Framhaldsskólakennarar tilbúnir í „harðar aðgerðir“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 24. mars 2018 13:28 Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara. Formaður Félags framhaldsskólakennara segir félagsmenn sína tilbúna í verkfall ef ekki nást samningar við ríkið á næstunni. Hún segir kjaraviðræður stranda á fjármögnun vinnumats kennara frekar en krónutölu launa. Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í morgun náðist engin lending á samningafundi framhaldsskólakennara hjá Ríkissáttasemjara í gær. Kjarasamningar hafa verið lausir frá 2016, en framhaldsskólakennarar fóru síðast í þriggja vikna verkfall vorið 2014. Því lauk hins vegar með undirritun nýs kjarasamnings í byrjun apríl þess árs. Í skýrslu heildarsamtaka vinnumarkaðarins árið 2016 kom fram að laun framhaldsskólakennara hefðu hækkað mest allra stétta á tímabilinu frá 2006 til 2015. Guðríður Arnardóttir, formaður félagsins, telur hins vegar að þetta hafi lítið að segja. „Staðan er bara þannig í dag, alveg burtséð frá einhverri launaþróun og hvernig staðan var fyrir tíu árum, að framhaldsskólakennarar standa enn ekki jafnfætis BHM í launum,“ segir Guðríður.Stytting framhaldsskólanáms ekki tekin inn í myndina Guðríður bendir enn fremur á að ástæðan fyrir miklum hækkunum á þessum árum hafi einfaldlega verið afar döpur laun stéttarinnar fyrir verkfallið. Kröfur kennaranna í dag beinast hins vegar fremur að efndum eldri samnings og fjármögnun nýs vinnumats sem þá var innleitt. Hún bendir á að í síðasta kjarasamning hafi verið sett sérstakt ákvæði um að ef gerðar yrðu einhverjar megin breytingar á fyrirkomulagi náms til stúdentsprófs bæri að meta það inn í vinnu kennara. Með styttingu framhaldsskólanáms hafi orðið mikil samþjöppun í kennslu, sem ekki hafi verið tekið tillit til. „Við erum með félagsdóm sem staðfestir það sem um er samið, þetta er ekki einu sinni túlkunaratriði, þetta er bara staðfest af félagsdómi að áhrif styttingarinnar beri að meta á vinnu kennara, en það hefur ekki verið gert. Það liggur alveg fyrir að við munum ekki ganga frá samningaborði fyrr en við erum búin að klára síðasta samning,“ segir Guðríður. Aðspurð útilokar hún ekki að til verkfalls gæti komið fyrr en síðar. „Þessi stétt, framhaldsskólakennarar, þeir geta sannarlega staðið saman þegar á reynir. Ef við metum það þannig að við þurfum að fara í harðar aðgerðir til þess að ná samningum þá verður bara svo að vera,“ segir Guðríður að lokum. Skóla - og menntamál Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Fleiri fréttir „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Sjá meira
Formaður Félags framhaldsskólakennara segir félagsmenn sína tilbúna í verkfall ef ekki nást samningar við ríkið á næstunni. Hún segir kjaraviðræður stranda á fjármögnun vinnumats kennara frekar en krónutölu launa. Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í morgun náðist engin lending á samningafundi framhaldsskólakennara hjá Ríkissáttasemjara í gær. Kjarasamningar hafa verið lausir frá 2016, en framhaldsskólakennarar fóru síðast í þriggja vikna verkfall vorið 2014. Því lauk hins vegar með undirritun nýs kjarasamnings í byrjun apríl þess árs. Í skýrslu heildarsamtaka vinnumarkaðarins árið 2016 kom fram að laun framhaldsskólakennara hefðu hækkað mest allra stétta á tímabilinu frá 2006 til 2015. Guðríður Arnardóttir, formaður félagsins, telur hins vegar að þetta hafi lítið að segja. „Staðan er bara þannig í dag, alveg burtséð frá einhverri launaþróun og hvernig staðan var fyrir tíu árum, að framhaldsskólakennarar standa enn ekki jafnfætis BHM í launum,“ segir Guðríður.Stytting framhaldsskólanáms ekki tekin inn í myndina Guðríður bendir enn fremur á að ástæðan fyrir miklum hækkunum á þessum árum hafi einfaldlega verið afar döpur laun stéttarinnar fyrir verkfallið. Kröfur kennaranna í dag beinast hins vegar fremur að efndum eldri samnings og fjármögnun nýs vinnumats sem þá var innleitt. Hún bendir á að í síðasta kjarasamning hafi verið sett sérstakt ákvæði um að ef gerðar yrðu einhverjar megin breytingar á fyrirkomulagi náms til stúdentsprófs bæri að meta það inn í vinnu kennara. Með styttingu framhaldsskólanáms hafi orðið mikil samþjöppun í kennslu, sem ekki hafi verið tekið tillit til. „Við erum með félagsdóm sem staðfestir það sem um er samið, þetta er ekki einu sinni túlkunaratriði, þetta er bara staðfest af félagsdómi að áhrif styttingarinnar beri að meta á vinnu kennara, en það hefur ekki verið gert. Það liggur alveg fyrir að við munum ekki ganga frá samningaborði fyrr en við erum búin að klára síðasta samning,“ segir Guðríður. Aðspurð útilokar hún ekki að til verkfalls gæti komið fyrr en síðar. „Þessi stétt, framhaldsskólakennarar, þeir geta sannarlega staðið saman þegar á reynir. Ef við metum það þannig að við þurfum að fara í harðar aðgerðir til þess að ná samningum þá verður bara svo að vera,“ segir Guðríður að lokum.
Skóla - og menntamál Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Fleiri fréttir „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Sjá meira