Ekki hægt að koma í veg fyrir að mítillinn berist úr sóttkvínni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. mars 2018 14:48 Skrautfuglarnir eru af mörgum stærðum og gerðum. Skjáskot/Stöð 2 Sníkjudýrið sem fannst í skrautfugli sem fluttur var hingað til lands fyrir um einum og hálfum mánuði var norrænn fuglamítill af tegundinni Ornithonyssus sylviarum. Mítillinn hefur aldrei áður greinst hér á landi en um er að ræða einn alvarlegasta sjúkdómsvaldinn á alifuglabúum í Norður-Ameríku. Greint var fráþví í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að Matvælastofnun hafi gefið eigendum gæludýraverslunarinnar Dýraríkinu í Holtagörðum frest til 4. apríl til að senda 358 unga skrautfugla úr landi eða láta aflífa þá, vegna sníkjudýrs sem fannst á einum fuglinum. Eigandi verslunarinnar kvaðst í samtali við fréttastofu í gær undrandi yfir ákvörðun MAST og taldi meðalhófs ekki vera gætt meðþví að fara fram á aflífun. Í tilkynningu sem barst frá Matvælastofnun í dag segir að um 12 þúsund mítlar og yfir 12 þúsund egg hafi greinst á fuglinum og taldar séu verulegar líkur á að smit hafi þegar breiðst út á meðal fuglanna sem nú eru í sóttkví. Mítillinn sem um ræðir getur herjað á ýmsar gerðir fugla en hann sýgur úr þeim blóð og veldur þeim miklum óþægindum. Þá hefur hann neikvæð áhrif á vöxt og varp og getur valdið dauða. Mítillinn getur lifaðí margar vikur í umhverfi fuglanna og mjög erfitt er aðútrýma honum aðþví er segir í tilkynningu Matvælastofnunar. Þá geti mítillinn borist á önnur dýr, fólk og ýmiss konar búnað og þannig breiðst út. Bærist slíkt smit í fugla á Íslandi gæti það haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, hvort sem litið sé til dýraheilbrigðis, dýravelferðar eða fjárhagslegs tjóns. Matvælastofnun kveðst hafa í grundað þann möguleika að útrýma Norræna fuglamítlinum úr sóttkvínni en hafi komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri nægilega tryggt að meðhöndlun bæri árangur. Lítur stofnunin svo á að ekki verði með óyggjandi hætti hægt að koma í veg fyrir að hann berist inn í landið út úr sóttkvínni. Dýr Tengdar fréttir Krafist aflífunar á 358 skrautfuglum Matvælastofnun hefur gefið eigendum Dýraríkisins átta daga frest til þess að láta aflífa 358 unga fugla sem voru fluttir inn frá Hollandi vegna sníkjudýrs sem fannst á einum fugli í sendingunni. Eigandi segir hægt að meðhöndla þá með lyfjum sem til eru hér á landi. 27. mars 2018 19:30 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Sjá meira
Sníkjudýrið sem fannst í skrautfugli sem fluttur var hingað til lands fyrir um einum og hálfum mánuði var norrænn fuglamítill af tegundinni Ornithonyssus sylviarum. Mítillinn hefur aldrei áður greinst hér á landi en um er að ræða einn alvarlegasta sjúkdómsvaldinn á alifuglabúum í Norður-Ameríku. Greint var fráþví í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að Matvælastofnun hafi gefið eigendum gæludýraverslunarinnar Dýraríkinu í Holtagörðum frest til 4. apríl til að senda 358 unga skrautfugla úr landi eða láta aflífa þá, vegna sníkjudýrs sem fannst á einum fuglinum. Eigandi verslunarinnar kvaðst í samtali við fréttastofu í gær undrandi yfir ákvörðun MAST og taldi meðalhófs ekki vera gætt meðþví að fara fram á aflífun. Í tilkynningu sem barst frá Matvælastofnun í dag segir að um 12 þúsund mítlar og yfir 12 þúsund egg hafi greinst á fuglinum og taldar séu verulegar líkur á að smit hafi þegar breiðst út á meðal fuglanna sem nú eru í sóttkví. Mítillinn sem um ræðir getur herjað á ýmsar gerðir fugla en hann sýgur úr þeim blóð og veldur þeim miklum óþægindum. Þá hefur hann neikvæð áhrif á vöxt og varp og getur valdið dauða. Mítillinn getur lifaðí margar vikur í umhverfi fuglanna og mjög erfitt er aðútrýma honum aðþví er segir í tilkynningu Matvælastofnunar. Þá geti mítillinn borist á önnur dýr, fólk og ýmiss konar búnað og þannig breiðst út. Bærist slíkt smit í fugla á Íslandi gæti það haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, hvort sem litið sé til dýraheilbrigðis, dýravelferðar eða fjárhagslegs tjóns. Matvælastofnun kveðst hafa í grundað þann möguleika að útrýma Norræna fuglamítlinum úr sóttkvínni en hafi komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri nægilega tryggt að meðhöndlun bæri árangur. Lítur stofnunin svo á að ekki verði með óyggjandi hætti hægt að koma í veg fyrir að hann berist inn í landið út úr sóttkvínni.
Dýr Tengdar fréttir Krafist aflífunar á 358 skrautfuglum Matvælastofnun hefur gefið eigendum Dýraríkisins átta daga frest til þess að láta aflífa 358 unga fugla sem voru fluttir inn frá Hollandi vegna sníkjudýrs sem fannst á einum fugli í sendingunni. Eigandi segir hægt að meðhöndla þá með lyfjum sem til eru hér á landi. 27. mars 2018 19:30 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Sjá meira
Krafist aflífunar á 358 skrautfuglum Matvælastofnun hefur gefið eigendum Dýraríkisins átta daga frest til þess að láta aflífa 358 unga fugla sem voru fluttir inn frá Hollandi vegna sníkjudýrs sem fannst á einum fugli í sendingunni. Eigandi segir hægt að meðhöndla þá með lyfjum sem til eru hér á landi. 27. mars 2018 19:30