Skoða hver afkastageta íslensks samfélags er miðað við fjölda ferðamanna Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 27. mars 2018 20:30 Stjórnstöð ferðamála ætlar að skoða hver afkastageta íslensks samfélags er miðað við fjölda ferðamanna. Kannað verður hver eru efnahagsleg, samfélagsleg og hagræn þolmörk í fjölda ferðamanna á landsvísu. Aldrei áður hafa þolmörk verið könnuð með þessum hætti segir framkvæmdastjóri Stjórnstöðvarinnar. Í verkefninu verður velt upp spurningum eins og hvað Ísland geti tekið á móti mörgum ferðamönnum. Hvar við stöndum í dag og til náinnar framtíðar, hvaða innviðir krefjist úrbóta og hversu fjárfrekar úrbætur lykilþátta innviða séu. Framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála segir að verkefnið sé hafið. „Við erum byrjuð og verkefnið er tvískipt. Fyrsti fasi verkefnisins snýst um það að meta sjálfbærnivísa sem eru þau viðmið, þau sjálfbærniviðmið sem við ætlum að horfa til og teljum vera mikilvægust,“ segir Óskar Jósefsson framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála.Aldrei áður verið unnið á landsvísu Óskar segir að breiður hópur sérfræðinga víða að komi að verkefninu en búast megi við niðurstöðum úr fyrsta fasanum í sumar niðurstöður úr síðara hluta komi í haust. „En í ljósi þess að þetta er á vissan hátt þróunarverkefni í leiðinni þá geta nú tímasetningarnar aðeins færst til en við vonumst til að við fáum allavega niðurstöðu, fyrsta mat um það hvernig við getum séð fjölda ferðamanna þróast gagnvart íslensku samfélagi þannig að það sé jafnvægi og sjálfbærnisviðmiðum sé náð.“ Hann segir að þrír meginþættir verði kannaðir, efnahagsleg þolmörk, umhverfisleg- og náttúruleg þolmörk og svo félagsleg þolmörk. Óskar segir að ekki hafi verið ráðist í svona úttekt áður á landsvísu. „Nei væntanlega hefur ekki verið unnið svona verkefni á landsvísu. Það hefur verið unnið svona svæðisbundið á ýmsum stöðum í heiminum en aldrei tekið á landsvísu áður.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Óreiða í norðurljósaferðum Leiðsögumaður segir hættulegar aðstæður geta skapast í norðurljósaferðum þar sem tugum rúta er lagt á litlum svæðum sem ekki eru skipulögð í þessum tilgangi. Hann telur nauðsynlegt að huga að uppbyggingu á stæðum og útskotum á vinsælum stöðum. 25. mars 2018 12:30 Fleiri erlendir ferðamenn slasast í umferðinni hér á landi Fimm látnir það sem af er ári 12. mars 2018 19:00 Ferðamenn skildu bifreiðar eftir í vegkanti til að dást að norðurljósum Þegar lögreglumenn bar að hafði mörgum bifreiðum verið lagt úti í vegkant og voru þær ljóslausar og sumar hverjar mannlausar. 27. mars 2018 11:40 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Stjórnstöð ferðamála ætlar að skoða hver afkastageta íslensks samfélags er miðað við fjölda ferðamanna. Kannað verður hver eru efnahagsleg, samfélagsleg og hagræn þolmörk í fjölda ferðamanna á landsvísu. Aldrei áður hafa þolmörk verið könnuð með þessum hætti segir framkvæmdastjóri Stjórnstöðvarinnar. Í verkefninu verður velt upp spurningum eins og hvað Ísland geti tekið á móti mörgum ferðamönnum. Hvar við stöndum í dag og til náinnar framtíðar, hvaða innviðir krefjist úrbóta og hversu fjárfrekar úrbætur lykilþátta innviða séu. Framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála segir að verkefnið sé hafið. „Við erum byrjuð og verkefnið er tvískipt. Fyrsti fasi verkefnisins snýst um það að meta sjálfbærnivísa sem eru þau viðmið, þau sjálfbærniviðmið sem við ætlum að horfa til og teljum vera mikilvægust,“ segir Óskar Jósefsson framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála.Aldrei áður verið unnið á landsvísu Óskar segir að breiður hópur sérfræðinga víða að komi að verkefninu en búast megi við niðurstöðum úr fyrsta fasanum í sumar niðurstöður úr síðara hluta komi í haust. „En í ljósi þess að þetta er á vissan hátt þróunarverkefni í leiðinni þá geta nú tímasetningarnar aðeins færst til en við vonumst til að við fáum allavega niðurstöðu, fyrsta mat um það hvernig við getum séð fjölda ferðamanna þróast gagnvart íslensku samfélagi þannig að það sé jafnvægi og sjálfbærnisviðmiðum sé náð.“ Hann segir að þrír meginþættir verði kannaðir, efnahagsleg þolmörk, umhverfisleg- og náttúruleg þolmörk og svo félagsleg þolmörk. Óskar segir að ekki hafi verið ráðist í svona úttekt áður á landsvísu. „Nei væntanlega hefur ekki verið unnið svona verkefni á landsvísu. Það hefur verið unnið svona svæðisbundið á ýmsum stöðum í heiminum en aldrei tekið á landsvísu áður.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Óreiða í norðurljósaferðum Leiðsögumaður segir hættulegar aðstæður geta skapast í norðurljósaferðum þar sem tugum rúta er lagt á litlum svæðum sem ekki eru skipulögð í þessum tilgangi. Hann telur nauðsynlegt að huga að uppbyggingu á stæðum og útskotum á vinsælum stöðum. 25. mars 2018 12:30 Fleiri erlendir ferðamenn slasast í umferðinni hér á landi Fimm látnir það sem af er ári 12. mars 2018 19:00 Ferðamenn skildu bifreiðar eftir í vegkanti til að dást að norðurljósum Þegar lögreglumenn bar að hafði mörgum bifreiðum verið lagt úti í vegkant og voru þær ljóslausar og sumar hverjar mannlausar. 27. mars 2018 11:40 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Óreiða í norðurljósaferðum Leiðsögumaður segir hættulegar aðstæður geta skapast í norðurljósaferðum þar sem tugum rúta er lagt á litlum svæðum sem ekki eru skipulögð í þessum tilgangi. Hann telur nauðsynlegt að huga að uppbyggingu á stæðum og útskotum á vinsælum stöðum. 25. mars 2018 12:30
Fleiri erlendir ferðamenn slasast í umferðinni hér á landi Fimm látnir það sem af er ári 12. mars 2018 19:00
Ferðamenn skildu bifreiðar eftir í vegkanti til að dást að norðurljósum Þegar lögreglumenn bar að hafði mörgum bifreiðum verið lagt úti í vegkant og voru þær ljóslausar og sumar hverjar mannlausar. 27. mars 2018 11:40