Menntamálaráðuneytið braut lög þegar sextán ára pilti var vikið úr skóla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. mars 2018 11:34 Illugi Gunnarsson var menntamálaráðherra þegar málið kom upp árið 2015. Vísir/Anton Brink Umboðsmaður Alþingis telur að mennta- og menningarmálaráðuneytið hafi brotið lög þegar sextán ára pilti var vísað úr menntaskóla fyrir þremur árum. Pilturinn hafði orðið uppvís að því að bera hníf í skólanum og birta óviðeigandi mynd af skólasystur sinni í lokuðum Facebook hópi. Skólaráð menntaskólans þar sem pilturinn hafði verið við nám í þrjár vikur ákvað einróma að víkja piltinum úr skólanum, í það minnsta út vorönnina. Lögmaður piltsins kærði þá ákvörðun til ráðuneytisins sem kvað upp úrskurð sem staðfesti brottvikninguna.Viðurkenndi brot sín Í framhaldinu leituðu foreldrar piltsins til Umboðsmanns Alþingis sem komst loks að niðurstöðu í málinu í desember 2017, tæpum þremur árum síðar. Pilturinn viðurkenndi að hafa borið matarhníf á sér í skólanum. Þá hefði myndin af stúlkunni ekki verið nektarmynd heldur hefði hún verið á nærbuxum. Ekki hefði sést í andlit hennar og hann skammaðist sín fyrir verknaðinn. Í áliti umboðsmanns kemur fram að í ljósi þess að pilturinn var ólögráða, réttar hans til skólagöngu til átján ára aldurs, hlutverks og markmiða menntunar auk úrræða til að takast á við hegðunarvanda hafi ákvörðun skólayfirvalda að vísa honum úr skólanum ekki verið í samræmi við meðalhófsreglur stjórnsýslulaga og laga um framhaldsskóla. Úrskurður ráðuneytisins sem staðfesti brottvikninguna hefði því ekki verið í samræmi við lög.Leita leiða til að rétta hlut piltsins Jafnframt var talið að þær leiðbeiningar sem piltinum voru veittar af hálfu ráðuneytisins um að bíða með að sækja um skólavist á ný á meðan málið væri til meðferðar hjá ráðuneytinu hefðu ekki verið í samræmi við lög. Þá taldi umboðsmaður að sá þáttur í meðferð málsins sem laut að því að útvega piltinum skólavist að nýju hefði ekki verið í samræmi við vandaða stjórnsýsluhætti. Beinir umboðsmaður þeim tilmælum til ráðuneytisins að leita leiða til að rétta hlut piltsins. Þá var mælst til þess að ráðuneytið gerði ráðstafanir til að tryggja að nemendur, yngri en 18 ára, sem vísað væri ótímabundið úr framhaldsskóla, fengju skólavist að nýju og tæki til skoðunar hvort tilefni væri til að móta verklag og áætlun til að fyrirbyggja og bregðast við málum af því tagi sem um ræddi í álitinu og upp kæmu í framhaldsskólum. Loks var því beint til ráðuneytisins að það tæki framvegis mið af þeim sjónarmiðum sem fram kæmu í álitinu.Álit umboðsmanns má lesa í heild hér. Skóla - og menntamál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis telur að mennta- og menningarmálaráðuneytið hafi brotið lög þegar sextán ára pilti var vísað úr menntaskóla fyrir þremur árum. Pilturinn hafði orðið uppvís að því að bera hníf í skólanum og birta óviðeigandi mynd af skólasystur sinni í lokuðum Facebook hópi. Skólaráð menntaskólans þar sem pilturinn hafði verið við nám í þrjár vikur ákvað einróma að víkja piltinum úr skólanum, í það minnsta út vorönnina. Lögmaður piltsins kærði þá ákvörðun til ráðuneytisins sem kvað upp úrskurð sem staðfesti brottvikninguna.Viðurkenndi brot sín Í framhaldinu leituðu foreldrar piltsins til Umboðsmanns Alþingis sem komst loks að niðurstöðu í málinu í desember 2017, tæpum þremur árum síðar. Pilturinn viðurkenndi að hafa borið matarhníf á sér í skólanum. Þá hefði myndin af stúlkunni ekki verið nektarmynd heldur hefði hún verið á nærbuxum. Ekki hefði sést í andlit hennar og hann skammaðist sín fyrir verknaðinn. Í áliti umboðsmanns kemur fram að í ljósi þess að pilturinn var ólögráða, réttar hans til skólagöngu til átján ára aldurs, hlutverks og markmiða menntunar auk úrræða til að takast á við hegðunarvanda hafi ákvörðun skólayfirvalda að vísa honum úr skólanum ekki verið í samræmi við meðalhófsreglur stjórnsýslulaga og laga um framhaldsskóla. Úrskurður ráðuneytisins sem staðfesti brottvikninguna hefði því ekki verið í samræmi við lög.Leita leiða til að rétta hlut piltsins Jafnframt var talið að þær leiðbeiningar sem piltinum voru veittar af hálfu ráðuneytisins um að bíða með að sækja um skólavist á ný á meðan málið væri til meðferðar hjá ráðuneytinu hefðu ekki verið í samræmi við lög. Þá taldi umboðsmaður að sá þáttur í meðferð málsins sem laut að því að útvega piltinum skólavist að nýju hefði ekki verið í samræmi við vandaða stjórnsýsluhætti. Beinir umboðsmaður þeim tilmælum til ráðuneytisins að leita leiða til að rétta hlut piltsins. Þá var mælst til þess að ráðuneytið gerði ráðstafanir til að tryggja að nemendur, yngri en 18 ára, sem vísað væri ótímabundið úr framhaldsskóla, fengju skólavist að nýju og tæki til skoðunar hvort tilefni væri til að móta verklag og áætlun til að fyrirbyggja og bregðast við málum af því tagi sem um ræddi í álitinu og upp kæmu í framhaldsskólum. Loks var því beint til ráðuneytisins að það tæki framvegis mið af þeim sjónarmiðum sem fram kæmu í álitinu.Álit umboðsmanns má lesa í heild hér.
Skóla - og menntamál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira