Fagna því að framkvæmdaleyfi fyrir Lyklafellslínu 1 var fellt úr gildi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. mars 2018 14:32 Lyklafellslína átti að fara yfir ósnortið hraun austan við Helgafell sem er vel sóttur útivistarstaður af íbúum höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Ernir Hraunavinir og Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands fagna úrskurði Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um að fella úr gildi framkvæmdaleyfi Hafnarfjarðarbæjar vegna Lyklafellslínu. Stjórnarmaður í Náttúruverndarsamtökunum segir að nú sé lag að skoða aðra og áhættuminni möguleika við flutning raflína fjær byggð í Hafnarfirði. Náttúruverndarfélögin hafa um hríð barist gegn byggingu háspennulína yfir grannsvæði vatnsverndar höfuðborgarsvæðisins en úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar lagningar Lyklafellslínu úr gildi fyrr í vikunni. Eydís Franzdóttir, stjórnarmaður í Náttúruverndarsamtökum Suðvesturlands, segir úrskurðinn ekki koma á óvart. „Við fögnum því að þessi úrskurður fór svona og það gefst núna svigrúm til þess að skoða aðra möguleika á því að færa til eða rífa niður Hamrafellslínur eða leggja þær í jörð, alla vega á þeim hluta þar sem þær hamla byggð, þá sérstaklega í Hafnarfirði. Við höfum haft áhyggjur af þessari framkvæmd, Lyklafellslínu þar sem að hún er áætluð yfir grannsvæði vatnsverndar alls höfuðborgarsvæðisins,” segir Eydís.Tillögur NSVE og Hraunavinaumtilfærslur Hamraneslína: 1. Lagning í jörð með línuvegi, 2. lagning íjörð með vegaslóðum ofan byggðar, 3. flutningur háspennulínu. Allt eru þetta lausnir utan vatnsverndarsvæði.AðsentHefði verið skrítið að fá aðra niðurstöðu Hún segir samtökin ekki leggjast gegn skipulagi á íbúðasvæðum á Völlum og Skarðshlíð í Hafnarfirði eins og ýjað hafi verið að. Þar þurfi bæjar- og skipulagsyfirvöld í Hafnarfirði þó að líta í eigin barm en þau hafi skipulagt hverfin á sínum tíma með fullri vitneskju um stöðuna, að því er segir í tilkynningu frá Hraunavinum og Náttúruverndarsamtökum Suðvesturlands. „Það er fyrirliggjandi Hæstaréttardómur um það að umhverfismatið sé ófullnægjandi og álit skipulagsstofnunar um umhverfismatið þannig að ég verð að segja það að það hefði verið mjög skrítið ef þessi úrskurður hefði verið á annan veg,” segir Eydís.Grunnvatnsstraumar skv. líkani Verkfræðistofunnar Vatnaskila. Örfarnar sýna rennsli grunnvatns, rauðupunktarnir brunnholur, svarta brotalínan sýnir legu Lyklafellslínu 1 og rauðalínan legu Hamraneslína að mestu norðan grunnvatnsstraumanna.AðsentNáttúruverndarfélögin tvö segja ekki ásættanlegt að kjörnir fulltrúar íbúa höfuðborgarsvæðisins taki þá áhættu að leyfa framkvæmdina sem gæti spillt gæðum neysluvatns. „Við gerum okkur grein fyrir að við erum ekki endilega búin að afstýra þessu. En það er lag núna að skoða aðra möguleika sem að eru miklu áhættuminni.” Umhverfismál Tengdar fréttir Skýrsla um jarðstrengskosti gæti komið Lyklafellslínu aftur á dagskrá Landsnet skoðar hvort að viðbótarskýrsla um lagningu jarðstrengskosta geti komið Lyklafellslínu 1 aftur á dagskrá. 28. mars 2018 14:30 Óttast spjöll og kærðu leyfi fyrir línulögn Hraunavinir, Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og eigendur Selskarðs hafa kært framkvæmdaleyfi vegna lagningar Lyklafellslínu. Fjögur sveitarfélög gefið Landsneti grænt ljós og stefnt að útboði. 13. janúar 2018 07:00 Framkvæmdaleyfi fyrir Lyklafellslínu 1 fellt úr gildi Hafnarfjarðarkaupstaður harmar niðurstöðuna. Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands bentu á áhættu vegna vatnsbóla íbúa á höfuðborgarsvæðinu. 26. mars 2018 17:09 „Mikilvægt skref“ fyrir Hafnfirðinga að losna loks við raflínurnar segir bæjarstjóri Fyrirhuguð framkvæmd við flutning háspennuraflína hefur verið kærð til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála en bæjarstjóri segir það alvarlegt mál ef ekki verður af framkvæmdinni. 18. febrúar 2018 19:45 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Sjá meira
Hraunavinir og Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands fagna úrskurði Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um að fella úr gildi framkvæmdaleyfi Hafnarfjarðarbæjar vegna Lyklafellslínu. Stjórnarmaður í Náttúruverndarsamtökunum segir að nú sé lag að skoða aðra og áhættuminni möguleika við flutning raflína fjær byggð í Hafnarfirði. Náttúruverndarfélögin hafa um hríð barist gegn byggingu háspennulína yfir grannsvæði vatnsverndar höfuðborgarsvæðisins en úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar lagningar Lyklafellslínu úr gildi fyrr í vikunni. Eydís Franzdóttir, stjórnarmaður í Náttúruverndarsamtökum Suðvesturlands, segir úrskurðinn ekki koma á óvart. „Við fögnum því að þessi úrskurður fór svona og það gefst núna svigrúm til þess að skoða aðra möguleika á því að færa til eða rífa niður Hamrafellslínur eða leggja þær í jörð, alla vega á þeim hluta þar sem þær hamla byggð, þá sérstaklega í Hafnarfirði. Við höfum haft áhyggjur af þessari framkvæmd, Lyklafellslínu þar sem að hún er áætluð yfir grannsvæði vatnsverndar alls höfuðborgarsvæðisins,” segir Eydís.Tillögur NSVE og Hraunavinaumtilfærslur Hamraneslína: 1. Lagning í jörð með línuvegi, 2. lagning íjörð með vegaslóðum ofan byggðar, 3. flutningur háspennulínu. Allt eru þetta lausnir utan vatnsverndarsvæði.AðsentHefði verið skrítið að fá aðra niðurstöðu Hún segir samtökin ekki leggjast gegn skipulagi á íbúðasvæðum á Völlum og Skarðshlíð í Hafnarfirði eins og ýjað hafi verið að. Þar þurfi bæjar- og skipulagsyfirvöld í Hafnarfirði þó að líta í eigin barm en þau hafi skipulagt hverfin á sínum tíma með fullri vitneskju um stöðuna, að því er segir í tilkynningu frá Hraunavinum og Náttúruverndarsamtökum Suðvesturlands. „Það er fyrirliggjandi Hæstaréttardómur um það að umhverfismatið sé ófullnægjandi og álit skipulagsstofnunar um umhverfismatið þannig að ég verð að segja það að það hefði verið mjög skrítið ef þessi úrskurður hefði verið á annan veg,” segir Eydís.Grunnvatnsstraumar skv. líkani Verkfræðistofunnar Vatnaskila. Örfarnar sýna rennsli grunnvatns, rauðupunktarnir brunnholur, svarta brotalínan sýnir legu Lyklafellslínu 1 og rauðalínan legu Hamraneslína að mestu norðan grunnvatnsstraumanna.AðsentNáttúruverndarfélögin tvö segja ekki ásættanlegt að kjörnir fulltrúar íbúa höfuðborgarsvæðisins taki þá áhættu að leyfa framkvæmdina sem gæti spillt gæðum neysluvatns. „Við gerum okkur grein fyrir að við erum ekki endilega búin að afstýra þessu. En það er lag núna að skoða aðra möguleika sem að eru miklu áhættuminni.”
Umhverfismál Tengdar fréttir Skýrsla um jarðstrengskosti gæti komið Lyklafellslínu aftur á dagskrá Landsnet skoðar hvort að viðbótarskýrsla um lagningu jarðstrengskosta geti komið Lyklafellslínu 1 aftur á dagskrá. 28. mars 2018 14:30 Óttast spjöll og kærðu leyfi fyrir línulögn Hraunavinir, Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og eigendur Selskarðs hafa kært framkvæmdaleyfi vegna lagningar Lyklafellslínu. Fjögur sveitarfélög gefið Landsneti grænt ljós og stefnt að útboði. 13. janúar 2018 07:00 Framkvæmdaleyfi fyrir Lyklafellslínu 1 fellt úr gildi Hafnarfjarðarkaupstaður harmar niðurstöðuna. Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands bentu á áhættu vegna vatnsbóla íbúa á höfuðborgarsvæðinu. 26. mars 2018 17:09 „Mikilvægt skref“ fyrir Hafnfirðinga að losna loks við raflínurnar segir bæjarstjóri Fyrirhuguð framkvæmd við flutning háspennuraflína hefur verið kærð til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála en bæjarstjóri segir það alvarlegt mál ef ekki verður af framkvæmdinni. 18. febrúar 2018 19:45 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Sjá meira
Skýrsla um jarðstrengskosti gæti komið Lyklafellslínu aftur á dagskrá Landsnet skoðar hvort að viðbótarskýrsla um lagningu jarðstrengskosta geti komið Lyklafellslínu 1 aftur á dagskrá. 28. mars 2018 14:30
Óttast spjöll og kærðu leyfi fyrir línulögn Hraunavinir, Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og eigendur Selskarðs hafa kært framkvæmdaleyfi vegna lagningar Lyklafellslínu. Fjögur sveitarfélög gefið Landsneti grænt ljós og stefnt að útboði. 13. janúar 2018 07:00
Framkvæmdaleyfi fyrir Lyklafellslínu 1 fellt úr gildi Hafnarfjarðarkaupstaður harmar niðurstöðuna. Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands bentu á áhættu vegna vatnsbóla íbúa á höfuðborgarsvæðinu. 26. mars 2018 17:09
„Mikilvægt skref“ fyrir Hafnfirðinga að losna loks við raflínurnar segir bæjarstjóri Fyrirhuguð framkvæmd við flutning háspennuraflína hefur verið kærð til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála en bæjarstjóri segir það alvarlegt mál ef ekki verður af framkvæmdinni. 18. febrúar 2018 19:45