Eigandi „Húh-sins“ fullur eftirsjár og segir sér hafa verið hótað Birgir Olgeirsson skrifar 27. mars 2018 15:36 Hugleikur Dagsson greindi frá því í síðustu viku að honum hefði verið bannað að selja "HÚ!" bolina sína því annar væri með einkarétt á vörumerkinu tengdu fatnaði og drykkjarföngum. Vísir Sá sem sótti um einkarétt á að nota Víkingaklapps „Húh-ið“ á fatnað og drykkjarföng sér eftir því. Hann segist hafa orðið fyrir miklu áreiti út af þessu máli. Segist hafa verið kallaður öllum illum nöfnum og að honum hafi verið hótað. Hann segir myndlistarmanninn Hugleik Dagsson hafa lýst sér á niðrandi hætti í fjölmiðlum og þykir honum miður að Hugleikur hafi farið í fjölmiðla með málið á kostnað æru hans og persónu. Þetta segir eigandi vörumerkisins „Húh!“, Gunnar Þór Andrésson, í yfirlýsingu sem hann sendi fréttastofu Ríkisútvarpsins vegna málsins. Forsaga málsins er sú að Hugleikur Dagsson teiknaði mynd af einstaklingi að taka Víkingaklappið margfræga og segja „HÚ!“. Það gerði Hugleikur í kringum Evrópumeistaramót karla í knattspyrnu árið 2016 og ákvað síðar meir að prenta þessa teikningu á boli og selja í vefversluninni Dagsson.com. Í desember í fyrra fengu aðstandendur vefverslunarinnar skilaboð frá Gunnari þar sem hann tjáði þeim að hann væri með einkarétt á „Húh!“ sem vörumerki þegar kæmi að fatnaði og drykkjarföngum. Gunnar hafði sóst eftir skráningu árið 2016 og fékk hana samþykkta í september sama ár.Gunnar Þór Andrésson ætlar ekki að grípa til frekari aðgerða.VísirÍ yfirlýsingunni sem hann sendi fréttastofu RÚV kemur fram að honum hafi skilist það svo að til að einkaréttur hans haldist hefði hann þurft að koma í veg fyrir notkun annarra á orðmerkinu hvað varðar fatnað og drykkjarvörur. Hann sagðist hafa sótt um einkarétt á vörumerkinu til að tryggja að annar aðili gæti ekki framleitt nákvæmlega eins vöru og hann og líka til að tryggja að honum yrði ekki bannað að framleiða slíkar vöru á grundvelli einkaréttar. Hann lætur vera að fjalla ítarlega um fataframleiðslu sína og telur ólíklegt að sú framleiðsla muni líta dagsins ljós héðan í frá í ljósi þess sem undan er gengið. Gunnar Þór hrósar Hugleiki fyrir að ánafna helming af ágóða hans af sölu HÚ!-bolanna til Krabbameinsfélags Íslands. Vonar hann að félagið muni áfram njóta góðs af sölu bolanna um lengri tíma en hann hefur ákveðið að aðhafast ekki frekar í þessu máli. Tengdar fréttir Hugleikur má ekki selja Víkingaklappsboli því „HÚ-ið“ er skráð vörumerki Teikningin var prentuð á boli sem voru settir á sölu í vefbúðinni Dagsson.com. Stuttu síðar fengu aðstandendur vefverslunarinnar skilaboð frá manni sem sagðist eiga orðið HÚH! og aðeins hann mætti prenta það á boli. 23. mars 2018 12:50 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Sjá meira
Sá sem sótti um einkarétt á að nota Víkingaklapps „Húh-ið“ á fatnað og drykkjarföng sér eftir því. Hann segist hafa orðið fyrir miklu áreiti út af þessu máli. Segist hafa verið kallaður öllum illum nöfnum og að honum hafi verið hótað. Hann segir myndlistarmanninn Hugleik Dagsson hafa lýst sér á niðrandi hætti í fjölmiðlum og þykir honum miður að Hugleikur hafi farið í fjölmiðla með málið á kostnað æru hans og persónu. Þetta segir eigandi vörumerkisins „Húh!“, Gunnar Þór Andrésson, í yfirlýsingu sem hann sendi fréttastofu Ríkisútvarpsins vegna málsins. Forsaga málsins er sú að Hugleikur Dagsson teiknaði mynd af einstaklingi að taka Víkingaklappið margfræga og segja „HÚ!“. Það gerði Hugleikur í kringum Evrópumeistaramót karla í knattspyrnu árið 2016 og ákvað síðar meir að prenta þessa teikningu á boli og selja í vefversluninni Dagsson.com. Í desember í fyrra fengu aðstandendur vefverslunarinnar skilaboð frá Gunnari þar sem hann tjáði þeim að hann væri með einkarétt á „Húh!“ sem vörumerki þegar kæmi að fatnaði og drykkjarföngum. Gunnar hafði sóst eftir skráningu árið 2016 og fékk hana samþykkta í september sama ár.Gunnar Þór Andrésson ætlar ekki að grípa til frekari aðgerða.VísirÍ yfirlýsingunni sem hann sendi fréttastofu RÚV kemur fram að honum hafi skilist það svo að til að einkaréttur hans haldist hefði hann þurft að koma í veg fyrir notkun annarra á orðmerkinu hvað varðar fatnað og drykkjarvörur. Hann sagðist hafa sótt um einkarétt á vörumerkinu til að tryggja að annar aðili gæti ekki framleitt nákvæmlega eins vöru og hann og líka til að tryggja að honum yrði ekki bannað að framleiða slíkar vöru á grundvelli einkaréttar. Hann lætur vera að fjalla ítarlega um fataframleiðslu sína og telur ólíklegt að sú framleiðsla muni líta dagsins ljós héðan í frá í ljósi þess sem undan er gengið. Gunnar Þór hrósar Hugleiki fyrir að ánafna helming af ágóða hans af sölu HÚ!-bolanna til Krabbameinsfélags Íslands. Vonar hann að félagið muni áfram njóta góðs af sölu bolanna um lengri tíma en hann hefur ákveðið að aðhafast ekki frekar í þessu máli.
Tengdar fréttir Hugleikur má ekki selja Víkingaklappsboli því „HÚ-ið“ er skráð vörumerki Teikningin var prentuð á boli sem voru settir á sölu í vefbúðinni Dagsson.com. Stuttu síðar fengu aðstandendur vefverslunarinnar skilaboð frá manni sem sagðist eiga orðið HÚH! og aðeins hann mætti prenta það á boli. 23. mars 2018 12:50 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Sjá meira
Hugleikur má ekki selja Víkingaklappsboli því „HÚ-ið“ er skráð vörumerki Teikningin var prentuð á boli sem voru settir á sölu í vefbúðinni Dagsson.com. Stuttu síðar fengu aðstandendur vefverslunarinnar skilaboð frá manni sem sagðist eiga orðið HÚH! og aðeins hann mætti prenta það á boli. 23. mars 2018 12:50