Vegurinn um Þingvelli sagður þjóðarskömm Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. mars 2018 19:20 „Vegurinn um þjóðgarðinn á Þingvöllum er handónýtur og þjóðarskömm“, segir Ólafur Guðmundsson, einn helsti umferðarsérfræðingur landsins. Gleðifréttin er þó sú að ákveðið hefur verið að hefja endurbætur á veginum strax í vor og klára þær í haust á níu kílómetra kafla. Með auknum ferðamannastraum til landsins hefur aukning á umferð um þjóðgarðinn á Þingvöllum verið í takt við það. Á sama tíma hefur veginum verið lítið sem ekkert haldið við, enda er hann að hruni komin. „Það er náttúrulega til háborinnar skammar hvernig þessi vegur í gegnum þjóðgarðinn hefur verið. Það myndi ekki nokkurt land láta sér að detta í hug að bjóða upp á þetta, þessi vegur er bara hreint út sagt ónýtur. Hann er náttúrulega búin að vera til skammar í mörg, mörg ár, en hann er gjörsamlega hrunin núna, hann er allur siginn og allur í holum“, segir Ólafur.Ólafur Guðmundsson er einn helsti umferðarsérfræðingur landsins.Vísir/MHHVerði ekkert að gert segir Ólafur að vegurinn breytist í malarveg og það sé að gerast núna, hann sé allur að brotna upp. „Þetta er orðið það slæmt að það er búið að merkja við veginn að þetta sé afar slæmur vegur. Það er ekki við hæfi að hafa svoleiðis í þjóðgarði, ég held að Bandaríkjamenn myndu t.d. ekki bjóða upp á svona veg í Yellowstone“. Ólafur biður fólk að örvænta ekki því nú er búið að ákveða að fara í endurbætur á Þingvallaveginum strax í vor og ljúka þeim næsta haust. Um er að ræða 9 kílómetra kafla. Búið er að bjóða verkið út, kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 664 milljónir króna en Þjótandi á Ægissíðu við Hellu bauð lægst eða 488 milljónir króna sem er um 73% af kostnaðaráætlun. „Það á að moka allan veginn upp og breikka hann upp í 8 metra þannig að hann verður með vegöxlum með fullri breidd. Fláarnir verða lagðir á veginum og sett vegrið á hann, en það verður áfram 50 kílómetra hámarkshraði sem er bara allt í lagi því þetta er mikil hjóla og gönguleið líka, framkvæmdin verður til fyrirmyndar,“ segir Ólafur Guðmundsson. Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Fleiri fréttir Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Sjá meira
„Vegurinn um þjóðgarðinn á Þingvöllum er handónýtur og þjóðarskömm“, segir Ólafur Guðmundsson, einn helsti umferðarsérfræðingur landsins. Gleðifréttin er þó sú að ákveðið hefur verið að hefja endurbætur á veginum strax í vor og klára þær í haust á níu kílómetra kafla. Með auknum ferðamannastraum til landsins hefur aukning á umferð um þjóðgarðinn á Þingvöllum verið í takt við það. Á sama tíma hefur veginum verið lítið sem ekkert haldið við, enda er hann að hruni komin. „Það er náttúrulega til háborinnar skammar hvernig þessi vegur í gegnum þjóðgarðinn hefur verið. Það myndi ekki nokkurt land láta sér að detta í hug að bjóða upp á þetta, þessi vegur er bara hreint út sagt ónýtur. Hann er náttúrulega búin að vera til skammar í mörg, mörg ár, en hann er gjörsamlega hrunin núna, hann er allur siginn og allur í holum“, segir Ólafur.Ólafur Guðmundsson er einn helsti umferðarsérfræðingur landsins.Vísir/MHHVerði ekkert að gert segir Ólafur að vegurinn breytist í malarveg og það sé að gerast núna, hann sé allur að brotna upp. „Þetta er orðið það slæmt að það er búið að merkja við veginn að þetta sé afar slæmur vegur. Það er ekki við hæfi að hafa svoleiðis í þjóðgarði, ég held að Bandaríkjamenn myndu t.d. ekki bjóða upp á svona veg í Yellowstone“. Ólafur biður fólk að örvænta ekki því nú er búið að ákveða að fara í endurbætur á Þingvallaveginum strax í vor og ljúka þeim næsta haust. Um er að ræða 9 kílómetra kafla. Búið er að bjóða verkið út, kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 664 milljónir króna en Þjótandi á Ægissíðu við Hellu bauð lægst eða 488 milljónir króna sem er um 73% af kostnaðaráætlun. „Það á að moka allan veginn upp og breikka hann upp í 8 metra þannig að hann verður með vegöxlum með fullri breidd. Fláarnir verða lagðir á veginum og sett vegrið á hann, en það verður áfram 50 kílómetra hámarkshraði sem er bara allt í lagi því þetta er mikil hjóla og gönguleið líka, framkvæmdin verður til fyrirmyndar,“ segir Ólafur Guðmundsson.
Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Fleiri fréttir Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Sjá meira