Tölvurnar að þurrka út sýningarstjórana Sigurður Mikael Jónsson skrifar 27. mars 2018 08:00 Einar Ágúst Kristinsson, formaður Félags sýningarstjóra við kvikmyndahús. Vísir/STEFÁN „Breytingarnar hafa orðið svo miklar núna. Tölvurnar hafa tekið alveg yfir á svo stuttum tíma,“ segir Einar Ágúst Kristinsson, formaður Félags sýningarstjóra við kvikmyndahús. Sýningarstjórar í kvikmyndahúsum eru deyjandi stétt á stafrænni öld og verið nokkuð um uppsagnir og fækkun á sýningarstjórum bíóanna undanfarin misseri, nú síðast um áramótin, til að mæta breyttum tímum og tækni. „Þetta er allt orðið tölvustýrt. Við getum bara stjórnað þessu úti í bæ. Það eru engar filmur í gangi í dag,“ segir Einar Ágúst sem er einn af nokkrum síðustu sýningarstjórum landsins eftir að stafrænar myndir hófu innreið sína fyrir alvöru fyrir um fjórum til fimm árum. Þótt sýningarstjórum hafi fækkað eru þeir ekki með öllu horfnir. En verkefni þeirra hafa breyst. „Núna verður bara tæknistjóri fyrir bíóhúsið. Hann setur myndina upp í byrjun og svo þarf ekkert að hugsa um þetta meira.“ „Tækniþróunin hefur verið alveg ofboðslega hröð. Ég held að það sé leitun að einhverju sem hefur þróast jafnhratt. Núna er hætt að tala um sýningarvélar, núna fer þetta bara allt í gegnum stóran myndvarpa.“ Þróun undanfarinna ára hefur einnig sett svip sinn á stéttarfélagið sem Einar Ágúst veitir formennsku. „Við erum um tuttugu sem erum í félaginu. Menn hafa margir farið út í annað en haldið sig þó við félagið. En það hefur snarfækkað síðustu fjögur, fimm árin út af tölvunum.“ Segir Einar Ágúst þetta eiga við um öll bíóin. Nú sé hægt að standa í tækniherbergi í Smárabíói og stýra öllum sölum bæði þar og í Háskólabíói. Í gamla daga hafi þurft fagmenn til að meðhöndla filmurnar þar sem þær hafi meðal annars verið svo eldfimar. Nú sé Bíó Paradís eina bíóið, í það minnsta á höfuðborgarsvæðinu, sem geti sýnt myndir líka á filmu. Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
„Breytingarnar hafa orðið svo miklar núna. Tölvurnar hafa tekið alveg yfir á svo stuttum tíma,“ segir Einar Ágúst Kristinsson, formaður Félags sýningarstjóra við kvikmyndahús. Sýningarstjórar í kvikmyndahúsum eru deyjandi stétt á stafrænni öld og verið nokkuð um uppsagnir og fækkun á sýningarstjórum bíóanna undanfarin misseri, nú síðast um áramótin, til að mæta breyttum tímum og tækni. „Þetta er allt orðið tölvustýrt. Við getum bara stjórnað þessu úti í bæ. Það eru engar filmur í gangi í dag,“ segir Einar Ágúst sem er einn af nokkrum síðustu sýningarstjórum landsins eftir að stafrænar myndir hófu innreið sína fyrir alvöru fyrir um fjórum til fimm árum. Þótt sýningarstjórum hafi fækkað eru þeir ekki með öllu horfnir. En verkefni þeirra hafa breyst. „Núna verður bara tæknistjóri fyrir bíóhúsið. Hann setur myndina upp í byrjun og svo þarf ekkert að hugsa um þetta meira.“ „Tækniþróunin hefur verið alveg ofboðslega hröð. Ég held að það sé leitun að einhverju sem hefur þróast jafnhratt. Núna er hætt að tala um sýningarvélar, núna fer þetta bara allt í gegnum stóran myndvarpa.“ Þróun undanfarinna ára hefur einnig sett svip sinn á stéttarfélagið sem Einar Ágúst veitir formennsku. „Við erum um tuttugu sem erum í félaginu. Menn hafa margir farið út í annað en haldið sig þó við félagið. En það hefur snarfækkað síðustu fjögur, fimm árin út af tölvunum.“ Segir Einar Ágúst þetta eiga við um öll bíóin. Nú sé hægt að standa í tækniherbergi í Smárabíói og stýra öllum sölum bæði þar og í Háskólabíói. Í gamla daga hafi þurft fagmenn til að meðhöndla filmurnar þar sem þær hafi meðal annars verið svo eldfimar. Nú sé Bíó Paradís eina bíóið, í það minnsta á höfuðborgarsvæðinu, sem geti sýnt myndir líka á filmu.
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira