Ætla að bregðast við áskorun foreldra vegna Breiðholtsskóla Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 27. mars 2018 21:00 Skóla-og frístundasvið mun fá utanaðkomandi fagaðila til að sætta hóp foreldra og skólastjórnendur í Breiðholtsskóla. Vísir/Ernir Skóla-og frístundasvið hyggst bregðast við áskorun stjórnar foreldarfélags Breiðholtsskóla og fá utanaðkomandi fagaðila til að sætta hóp foreldra og skólastjórnendur skólans. Alls skrifuðu um tvöhundruð foreldrar í Breiðholti undir þessa áskorun. Samkvæmt upplýsingum frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar hefur sviðið haft málefni Breiðholtsskóla til umfjöllunar í rúmt ár til að skapa sátt og vinnufrið um og í skólanum. Meðal þess sem hefur verið gert er að framkvæma mat í skólanum og voru niðurstöður kynntar foreldrum og starfsmönnum á síðasta ári. Lögð var rík áhersla á að skólinn ynni að umbótaáætlun og úrbótum. Skólinn skilaði úrbótaáætlun í október á síðasta ári og má nálgast hana á heimasíðu hans.Fagna þessari áskorun Stjórn foreldrafélags skólans hefur síðustu vikur staðið fyrir undirskriftarsöfnun á netinu á íslensku, ensku og pólsku þar sem kemur fram að um nokkurn tíma hafi skólastarf í Breiðholtsskóla litast af óánægju milli hóps foreldra og skólastjórnenda sem hafi haft neikvæð áhrif á skólabraginn. Skorað er á skóla- og frístundasvið að sætta deiluaðila með hjálp utanaðkomandi fagaðila. Skólastarf Breiðholtsskóla hafi liðið of lengi fyrir stöðu mála og bæði kennarar og nemendur hætt sökum þess. Undirskriftasöfnuninni er lokið en alls skrifuðu um 200 foreldrar í Breiðholti eða núverandi eða fyrrverandi starfsmenn skólans undir áskorunina. Helgi Grímsson sviðstjóri skóla- og frístundasviðs segir að þegar verði brugðist við. „Við tökum þessari áskorun fagnandi af því að það skiptir mjög miklu máli að þetta skólasamfélag fái frið og nái sátt þannig að skólastarf geti verið með eðlilegum hætti og að allir vinni saman, foreldrar, nemendur og starfsmenn að góðu skólastarfi.“ Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Krakkar og kennarar streyma úr Breiðholtsskóla vegna óróa Foreldrar eru óánægðir með tíðar uppsagnir kennara og óstöðugleika sem þær skapa meðal nemenda í Breiðholtsskóla. Dæmi eru um að nemendur fái nýjan umsjónarkennara árlega. 29. janúar 2018 06:00 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Skóla-og frístundasvið hyggst bregðast við áskorun stjórnar foreldarfélags Breiðholtsskóla og fá utanaðkomandi fagaðila til að sætta hóp foreldra og skólastjórnendur skólans. Alls skrifuðu um tvöhundruð foreldrar í Breiðholti undir þessa áskorun. Samkvæmt upplýsingum frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar hefur sviðið haft málefni Breiðholtsskóla til umfjöllunar í rúmt ár til að skapa sátt og vinnufrið um og í skólanum. Meðal þess sem hefur verið gert er að framkvæma mat í skólanum og voru niðurstöður kynntar foreldrum og starfsmönnum á síðasta ári. Lögð var rík áhersla á að skólinn ynni að umbótaáætlun og úrbótum. Skólinn skilaði úrbótaáætlun í október á síðasta ári og má nálgast hana á heimasíðu hans.Fagna þessari áskorun Stjórn foreldrafélags skólans hefur síðustu vikur staðið fyrir undirskriftarsöfnun á netinu á íslensku, ensku og pólsku þar sem kemur fram að um nokkurn tíma hafi skólastarf í Breiðholtsskóla litast af óánægju milli hóps foreldra og skólastjórnenda sem hafi haft neikvæð áhrif á skólabraginn. Skorað er á skóla- og frístundasvið að sætta deiluaðila með hjálp utanaðkomandi fagaðila. Skólastarf Breiðholtsskóla hafi liðið of lengi fyrir stöðu mála og bæði kennarar og nemendur hætt sökum þess. Undirskriftasöfnuninni er lokið en alls skrifuðu um 200 foreldrar í Breiðholti eða núverandi eða fyrrverandi starfsmenn skólans undir áskorunina. Helgi Grímsson sviðstjóri skóla- og frístundasviðs segir að þegar verði brugðist við. „Við tökum þessari áskorun fagnandi af því að það skiptir mjög miklu máli að þetta skólasamfélag fái frið og nái sátt þannig að skólastarf geti verið með eðlilegum hætti og að allir vinni saman, foreldrar, nemendur og starfsmenn að góðu skólastarfi.“
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Krakkar og kennarar streyma úr Breiðholtsskóla vegna óróa Foreldrar eru óánægðir með tíðar uppsagnir kennara og óstöðugleika sem þær skapa meðal nemenda í Breiðholtsskóla. Dæmi eru um að nemendur fái nýjan umsjónarkennara árlega. 29. janúar 2018 06:00 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Krakkar og kennarar streyma úr Breiðholtsskóla vegna óróa Foreldrar eru óánægðir með tíðar uppsagnir kennara og óstöðugleika sem þær skapa meðal nemenda í Breiðholtsskóla. Dæmi eru um að nemendur fái nýjan umsjónarkennara árlega. 29. janúar 2018 06:00