Gríðarlegur munur á ávísunum sýklalyfja eftir landshlutum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 31. mars 2018 08:15 Flestum skömmtum af sýklalyfjum til barna er ávísað á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Eyþór Gífurlegur munur er á fjölda sýklalyfjaávísana til barna yngri en fimm ára milli heilbrigðisumdæma. Flestum skömmtum er ávísað á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu en minnstu á Vestfjörðum. Nýjustu tölurnar um sýklalyfjaávísanir eru frá árinu 2016 en þá voru ávísanir til fyrrgreinds aldurshóps 1.202 ávísanir á hverja þúsund íbúa. Það er um það bil sami fjöldi og var árið 2012 en árin þar á milli var samdráttur í ávísunum. Aukningin milli áranna 2015 og 2016 var sjö prósent. „Þetta veldur auðvitað talsverðum vonbrigðum enda höfum við verið með nokkurn áróður á móti ofnotkun sýklalyfja,“ segir Karl G. Kristinsson, prófessor í sýklafræði og yfirlæknir á sýklafræðideild Landspítalans. „Við höfum verið að nota meira en hin Norðurlöndin. Ef við berum okkur til að mynda saman við Svía erum við að nota nærri tvöfalt meira en þeir og við erum að auka notkun meðan þeir eru að draga hana saman,“ segir Karl. Sé litið til heilbrigðisumdæma hér á landi sést að langminnstu af slíkum lyfjum er ávísað á Vestfjörðum eða 686 ávísanir á hverja 1.000 íbúa. Norðlendingar eru síðan næstir með 794 ávísanir. Nærri tvöfalt fleiri ávísanir eru hins vegar á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu eða rúmlega 1.290 á 1.000 íbúa. Sé litið til sveitarfélaga má sjá að langmestu er ávísað í Garðabæ eða 1.589 ávísanir hverja 1.000 íbúa. Á Akureyri er hlutfallið hins vegar ríflega helmingi lægra. „Það fer örlítið eftir kúltúrnum á hverjum stað fyrir sig. Læknar á Norðurlandi eystra, Austfjörðum og Vestfjörðum hafa yfirleitt notað lítið af sýklalyfjum,“ segir Karl. Að mati Karls er erfitt að fullyrða með vissu hvað býr þar að baki. Læknar á fyrrgreindum svæðum, og þá sérstaklega á Akureyri, hafi sýnt ákveðið aðhald í þessum efnum. Sumir þeirra hafa einnig verið lengi á svæðinu en afleysingalæknar geti oft verið gjarnari á að ávísa lyfjum. Þá hafi aðgengi að læknum sitt að segja. Þar sé ekki svo auðvelt að leita á önnur mið meðan aðgengið er nægt á höfuðborgarsvæðinu. Á síðasta ári hófst verkefni hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæð- inu, í samstarfi við Landlækni, sem miðar að því marki að læknar sem þar starfa geta séð hvar þeir standa í fjölda ávísana miðað við aðra. „Verkefni heilsugæslunnar er metnaðarfullt og ánægjulegt að sjá að menn stefna að því að bæta sig í þessum málum. Stjórnvöld hafa hingað til ekki sett sér nein markmið í þessum efnum og enn ekki er til nein stefna fyrir Ísland. Það er vonandi að þetta verði til þess að slíkt breytist smám saman,“ segir Karl. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Gífurlegur munur er á fjölda sýklalyfjaávísana til barna yngri en fimm ára milli heilbrigðisumdæma. Flestum skömmtum er ávísað á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu en minnstu á Vestfjörðum. Nýjustu tölurnar um sýklalyfjaávísanir eru frá árinu 2016 en þá voru ávísanir til fyrrgreinds aldurshóps 1.202 ávísanir á hverja þúsund íbúa. Það er um það bil sami fjöldi og var árið 2012 en árin þar á milli var samdráttur í ávísunum. Aukningin milli áranna 2015 og 2016 var sjö prósent. „Þetta veldur auðvitað talsverðum vonbrigðum enda höfum við verið með nokkurn áróður á móti ofnotkun sýklalyfja,“ segir Karl G. Kristinsson, prófessor í sýklafræði og yfirlæknir á sýklafræðideild Landspítalans. „Við höfum verið að nota meira en hin Norðurlöndin. Ef við berum okkur til að mynda saman við Svía erum við að nota nærri tvöfalt meira en þeir og við erum að auka notkun meðan þeir eru að draga hana saman,“ segir Karl. Sé litið til heilbrigðisumdæma hér á landi sést að langminnstu af slíkum lyfjum er ávísað á Vestfjörðum eða 686 ávísanir á hverja 1.000 íbúa. Norðlendingar eru síðan næstir með 794 ávísanir. Nærri tvöfalt fleiri ávísanir eru hins vegar á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu eða rúmlega 1.290 á 1.000 íbúa. Sé litið til sveitarfélaga má sjá að langmestu er ávísað í Garðabæ eða 1.589 ávísanir hverja 1.000 íbúa. Á Akureyri er hlutfallið hins vegar ríflega helmingi lægra. „Það fer örlítið eftir kúltúrnum á hverjum stað fyrir sig. Læknar á Norðurlandi eystra, Austfjörðum og Vestfjörðum hafa yfirleitt notað lítið af sýklalyfjum,“ segir Karl. Að mati Karls er erfitt að fullyrða með vissu hvað býr þar að baki. Læknar á fyrrgreindum svæðum, og þá sérstaklega á Akureyri, hafi sýnt ákveðið aðhald í þessum efnum. Sumir þeirra hafa einnig verið lengi á svæðinu en afleysingalæknar geti oft verið gjarnari á að ávísa lyfjum. Þá hafi aðgengi að læknum sitt að segja. Þar sé ekki svo auðvelt að leita á önnur mið meðan aðgengið er nægt á höfuðborgarsvæðinu. Á síðasta ári hófst verkefni hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæð- inu, í samstarfi við Landlækni, sem miðar að því marki að læknar sem þar starfa geta séð hvar þeir standa í fjölda ávísana miðað við aðra. „Verkefni heilsugæslunnar er metnaðarfullt og ánægjulegt að sjá að menn stefna að því að bæta sig í þessum málum. Stjórnvöld hafa hingað til ekki sett sér nein markmið í þessum efnum og enn ekki er til nein stefna fyrir Ísland. Það er vonandi að þetta verði til þess að slíkt breytist smám saman,“ segir Karl.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira