Norður-Kórea vill ekkert Gangnam Style Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. mars 2018 06:49 Gangnam Style tröllreið öllu árið 2012 og gerði Psy að ofurstjörnu. Vísir/Getty Fjölmargar suður-kóreskar heimildir herma að stjórnvöld þar í landi reyni nú að fá hinn ofurvinsæla söngvara Psy til að koma fram á sögulegum tónleikum í Norður-Kóreu.Sendinefnd sem samanstendur af hið minnsta 9 suður-kóreskum hljómsveitum og tónlistarmönnum mun troða upp á tvennum tónleikum í höfuðborginni Pjongjang í næstu viku. Slíkir tónleikar eru fordæmalausir í stirðri samskiptasögu nágrannaríkjanna. Tónleikarnir eru sagðir sáttamerki í aðdraganda friðarfundar ríkjanna tveggja sem fyrirhugaður er í apríl. Meðal hljómsveita sem munu stíga á stokk í Norður-Kóreu er K-pop stúlknasveitin Red Velvet, sem notið hefur töluverðra vinsælda í heimalandinu. Hún á þó ekki roð í poppgoðsögnina Psy, sem tryllti heimsbyggðina með ofursmelli sínum Gangnam Style árið 2012. Heimildarmenn víðsvegar í suður-kóresku stjórnsýslunni og poppgeiranum þar í landi herma að stjórnvöld keppist nú við að fá popparann til Pjongjang.Of óheflaður fyrir Kim Psy er ekki hvað síst þekktur fyrir ögrandi sviðsframkomu og klúra söngtexta. Á tónleikum fer hann reglulega úr að ofan og hreytir út úr sér kóreskum fúkyrðum. Ef marka má fyrrnefnda heimildarmenn virðist þessi óheflaða framkoma Psy fara öfugt ofan í ráðamenn í Pjongjang sem setja sig upp á móti því að hann fái að flytja smelli sína í norðri. Sama hvort af tónleikum Psy verður eða ekki er ljóst að þíða er komin í samskipti nágrannaríkjanna. Fyrirhugaðar eru viðræður milli leiðtoga Norður- og Suður-Kóreu á næstu vikum eftir að stöðugar kjarnorkutilraunir norðanmanna höfðu valdið miklum erjum í alþjóðasamfélaginu. Tilraunirnar skiluðu sér að lokum í víðtækum viðskiptaþvingunum sem komið hafa harkalega niður á norður-kóreskum efnahag. Þó hafa stjórnvöld í Pjongjang enn ekki staðfest, þrátt fyrir ítrekaðan fréttaflutning, að til standi að funda með Bandaríkjamönnum að fundi nágrannaríkjanna loknum. Bandaríkjaforseti hefur þó sagst tilbúinn til viðræðna. Norður-Kórea Tengdar fréttir Bandaríkin fullviss um fundinn þrátt fyrir þögn Norður Kóreu Fundarboðið barst og við þáðum það 12. mars 2018 23:09 Svíar ræða við N-Kóreu um lausn þriggja Bandaríkjamanna Sænsk yfirvöld koma nú að samningaviðræðum þess efnis að þremur bandarískum ríkisborgurum verði sleppt úr haldi í Norður-Kóreu. 18. mars 2018 23:30 Kim lofar að hætta kjarnorkuframleiðslu Utanríkisráðherra Suður-Kóreu segir að Kim Jong-un, leiðtogi grannríkis þeirra í norðri, hafi heitið því að hætta kjarnorkuframleiðslu. 19. mars 2018 06:53 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Sjá meira
Fjölmargar suður-kóreskar heimildir herma að stjórnvöld þar í landi reyni nú að fá hinn ofurvinsæla söngvara Psy til að koma fram á sögulegum tónleikum í Norður-Kóreu.Sendinefnd sem samanstendur af hið minnsta 9 suður-kóreskum hljómsveitum og tónlistarmönnum mun troða upp á tvennum tónleikum í höfuðborginni Pjongjang í næstu viku. Slíkir tónleikar eru fordæmalausir í stirðri samskiptasögu nágrannaríkjanna. Tónleikarnir eru sagðir sáttamerki í aðdraganda friðarfundar ríkjanna tveggja sem fyrirhugaður er í apríl. Meðal hljómsveita sem munu stíga á stokk í Norður-Kóreu er K-pop stúlknasveitin Red Velvet, sem notið hefur töluverðra vinsælda í heimalandinu. Hún á þó ekki roð í poppgoðsögnina Psy, sem tryllti heimsbyggðina með ofursmelli sínum Gangnam Style árið 2012. Heimildarmenn víðsvegar í suður-kóresku stjórnsýslunni og poppgeiranum þar í landi herma að stjórnvöld keppist nú við að fá popparann til Pjongjang.Of óheflaður fyrir Kim Psy er ekki hvað síst þekktur fyrir ögrandi sviðsframkomu og klúra söngtexta. Á tónleikum fer hann reglulega úr að ofan og hreytir út úr sér kóreskum fúkyrðum. Ef marka má fyrrnefnda heimildarmenn virðist þessi óheflaða framkoma Psy fara öfugt ofan í ráðamenn í Pjongjang sem setja sig upp á móti því að hann fái að flytja smelli sína í norðri. Sama hvort af tónleikum Psy verður eða ekki er ljóst að þíða er komin í samskipti nágrannaríkjanna. Fyrirhugaðar eru viðræður milli leiðtoga Norður- og Suður-Kóreu á næstu vikum eftir að stöðugar kjarnorkutilraunir norðanmanna höfðu valdið miklum erjum í alþjóðasamfélaginu. Tilraunirnar skiluðu sér að lokum í víðtækum viðskiptaþvingunum sem komið hafa harkalega niður á norður-kóreskum efnahag. Þó hafa stjórnvöld í Pjongjang enn ekki staðfest, þrátt fyrir ítrekaðan fréttaflutning, að til standi að funda með Bandaríkjamönnum að fundi nágrannaríkjanna loknum. Bandaríkjaforseti hefur þó sagst tilbúinn til viðræðna.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Bandaríkin fullviss um fundinn þrátt fyrir þögn Norður Kóreu Fundarboðið barst og við þáðum það 12. mars 2018 23:09 Svíar ræða við N-Kóreu um lausn þriggja Bandaríkjamanna Sænsk yfirvöld koma nú að samningaviðræðum þess efnis að þremur bandarískum ríkisborgurum verði sleppt úr haldi í Norður-Kóreu. 18. mars 2018 23:30 Kim lofar að hætta kjarnorkuframleiðslu Utanríkisráðherra Suður-Kóreu segir að Kim Jong-un, leiðtogi grannríkis þeirra í norðri, hafi heitið því að hætta kjarnorkuframleiðslu. 19. mars 2018 06:53 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Sjá meira
Bandaríkin fullviss um fundinn þrátt fyrir þögn Norður Kóreu Fundarboðið barst og við þáðum það 12. mars 2018 23:09
Svíar ræða við N-Kóreu um lausn þriggja Bandaríkjamanna Sænsk yfirvöld koma nú að samningaviðræðum þess efnis að þremur bandarískum ríkisborgurum verði sleppt úr haldi í Norður-Kóreu. 18. mars 2018 23:30
Kim lofar að hætta kjarnorkuframleiðslu Utanríkisráðherra Suður-Kóreu segir að Kim Jong-un, leiðtogi grannríkis þeirra í norðri, hafi heitið því að hætta kjarnorkuframleiðslu. 19. mars 2018 06:53