Ekki hrifin af gulu og notar frekar pastelliti, greinar, egg og blóm Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. mars 2018 13:00 Soffía Dögg Garðarsdóttir. „Páskarnir eru svo yndislegur tími, þeir bera með sér fyrirheit um sumarið og bjartari daga,“ segir Soffía Dögg Garðarsdóttir fagurkeri og stjórnandi bloggsíðunnar Skreytum hús og sér einnig um samnefndan Facebook hóp. „Þetta er langt frí, sem er samt svo laust við „kvaðir og skyldur“ sem fylgja til dæmis jólunum. Þetta er eiginlega bara svona: „endilega reyndu að hafa það kósý-frí“ með „dash“ af óhófi í súkkulaðiáti,“ segir Soffía um páskana sína. Á Snapchat (soffiadogg) hefur Soffía sýnt fólki sniðugar lausnir þegar kemur að páskaskreytingum, en heimili hennar er alltaf einstaklega fallegt.Skreytum hús„Eins og ég hef áður sagt, þá er ég hætt að tala um eiginlegt páskaskraut – og kýs fremur að líta á þetta sem vorskraut. Enda eru þetta egg og annað slíkt í pastellitum, og það er víst kjörið til þess að bera oss yfir þessa seinustu vikur vetrarins.“ Síðan eru það nátturulega blómin, bæði afskorin og öll laukblómin, þau koma svo sannarlega með vorið með sér að mati Soffíu. „Ég fór til dæmis í Blómaval og fékk mér dásamlegar asíusóleyjar sem eru á borðstofuborðinu og kirsuberjagreinar sem standa á eyjunni, sem er hrein dásemd í vasa. Líka afskornar hyasintur.Ég er ekki mjög hrifin af gulum, eða almennt sterkum litum, hér innanhús og tek því frekar pastellitina og tek náttúruna inn í formi greina, eggja og auðvitað blóma - þannig eru mínir páskar.“Skreytum húsSoffía er einnig mjög hrifin af því að föndra sjálf egg og hefur gert mikið af því. „Til dæmis tók ég greinar og gerði nokkurs konar hreiður og setti svo bara rósavönd í hreiðrið. Svo finnst mér alltaf gaman að nota það sem ég á fyrir, gamalt kökuform fær nýjan tilgang - sykurkar verður að kertastjaka og þess háttar. En ef ég vil fá mér eitthvað sætt þá kíki ég í Rúmfatalagerinn, Blómaval og í Litlu Garðbúðina sem er flutt á Selfoss.“ Þegar kemur að því að leggja á borð þá finnst Soffíu gaman að blanda saman mismunandi servéttum og líka diskum. „Það eykur á fjölbreytnina við borðið. Nota glös fyrir egg og bara leika mér með þetta. Ég á líka æðislegar páskalöber frá Jónsdóttir & co, sem stendur á gleðilega páska og mér finnst hann alveg ómissandi um páskana.“Nokkrar hugmyndir Soffíu frá Skreytum hús síðunni má finna í albúminu hér að neðan. Föndur Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Þetta breytti því hvernig ég upplifi sjálfa mig og heiminn í kringum mig“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir „Þetta breytti því hvernig ég upplifi sjálfa mig og heiminn í kringum mig“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Sjá meira
„Páskarnir eru svo yndislegur tími, þeir bera með sér fyrirheit um sumarið og bjartari daga,“ segir Soffía Dögg Garðarsdóttir fagurkeri og stjórnandi bloggsíðunnar Skreytum hús og sér einnig um samnefndan Facebook hóp. „Þetta er langt frí, sem er samt svo laust við „kvaðir og skyldur“ sem fylgja til dæmis jólunum. Þetta er eiginlega bara svona: „endilega reyndu að hafa það kósý-frí“ með „dash“ af óhófi í súkkulaðiáti,“ segir Soffía um páskana sína. Á Snapchat (soffiadogg) hefur Soffía sýnt fólki sniðugar lausnir þegar kemur að páskaskreytingum, en heimili hennar er alltaf einstaklega fallegt.Skreytum hús„Eins og ég hef áður sagt, þá er ég hætt að tala um eiginlegt páskaskraut – og kýs fremur að líta á þetta sem vorskraut. Enda eru þetta egg og annað slíkt í pastellitum, og það er víst kjörið til þess að bera oss yfir þessa seinustu vikur vetrarins.“ Síðan eru það nátturulega blómin, bæði afskorin og öll laukblómin, þau koma svo sannarlega með vorið með sér að mati Soffíu. „Ég fór til dæmis í Blómaval og fékk mér dásamlegar asíusóleyjar sem eru á borðstofuborðinu og kirsuberjagreinar sem standa á eyjunni, sem er hrein dásemd í vasa. Líka afskornar hyasintur.Ég er ekki mjög hrifin af gulum, eða almennt sterkum litum, hér innanhús og tek því frekar pastellitina og tek náttúruna inn í formi greina, eggja og auðvitað blóma - þannig eru mínir páskar.“Skreytum húsSoffía er einnig mjög hrifin af því að föndra sjálf egg og hefur gert mikið af því. „Til dæmis tók ég greinar og gerði nokkurs konar hreiður og setti svo bara rósavönd í hreiðrið. Svo finnst mér alltaf gaman að nota það sem ég á fyrir, gamalt kökuform fær nýjan tilgang - sykurkar verður að kertastjaka og þess háttar. En ef ég vil fá mér eitthvað sætt þá kíki ég í Rúmfatalagerinn, Blómaval og í Litlu Garðbúðina sem er flutt á Selfoss.“ Þegar kemur að því að leggja á borð þá finnst Soffíu gaman að blanda saman mismunandi servéttum og líka diskum. „Það eykur á fjölbreytnina við borðið. Nota glös fyrir egg og bara leika mér með þetta. Ég á líka æðislegar páskalöber frá Jónsdóttir & co, sem stendur á gleðilega páska og mér finnst hann alveg ómissandi um páskana.“Nokkrar hugmyndir Soffíu frá Skreytum hús síðunni má finna í albúminu hér að neðan.
Föndur Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Þetta breytti því hvernig ég upplifi sjálfa mig og heiminn í kringum mig“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir „Þetta breytti því hvernig ég upplifi sjálfa mig og heiminn í kringum mig“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Sjá meira