Domino's Körfuboltakvöld: Úrvalslið seinni hlutans Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. mars 2018 12:15 Úrvalslið seinni 11 umferða Domino's deildar karla að mati sérfræðinga Domino's Körfuboltakvölds skjáskot Loka umferð Domino's deildar karla í körfubolta var leikin á fimmtudaginn og úrslitakeppnin hefst í næstu viku. Strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi gerðu upp seinni hluta deildarinnar í gærkvöld þar sem þeir útnefndu úrvalslið seinni hlutans. Það var mikið tekist á innan hóps sérfræðinganna um hverjir ættu að fá sæti í úrvalsliðinu, enda mikið um góða leikmenn í deildinni. Þeir vildu taka það fram að það skipti máli í valinu að leikmenn hafi verið að gera góða hluti í sigurliðum. Það fór þó svo að fimm manna liðið er skipað Kára Jónssyni, Pétri Rúnari Birgissyni, Ryan Taylor, Kristófer Acox og Hlyn Bæringssyni. Kári er búinn að vera stórbrotinn í Haukaliðinu eftir að hann snéri aftur heim úr bandaríska háskólaboltanum. Hann er með 19,8 stig að meðaltali í leik, 4,5 fráköst og 5,1 stoðsendingu. Þá er hann hæstur allra í deildinni á lista yfir meðaltal +/- tölfræðinnar sem sýnir með hversu mörgum stigum lið hans vinnur eða tapar þeim mínútum sem hann spilar. Þar er Kári með 12,3 í plús að meðaltali. Hann hefur ekki spilað með Haukum síðan 18. febrúar þegar þeir unnu KR og lögðu grunninn að deildarmeistaratitlinum því hann brotnaði á þumalfingri á landsliðsæfingu í febrúar. Hinn tvítugi Kári mætir þó að öllum líkindum aftur í Haukaliðið í úrslitakeppninni en þar mæta Haukar Keflavík í 8-liða úrslitum. Pétur Rúnar hefur átt frábært tímabil með Tindastól og stýrt liðinu virkilega vel. Hann þurfti að taka leiðtogahlutverkið meira á herðar sér eftir að Sigtryggur Arnar Björnsson meiddist og gerði það vel. Leikstjórnandinn ungi er með 15,1 stig að meðaltali í leik í vetur, 5,5 fráköst og 6,5 stoðsendingar. Hann verður í framlínunni þegar Stólarnir taka á móti Grindavík í 8-liða úrslitum deildarinnar. Ryan Taylor er að öðrum ólöstuðum einn besti bandaríski leikmaður deildarinnar. Hann er gríðarlega mikilvægur í ÍR liðinu þar sem hann treður, setur niður þrista og ver skot til að bjarga leikjum án þess að hafa neitt fyrir því. Hann er fjórði stigahæsti leikmaðurinn í deildinni með 21,9 stig að meðaltali í leik og fimmti frákastahæsti með 10,4 fráköst í leik. Vesturbæingurinn Kristófer Acox hefur farið á kostum eftir áramót. Hann átti hvern stórleikinn á fætur öðrum og er með safn af Cintamani húfum fyrir glæsilegar troðslur sínar. Kristófer er með 17,1 stig að meðaltali í leik í vetur, 9,8 fráköst og 24 framlagspunkta. Landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson hefur dregið lið Stjörnunnar áfram. Hann er næst frákastahæstur í deildinni í vetur með 12,5 fráköst að meðaltali í leik ásamt 15 stigum og 4 stoðsendingum. Hinn 35 ára Hlynur átti stórleik gegn Haukum í byrjun mánaðarins þar sem hann skilaði 23 stigum og 40 framlagspunktum aðeins örfáum dögum eftir að hann spilaði hörku landsleiki gegn Finnum og Tékkum í Laugardalshöll. Umræðu strákanna um úrvalsliðið má sjá í spilaranum hér að neðan. Dominos-deild karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira
Loka umferð Domino's deildar karla í körfubolta var leikin á fimmtudaginn og úrslitakeppnin hefst í næstu viku. Strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi gerðu upp seinni hluta deildarinnar í gærkvöld þar sem þeir útnefndu úrvalslið seinni hlutans. Það var mikið tekist á innan hóps sérfræðinganna um hverjir ættu að fá sæti í úrvalsliðinu, enda mikið um góða leikmenn í deildinni. Þeir vildu taka það fram að það skipti máli í valinu að leikmenn hafi verið að gera góða hluti í sigurliðum. Það fór þó svo að fimm manna liðið er skipað Kára Jónssyni, Pétri Rúnari Birgissyni, Ryan Taylor, Kristófer Acox og Hlyn Bæringssyni. Kári er búinn að vera stórbrotinn í Haukaliðinu eftir að hann snéri aftur heim úr bandaríska háskólaboltanum. Hann er með 19,8 stig að meðaltali í leik, 4,5 fráköst og 5,1 stoðsendingu. Þá er hann hæstur allra í deildinni á lista yfir meðaltal +/- tölfræðinnar sem sýnir með hversu mörgum stigum lið hans vinnur eða tapar þeim mínútum sem hann spilar. Þar er Kári með 12,3 í plús að meðaltali. Hann hefur ekki spilað með Haukum síðan 18. febrúar þegar þeir unnu KR og lögðu grunninn að deildarmeistaratitlinum því hann brotnaði á þumalfingri á landsliðsæfingu í febrúar. Hinn tvítugi Kári mætir þó að öllum líkindum aftur í Haukaliðið í úrslitakeppninni en þar mæta Haukar Keflavík í 8-liða úrslitum. Pétur Rúnar hefur átt frábært tímabil með Tindastól og stýrt liðinu virkilega vel. Hann þurfti að taka leiðtogahlutverkið meira á herðar sér eftir að Sigtryggur Arnar Björnsson meiddist og gerði það vel. Leikstjórnandinn ungi er með 15,1 stig að meðaltali í leik í vetur, 5,5 fráköst og 6,5 stoðsendingar. Hann verður í framlínunni þegar Stólarnir taka á móti Grindavík í 8-liða úrslitum deildarinnar. Ryan Taylor er að öðrum ólöstuðum einn besti bandaríski leikmaður deildarinnar. Hann er gríðarlega mikilvægur í ÍR liðinu þar sem hann treður, setur niður þrista og ver skot til að bjarga leikjum án þess að hafa neitt fyrir því. Hann er fjórði stigahæsti leikmaðurinn í deildinni með 21,9 stig að meðaltali í leik og fimmti frákastahæsti með 10,4 fráköst í leik. Vesturbæingurinn Kristófer Acox hefur farið á kostum eftir áramót. Hann átti hvern stórleikinn á fætur öðrum og er með safn af Cintamani húfum fyrir glæsilegar troðslur sínar. Kristófer er með 17,1 stig að meðaltali í leik í vetur, 9,8 fráköst og 24 framlagspunkta. Landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson hefur dregið lið Stjörnunnar áfram. Hann er næst frákastahæstur í deildinni í vetur með 12,5 fráköst að meðaltali í leik ásamt 15 stigum og 4 stoðsendingum. Hinn 35 ára Hlynur átti stórleik gegn Haukum í byrjun mánaðarins þar sem hann skilaði 23 stigum og 40 framlagspunktum aðeins örfáum dögum eftir að hann spilaði hörku landsleiki gegn Finnum og Tékkum í Laugardalshöll. Umræðu strákanna um úrvalsliðið má sjá í spilaranum hér að neðan.
Dominos-deild karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira