Stærri Mathöll, gróðurhús og borðtennisbar á meðal hugmynda fyrir nýtt Hlemmtorg Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. mars 2018 11:00 Tillaga DLD land design gerir ráð fyrir miklum gróðri á svæðinu. Mynd/DLD land design Reykjavíkurborg hefur til skoðunar þrjár tillögur um nýtt skipulag á Hlemmtorgi. Þremur arkitektastofum var boðið að skila inn hugmyndum og liggja tillögur þeirra nú fyrir.Í desember á síðasta ári var efnt til svokallaðrar hugmyndaleitar þar sem leitað var eftir hugmyndum um framtíðarútlit í takt við nýja uppbyggingu og starfsemi á svæðinu í kringum Hlemm. Er stefnt að því að þesar hugmyndir leiði til nýs heildarútlits á svæðinu. Er stefnt að því að Hlemmtorg muni „verða að nútíma borgarrými þar sem gangandi, hjólandi og almenningssamgöngum verður gert hátt undir höfði með mannvænum dvalarsvæðum og iðandi borgarumhverfi.“Frá Mathöllinni við Hlemm.Vísir/EyþórArkitekastofurnar Landslag, DLD land design og Mandaworks skiluðu inn tillögum. Í tillögu Landslags er gert ráð fyrir að Hlemmur og nágrenni verði eitt „líflegasta og mikilvægasta borgarrými Reykjavíkur“.Þar er lagt til að biðstöðvar fyrir Borgarlínuna fyrirhuguðu verði á endum svæðisins en með því sé hægt að skapa grundvöll fyrir „iðandi mannlíf á öllu torginu.“Gert er ráð fyrir svæði í miðjunni fyrir sölutjöld eða skýli sem hægt verði að nota í tengslum við árstíðabundna viðburði. Þá er gert ráð fyrir að Mathöllin á Hlemmi geti stækkað.Stærri Mathöll og útisvæði eru á meðal hugmynda Landslags.LandslagTillaga Mandaworks ber yfirskrifina Líflegi Hlemmur. Þar er gert ráð fyrir yfirbyggðum athafnasvæðum og að Mathöllinn stækki um helming, en í tillögu Mandaworks segir að Mathöllin sé helsti styrkleiki svæðisins. Með því að byggja yfir önnnur rými á svæðinu aukist notagildi torgsins og sá tími árs sem hægt er að nýta á almenningssvæðum lengist. Gert er ráð fyrir gróðurhúsi og borðtennisbar á svæðinu auk rýmis þar sem gera megi við reiðhjól.Borðtennisbarinn er í vinstra horninu.Vísir/MandaworksTillaga DLD, sem sjá má efst í fréttinni, gerir einnig ráð fyrir gróðurhúsum, sem og miklum gróðri á torginu. Auk þess sem að gert er ráð fyrir söluskýlum.Tillögur arkitektastofanna þriggja má nálgast á vef Reykjavíkurborgar. Skipulag Tengdar fréttir Leita að hugmyndum um framtíðarútlit Hlemmtorgs Reykjavíkurborg hefur boðið þremur arkitektastofum: Landslagi, DLD land design, og Mandaworks frá Svíþjóð að leggja fram hugmyndir að nýju skipulagi á Hlemmtorgi. 6. desember 2017 14:20 Mathöllin fær að leigja Hlemm á kostakjörum Samkvæmt leigusamningi greiðir Mathöllin á Hlemmi Reykjavíkurborg rétt rúma milljón á mánuði í leigu fyrir gömlu strætóstoppistöðina. Fermetraverðið er því töluvert undir því sem gengur og gerist fyrir verslunarhúsnæði í miðborginni. 24. janúar 2018 05:30 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur til skoðunar þrjár tillögur um nýtt skipulag á Hlemmtorgi. Þremur arkitektastofum var boðið að skila inn hugmyndum og liggja tillögur þeirra nú fyrir.Í desember á síðasta ári var efnt til svokallaðrar hugmyndaleitar þar sem leitað var eftir hugmyndum um framtíðarútlit í takt við nýja uppbyggingu og starfsemi á svæðinu í kringum Hlemm. Er stefnt að því að þesar hugmyndir leiði til nýs heildarútlits á svæðinu. Er stefnt að því að Hlemmtorg muni „verða að nútíma borgarrými þar sem gangandi, hjólandi og almenningssamgöngum verður gert hátt undir höfði með mannvænum dvalarsvæðum og iðandi borgarumhverfi.“Frá Mathöllinni við Hlemm.Vísir/EyþórArkitekastofurnar Landslag, DLD land design og Mandaworks skiluðu inn tillögum. Í tillögu Landslags er gert ráð fyrir að Hlemmur og nágrenni verði eitt „líflegasta og mikilvægasta borgarrými Reykjavíkur“.Þar er lagt til að biðstöðvar fyrir Borgarlínuna fyrirhuguðu verði á endum svæðisins en með því sé hægt að skapa grundvöll fyrir „iðandi mannlíf á öllu torginu.“Gert er ráð fyrir svæði í miðjunni fyrir sölutjöld eða skýli sem hægt verði að nota í tengslum við árstíðabundna viðburði. Þá er gert ráð fyrir að Mathöllin á Hlemmi geti stækkað.Stærri Mathöll og útisvæði eru á meðal hugmynda Landslags.LandslagTillaga Mandaworks ber yfirskrifina Líflegi Hlemmur. Þar er gert ráð fyrir yfirbyggðum athafnasvæðum og að Mathöllinn stækki um helming, en í tillögu Mandaworks segir að Mathöllin sé helsti styrkleiki svæðisins. Með því að byggja yfir önnnur rými á svæðinu aukist notagildi torgsins og sá tími árs sem hægt er að nýta á almenningssvæðum lengist. Gert er ráð fyrir gróðurhúsi og borðtennisbar á svæðinu auk rýmis þar sem gera megi við reiðhjól.Borðtennisbarinn er í vinstra horninu.Vísir/MandaworksTillaga DLD, sem sjá má efst í fréttinni, gerir einnig ráð fyrir gróðurhúsum, sem og miklum gróðri á torginu. Auk þess sem að gert er ráð fyrir söluskýlum.Tillögur arkitektastofanna þriggja má nálgast á vef Reykjavíkurborgar.
Skipulag Tengdar fréttir Leita að hugmyndum um framtíðarútlit Hlemmtorgs Reykjavíkurborg hefur boðið þremur arkitektastofum: Landslagi, DLD land design, og Mandaworks frá Svíþjóð að leggja fram hugmyndir að nýju skipulagi á Hlemmtorgi. 6. desember 2017 14:20 Mathöllin fær að leigja Hlemm á kostakjörum Samkvæmt leigusamningi greiðir Mathöllin á Hlemmi Reykjavíkurborg rétt rúma milljón á mánuði í leigu fyrir gömlu strætóstoppistöðina. Fermetraverðið er því töluvert undir því sem gengur og gerist fyrir verslunarhúsnæði í miðborginni. 24. janúar 2018 05:30 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Leita að hugmyndum um framtíðarútlit Hlemmtorgs Reykjavíkurborg hefur boðið þremur arkitektastofum: Landslagi, DLD land design, og Mandaworks frá Svíþjóð að leggja fram hugmyndir að nýju skipulagi á Hlemmtorgi. 6. desember 2017 14:20
Mathöllin fær að leigja Hlemm á kostakjörum Samkvæmt leigusamningi greiðir Mathöllin á Hlemmi Reykjavíkurborg rétt rúma milljón á mánuði í leigu fyrir gömlu strætóstoppistöðina. Fermetraverðið er því töluvert undir því sem gengur og gerist fyrir verslunarhúsnæði í miðborginni. 24. janúar 2018 05:30