Erfitt að sannreyna hvort meðhöndlun gegn fuglamítlinum beri árangur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. mars 2018 20:00 Sníkjudýrið sem fannst í skrautfugli í gæludýraverslun í Holtagörðum var norrænn fuglamítill sem aldrei áður hefur greinst hér á landi. Málið ber að líta alvarlegum augum að sögn yfirdýralæknis sem segir afar erfitt að sannreyna hvort meðhöndlun beri árangur. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að Matvælastofnun hafi gefið eigendum gæludýraverslunarinnar Dýraríkinu frest til 4. apríl til að senda 358 unga skrautfugla úr landi eða láta aflífa þá, vegna sníkjudýrs sem fannst á einum fuglinum. Um er að ræða norrænan fuglamítil af tegundinni ornithonyssus sylviarium. Eigandi verslunarinnar kvaðst í samtali við fréttastofu undrandi yfir ákvörðun MAST og taldi meðalhófs til að mynda ekki vera gætt með því að fara fram á aflífun fuglanna. „Þetta er mítill sem að sýgur blóð og hann hefur áhrif á dýrin, bæði heilbrigði þeirra og velferð og getur valdið verulegu fjárhagslegu tjóni ef hann fer í alifugla. Þetta er einn mesti, alvarlegasti, sjúkdómsvaldur, alvarlegasti sjúkdómsvaldur í alifuglabúðum í norður Ameríku,“ segir Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir.Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir að um 12 þúsund mítlar og yfir 12 þúsund egg hafi greinst á fuglinum. Taldar eru verulegar líkur á að smit hafi þegar breiðst út á meðal fuglanna sem nú eru í sóttkví en mítillinn getur lifað í margar vikur í umhverfi fuglanna og mjög erfitt er að útrýma honum. „Það er mjög erfitt að finna þennan mítil. Það var ein af ástæðunum fyrir því að við treystum okkur ekki til að hleypa þessu í gegnum sóttkví,“ segir Sigurborg. „Við skulum gefa okkur það að þó það væri hægt að meðhöndla þá er mjög erfitt að finna og sannreyna að meðhöndlun hafi tekist.“ Eigendur Dýraríkisins ætla að kæra ákvörðunina til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og er lögfræðingur verslunarinnar þegar kominn í málið. „Það verður bara að skoða það, núna er málið hjá eiganda fuglanna og innflytjenda og hann verður að fá tíma til að bregðast við og við verðum svo bara að taka á því þegar þar að kemur,“ segir Sigurborg, spurð hvort til greina komi að veita lengri frest en til 4. apríl þar sem eigendur hyggjast leggja fram kæru. „Þetta er alvarlegt mál og við þurfum að taka á því sem slíku.“ Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Sjá meira
Sníkjudýrið sem fannst í skrautfugli í gæludýraverslun í Holtagörðum var norrænn fuglamítill sem aldrei áður hefur greinst hér á landi. Málið ber að líta alvarlegum augum að sögn yfirdýralæknis sem segir afar erfitt að sannreyna hvort meðhöndlun beri árangur. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að Matvælastofnun hafi gefið eigendum gæludýraverslunarinnar Dýraríkinu frest til 4. apríl til að senda 358 unga skrautfugla úr landi eða láta aflífa þá, vegna sníkjudýrs sem fannst á einum fuglinum. Um er að ræða norrænan fuglamítil af tegundinni ornithonyssus sylviarium. Eigandi verslunarinnar kvaðst í samtali við fréttastofu undrandi yfir ákvörðun MAST og taldi meðalhófs til að mynda ekki vera gætt með því að fara fram á aflífun fuglanna. „Þetta er mítill sem að sýgur blóð og hann hefur áhrif á dýrin, bæði heilbrigði þeirra og velferð og getur valdið verulegu fjárhagslegu tjóni ef hann fer í alifugla. Þetta er einn mesti, alvarlegasti, sjúkdómsvaldur, alvarlegasti sjúkdómsvaldur í alifuglabúðum í norður Ameríku,“ segir Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir.Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir að um 12 þúsund mítlar og yfir 12 þúsund egg hafi greinst á fuglinum. Taldar eru verulegar líkur á að smit hafi þegar breiðst út á meðal fuglanna sem nú eru í sóttkví en mítillinn getur lifað í margar vikur í umhverfi fuglanna og mjög erfitt er að útrýma honum. „Það er mjög erfitt að finna þennan mítil. Það var ein af ástæðunum fyrir því að við treystum okkur ekki til að hleypa þessu í gegnum sóttkví,“ segir Sigurborg. „Við skulum gefa okkur það að þó það væri hægt að meðhöndla þá er mjög erfitt að finna og sannreyna að meðhöndlun hafi tekist.“ Eigendur Dýraríkisins ætla að kæra ákvörðunina til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og er lögfræðingur verslunarinnar þegar kominn í málið. „Það verður bara að skoða það, núna er málið hjá eiganda fuglanna og innflytjenda og hann verður að fá tíma til að bregðast við og við verðum svo bara að taka á því þegar þar að kemur,“ segir Sigurborg, spurð hvort til greina komi að veita lengri frest en til 4. apríl þar sem eigendur hyggjast leggja fram kæru. „Þetta er alvarlegt mál og við þurfum að taka á því sem slíku.“
Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Sjá meira