Helgi Magnússon snýr aftur í KR Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 23. mars 2018 11:46 Helgi Már í leik með KR vísir Helgi Már Magnússon er á leiðinni aftur til Íslands og mun spila með KR það sem eftir lifir úrslitakeppninni. Þetta staðfesti Böðvar Guðjónsson, varaformaður körfuknattleiksdeildar KR og formaður meistaraflokksráðs karla, í samtali við Vísi í dag. Helgi Már er fyrrum landsliðsmaður og spilaði lengi vel með KR, Hann lagði skóna á hilluna árið 2016 þegar hann flutti með fjölskyldu sinni til Washington. Nú mun hann hins vegar dusta af þeim rykið og mæta til leiks með KR í undanúrslit Domino's deildar karla. KR hefur verið að glíma við mikil meiðsli að undanförnu, Brynjar Þór Björnsson fyrirliði fingurbrotnaði fyrr í mánuðinum og Jón Arnór Stefánsson meiddist á nára í leik KR og Njarðvíkur í gær. „Eins og veturinn er búinn að vera er búið að vera gríðarlega mikið um meiðsli hjá okkur og það gefur auga leið að fyrst við eigum Helga Magnússon að fljúga honum heim og hann tekur slaginn með okkur,“ sagði Böðvar. Jón Arnór er á leið í myndatöku í dag og því er lítið hægt að segja um ástand hans að svo stöddu. Þetta eru nárameiðsli, en þó ekki þau sem Jón hefur verið að glíma við í vetur heldur hinu megin. Böðvar sagðist ekki hafa neinar áhyggjur af ástandi Helga þrátt fyrir að skórnir hafi verið á hillunni í tæp tvö ár. „Hann er einn af þeim sem hugsar gríðarlega vel um sjálfan sig, matarræðið og æfingar og annað. Er búinn að vera að spila aðeins körfubolta í Washington.“ „Hann mun væntanlega koma af bekknum og hjálpa okkur með það sem þarf. Þetta er leikmaður sem þekkir allt út og inn í KR, þekkir kerfi liðsins og frábær í klefanum. Það er mjög auðvelt að koma honum inn í hlutina.“ Helgi kom til landsins í vetur og kíkti á æfingu hjá KR ásamt því sem hann spilaði með KR-b gegn Breiðabliki í Maltbikarnum og skoraði 29 stig. Hann kemur til landsins á þriðjudag og verður í svarthvítu treyjunni í fyrsta leik undanúrslitanna en þau hefjast 4. apríl. Dominos-deild karla Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira
Helgi Már Magnússon er á leiðinni aftur til Íslands og mun spila með KR það sem eftir lifir úrslitakeppninni. Þetta staðfesti Böðvar Guðjónsson, varaformaður körfuknattleiksdeildar KR og formaður meistaraflokksráðs karla, í samtali við Vísi í dag. Helgi Már er fyrrum landsliðsmaður og spilaði lengi vel með KR, Hann lagði skóna á hilluna árið 2016 þegar hann flutti með fjölskyldu sinni til Washington. Nú mun hann hins vegar dusta af þeim rykið og mæta til leiks með KR í undanúrslit Domino's deildar karla. KR hefur verið að glíma við mikil meiðsli að undanförnu, Brynjar Þór Björnsson fyrirliði fingurbrotnaði fyrr í mánuðinum og Jón Arnór Stefánsson meiddist á nára í leik KR og Njarðvíkur í gær. „Eins og veturinn er búinn að vera er búið að vera gríðarlega mikið um meiðsli hjá okkur og það gefur auga leið að fyrst við eigum Helga Magnússon að fljúga honum heim og hann tekur slaginn með okkur,“ sagði Böðvar. Jón Arnór er á leið í myndatöku í dag og því er lítið hægt að segja um ástand hans að svo stöddu. Þetta eru nárameiðsli, en þó ekki þau sem Jón hefur verið að glíma við í vetur heldur hinu megin. Böðvar sagðist ekki hafa neinar áhyggjur af ástandi Helga þrátt fyrir að skórnir hafi verið á hillunni í tæp tvö ár. „Hann er einn af þeim sem hugsar gríðarlega vel um sjálfan sig, matarræðið og æfingar og annað. Er búinn að vera að spila aðeins körfubolta í Washington.“ „Hann mun væntanlega koma af bekknum og hjálpa okkur með það sem þarf. Þetta er leikmaður sem þekkir allt út og inn í KR, þekkir kerfi liðsins og frábær í klefanum. Það er mjög auðvelt að koma honum inn í hlutina.“ Helgi kom til landsins í vetur og kíkti á æfingu hjá KR ásamt því sem hann spilaði með KR-b gegn Breiðabliki í Maltbikarnum og skoraði 29 stig. Hann kemur til landsins á þriðjudag og verður í svarthvítu treyjunni í fyrsta leik undanúrslitanna en þau hefjast 4. apríl.
Dominos-deild karla Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira