Erlent

Virkasta eldfjall Evrópu að skríða út í sjó

Kjartan Kjartansson skrifar
Etna er á austurhluta Sikileyjar. Fjallið skríður nú fram um 14 millímetra á ári að meðaltali.
Etna er á austurhluta Sikileyjar. Fjallið skríður nú fram um 14 millímetra á ári að meðaltali. Vísir/AFP
Eldfjallið Etna á Sikiley er hægt og bítandi að skríða í átt að hafinu. Vísindamenn vara við því að hreyfingin geti leitt til aukinnar virkni í eldfjallinu sem er þegar það virkasta í Evrópu.

GPS-mælar í kringum fjallið sem hafa mælt hreyfingu þess síðustu ellefu árin sýna að Etna skríður um 14 millímetra á ári í austsuðaustur í áttina að bænum Giarre á austurströnd Sikileyjar, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Talið er að þetta sé í fyrsta skipti sem vísindamenn hafa fundið bein merki um slíka hreyfingu eldfjalls. Rannsóknir á kulnuðum eldfjöllum hafa bent til þess að miklar hamfaraskriður geti farið af stað þegar þau renna til.

Slíkt er hins vegar sjaldgæft og það gæti tekið Etnu hundruð eða þúsundir ára að komast á það stig þar sem það gæti verið raunveruleg hætta.

„Ég myndi segja að það sé engin ástæða til að óttast eins og er en þetta er eitthvað sem við þurfum að fylgjast með, sérstaklega til að sjá hvort að hreyfingin sé að verða hraðari,“ segir John Murray, jarðfræðingur við Opna háskólann sem hefur rannsakað Etnu í næstum því hálfa öld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×