildarkeppninnar. Bandaríkjamaðurinn mætti í settið hjá strákunum í gær. „Ég hef alltaf verið þannig að ég vil gera hlutina sjálfur og leiða aðra þannig áfram, í stað þess að skipa félögunum að taka fráköst eða hvað sem er án þess að gera það sjálfur,“ sagði King. „Með því þá treysta leikmennirnir mér betur og við getum spilað betur saman sem lið.“Ágúst Björgvinsson og Urald King.Vísri/Andri MarinóValur var nýliði í Domino's deildinni á þessu tímabili og náði að halda sæti sínu í deild þeirra bestu án þess að vera með stórstjörnur innanborðs. King sagði það að miklu leiti vera vegna þjálfarans Ágústs Björgvinssonar og metnaðarins og hugmyndafræðinnar sem hann hefur. „Ef hann segir ykkur að hann hafi verið góður í körfubolta, þá er það algjör vitleysa,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson og hló við og Fannar Ólafsson bætti við að Ágúst væri mjög lítill leikmaður, en hann hafði haft orð á því áður að King væri eins stór og hann segðist vera, ólíkt mörgum Bandaríkjamönnum sem koma til Íslands. „Gústi hann tróð nú á æfingu hjá okkur um daginn,“ sagði King þá en Fannar tók það ekki í mál. „Við byggjum á því að gefa alltaf allt sem við eigum í leikina og æfingar. Við vissum að mörg lið myndu ekki endilega sýna okkur virðingu þar sem við værum litla liðið svo við þurftum að fara og vinna okkur inn virðingu hinna liðanna,“ sagði King. „Þar sem við erum ekki bestir á pappírnum þá viljum við vera á fullu í vörninna og mæta á fullu í alla leiki.“King ræddi við Teit Örlygsson, Fannar Ólafsson og Jón Halldór Eðvaldsson í Domino's KörfuboltakvöldiskjáskotKing er með frábæra tölfræði, hann er efstur allra í deildinni í fráköstum að meðaltali í leik með 15 stykki og er hæstur í meðalframlagi, 31,5 framlagspunktur í leik, og ver flest skot af öllum í deildinni. „Þegar ég var yngri var ég ekki sá besti tæknilega séð svo ég vissi að ég þyrfti að gefa mitt allt besta í þessu, taka alla lausa bolta, rífa niður fráköst, og þegar tæknin kom þá var þessi varnargrunnur alltaf til staðar.“ King var með Valsmönnum í 1. deildinni í fyrra og þeir sýndu honum ákveðið traust í því að halda honum þetta tímabilið og fengu það svo sannarlega greitt til baka. En hvað með næsta tímabil? „Ég veit það ekki alveg. Ég hlakka mjög til að fara í frí og hvíla mig. En ég elska að vera hluti af þessu Valsliði og ég elska Ísland. Það er frábært hversu vel allir hafa tekið á móti mér og ég myndi segja að það séu góðar líkur á að ég verði hér áfram,“ sagði Urald King. Spjall strákanna við Urald King má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Dominos-deild karla Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Fleiri fréttir Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Sjá meira