Kemur ekki til greina að stytta leikskólakennaranámið Sunna Sæmundsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 26. mars 2018 16:00 Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, segir að ríki og sveitarfélög þurfi að vinna betur saman að málefnum leikskólanna í landinu. Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, segir ekki koma til greina að háskólanám í leikskólakennarafræðum verði stytt en mannekla er viðvarandi vandamál á leikskólum víða um land. Þá vantar leikskólakennara til þess að uppfylla lög um menntun og ráðningu kennara sem kveður á um að 2/3 hlutar þeirra sem sinna uppeldi og menntun barna skuli hafa leyfisbréf til kennslu á leikskólastigi, en námið var lengt úr þremur árum í fimm fyrir nokkrum árum. „Ég sé ekki fram á það, nei. Ég held að við þurfum frekar að líta á námið sjálft, veita fleirum tækifæri á að sækja námið, vera með hvata til þess áður en við förum í aðrar aðgerðir. En ég held að nám á meistarastigi sé til þess að efla stéttina og ég lít á þetta þannig,“ segir Lilja í samtali við fréttastofu aðspurð um hvort það komi til greina að stytta námið.Hefur áhyggjur af stöðunni í leikskólum landsins Hún segir að styrkja þurfi umgjörðina í kringum kennarann á öllum skólastigum, hvort sem það er í leikskóla, grunnskóla eða framhaldsskóla. „Við sjáum það að mun færri eru að sækja í námið eftir lenginguna og þá þurfum við að huga að því hvað það er sem við getum gert til þess að það séu fleiri sem sækja um þetta nám. Annað sem leikskólarnir hafa verið mjög duglegir að gera er að veita þeim sem eru starfandi en eru ekki kennarar, það eru ófaglærðir inni í leikskólunum, tækifæri á því að bæta við sig menntun og ég er mjög hlynnt því. Þannig að við þurfum svolítið að hugsa út fyrir kassann hvernig við ætlum að gera þetta. Það eru breytingar framundan, það er skortur á fagmenntuðu fólki og við þurfum að takast á við það,“ segir Lilja. Þá kveðst hún hafa áhyggjur almennt af stöðunni í leikskólum landsins. „Já, ég hef áhyggjur af því. Þess vegna þurfum við, bæði ríkisvaldið og sveitarfélögin að vinna betur saman að þessum málaflokki því hann skiptir okkur öll mjög miklu máli. Eitt er til dæmis mjög áberandi; það er mjög mikil ánægja hjá foreldrum og börnum með leikskólastigið þrátt fyrir að það sé þessi skortur og það er auðvitað mjög stór vísbending um það að við viljum gera betur hvað þessi mál varðar. Íslenskir leikskólar þykja framúrskarandi góðir ef þú berð þá saman við leikskóla annars staðar og við erum komin mun lengra varðandi allt sem tengist skólaþróun. Það er mjög jákvætt og okkur ber að fjárfesta meira hvað þetta varðar.“Rætt verður nánar vð Lilju Alfreðsdóttur í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í kvöld. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Allt að sex nýir leikskólar verði byggðir í Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg hyggst brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla á næstu árum samkvæmt aðgerðaáætlun sem kynnt var í borgarráði í gær. 23. mars 2018 06:00 Leikskólastjórar segja borgina koma með of lítið og of seint Hljóðið í leikskólastjórum er ekki gott og fólk mætti vonsvikið í vinnu í morgun eftir að borgin kynnti aðgerðaáætlun sína í leikskólamálum. 23. mars 2018 18:57 Fjölga þarf leikskólastarfsfólki um 170 á næstu árum: „Vel viðráðanlegt“ Aðgerðaáætlun borgarinnar um uppbyggingu leikskóla, nýrra deilda og ungbarnadeilda krefst þess að fjölga þarf starfsfólki um 30-40 á hverju ári næstu fjögur til sex ár en gífurleg mannekla hefur hrjáð leikskólastarf síðustu ár. 22. mars 2018 18:30 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, segir ekki koma til greina að háskólanám í leikskólakennarafræðum verði stytt en mannekla er viðvarandi vandamál á leikskólum víða um land. Þá vantar leikskólakennara til þess að uppfylla lög um menntun og ráðningu kennara sem kveður á um að 2/3 hlutar þeirra sem sinna uppeldi og menntun barna skuli hafa leyfisbréf til kennslu á leikskólastigi, en námið var lengt úr þremur árum í fimm fyrir nokkrum árum. „Ég sé ekki fram á það, nei. Ég held að við þurfum frekar að líta á námið sjálft, veita fleirum tækifæri á að sækja námið, vera með hvata til þess áður en við förum í aðrar aðgerðir. En ég held að nám á meistarastigi sé til þess að efla stéttina og ég lít á þetta þannig,“ segir Lilja í samtali við fréttastofu aðspurð um hvort það komi til greina að stytta námið.Hefur áhyggjur af stöðunni í leikskólum landsins Hún segir að styrkja þurfi umgjörðina í kringum kennarann á öllum skólastigum, hvort sem það er í leikskóla, grunnskóla eða framhaldsskóla. „Við sjáum það að mun færri eru að sækja í námið eftir lenginguna og þá þurfum við að huga að því hvað það er sem við getum gert til þess að það séu fleiri sem sækja um þetta nám. Annað sem leikskólarnir hafa verið mjög duglegir að gera er að veita þeim sem eru starfandi en eru ekki kennarar, það eru ófaglærðir inni í leikskólunum, tækifæri á því að bæta við sig menntun og ég er mjög hlynnt því. Þannig að við þurfum svolítið að hugsa út fyrir kassann hvernig við ætlum að gera þetta. Það eru breytingar framundan, það er skortur á fagmenntuðu fólki og við þurfum að takast á við það,“ segir Lilja. Þá kveðst hún hafa áhyggjur almennt af stöðunni í leikskólum landsins. „Já, ég hef áhyggjur af því. Þess vegna þurfum við, bæði ríkisvaldið og sveitarfélögin að vinna betur saman að þessum málaflokki því hann skiptir okkur öll mjög miklu máli. Eitt er til dæmis mjög áberandi; það er mjög mikil ánægja hjá foreldrum og börnum með leikskólastigið þrátt fyrir að það sé þessi skortur og það er auðvitað mjög stór vísbending um það að við viljum gera betur hvað þessi mál varðar. Íslenskir leikskólar þykja framúrskarandi góðir ef þú berð þá saman við leikskóla annars staðar og við erum komin mun lengra varðandi allt sem tengist skólaþróun. Það er mjög jákvætt og okkur ber að fjárfesta meira hvað þetta varðar.“Rætt verður nánar vð Lilju Alfreðsdóttur í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í kvöld.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Allt að sex nýir leikskólar verði byggðir í Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg hyggst brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla á næstu árum samkvæmt aðgerðaáætlun sem kynnt var í borgarráði í gær. 23. mars 2018 06:00 Leikskólastjórar segja borgina koma með of lítið og of seint Hljóðið í leikskólastjórum er ekki gott og fólk mætti vonsvikið í vinnu í morgun eftir að borgin kynnti aðgerðaáætlun sína í leikskólamálum. 23. mars 2018 18:57 Fjölga þarf leikskólastarfsfólki um 170 á næstu árum: „Vel viðráðanlegt“ Aðgerðaáætlun borgarinnar um uppbyggingu leikskóla, nýrra deilda og ungbarnadeilda krefst þess að fjölga þarf starfsfólki um 30-40 á hverju ári næstu fjögur til sex ár en gífurleg mannekla hefur hrjáð leikskólastarf síðustu ár. 22. mars 2018 18:30 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Allt að sex nýir leikskólar verði byggðir í Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg hyggst brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla á næstu árum samkvæmt aðgerðaáætlun sem kynnt var í borgarráði í gær. 23. mars 2018 06:00
Leikskólastjórar segja borgina koma með of lítið og of seint Hljóðið í leikskólastjórum er ekki gott og fólk mætti vonsvikið í vinnu í morgun eftir að borgin kynnti aðgerðaáætlun sína í leikskólamálum. 23. mars 2018 18:57
Fjölga þarf leikskólastarfsfólki um 170 á næstu árum: „Vel viðráðanlegt“ Aðgerðaáætlun borgarinnar um uppbyggingu leikskóla, nýrra deilda og ungbarnadeilda krefst þess að fjölga þarf starfsfólki um 30-40 á hverju ári næstu fjögur til sex ár en gífurleg mannekla hefur hrjáð leikskólastarf síðustu ár. 22. mars 2018 18:30